16.4.2008 | 19:50
Skemmtileg vika
Sjaldan hefur ein vika verið jafn fljót að líða. Reyndar er vikan ekki nema hálfnuð en engu að síður líður hún á skothraða. Mánudagurinn fór í letikast með tilheyrandi sápuóperuglápi fram eftir degi, en þegar kallarnir voru komnir heim úr leikskóla og skóla þá fórum við í rosa fínan göngutúr í góða veðrinu og svo var bíllinn ryksugaður og þrifinn. Í gær var ræs klukkan rúmlega 6 að frumkvæði Hermanns og þegar hann var farinn á leikskólann þá fór ég til Kollu í "kaffi". Um hádegið mætti svo Árósarpæjan hún Kidda á svæðið og fórum við þrjár í Bytorv á kaffihús og höfðum það huggulegt yfir Nachosi og Brunch. Eftir afmælisgjafakaup í Bytorv þá fórum við Kidda heim, settumst út á "pall" í sólina og höfðum það kósý á meðan karlpeningurinn á heimilinu sló lóðina og lék sér í fótbolta.....fín skipti þar á ferð:)
Eftir kvöldmatinn kom svo Kolla í heimsókn til okkar og sátum við vinkonurnar þrjár á snakki langt fram eftir kvöldi. Kidda ákvað því bara að gista í nótt og fór heim í morgun klukkan verða 10. Takk fyrir skemmtilegan dag elsku Kidda og Kolla:)
Þegar ég var búin að "skila" Kiddu á lestarstöðina og Hermanni á leikskólann í morgun þá fór ég í minn vikulega mömmu/bumbuklúbb og var það alveg frábært. Við fengum gott að borða hjá henni Betu og svo fórum við líka í smá göngutúr út á rólóvöll til að "viðra" krakkana sem voru heima vegna verkfalls pædagogsmedhjælpere. Þegar klukkan var orðin hálf 3 þá náði ég í Ragga og Hermann. Við skelltum okkur í göngutúr í búðina enda veðrið yndislegt og því ekki nokkur leið að hanga inni. Eftir kvöldmatinn kíktu svo Rakel og Viðar í heimsókn og gátu Viðar og Hermann leikið sér saman í smá stund, enda ekki sést í allan dag þar sem Viðar var heima vegna verkfallsins en Hermann verður heima þegar lengra líður á verkfallið.
Á morgun er ekki mikið planað nema að pakka niður í tösku og kíkja kannski til Kollu minnar, en miðstrákurinn, hann Hafsteinn er 11 ára á morgun. Á föstudaginn verður svo farið á fætur í bítið og brunað til Hamburgar og helginni eytt þar á hóteli. Jeminn hvað ég hlakka til:)
Það er því ekki hægt að segja annað en að sumarið sé komið og góða skapið með. Svo styttist í að mamma mín komi til okkar, en hún kemur 5. maí og verður þvílíkt gaman að sjá hana loksins eftir næstum 9 mánaða aðskilnað.
Ágúst Már frændi minn varð 11 ára í gær......Til hamingju með daginn elsku Ágúst minn**
Já og svo er kallinn 28 ára á laugardaginn.....jeminn eini.....hann sem var bara 17 ára þegar við kynntumst, hehe:)
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Undrandi að ég væri ekki eskimói
- Útlit fyrir vont veður á morgun
- Ók á móti umferð frá ölvunarpósti lögreglu
- Rask í kjallara bókasafns
- Ég var vakin klukkan fjögur í nótt
- Fundi frestað: Kennarar vilja breyta tillögunni
- Blóðugur maður á gangi í Breiðholti
- Fimm skiptu með sér bónusvinningnum
- Áfram óvissustig á Austfjörðum fram á mánudag
- Þau bara ætla ekki að gefa sig
- Óvissustigi aflétt á sunnanverðum Vestfjörðum
- Byggingarfulltrúi tekur frumkvæði með verkstöðvun
- Mikið vatn ógnaði rafmagni og tölvukerfum
- Það stærsta sem ég hef séð í minni tíð
- Útgerðarstarf Sigurjóns ekki í hagsmunaskrá
Athugasemdir
Hæ Hæ
Ég vona að ég fái að sjá ykkur "bráðum visitölufjölskylduna" á morgun. Hér verða léttar og óléttar veitingar um sjöleytið... er það díll?
Kolbrún Jónsdóttir, 16.4.2008 kl. 20:02
Hæ hæ. Frábært hjá ykkur að fara til Hamborgar. Já, hann Raggi minn er að verða GAMALL...múhaha. Raggi, innilegar hamingjuóskir með daginn. koss knús.
Já, það er sko ekki leiðinlegt að eyða degi með Kiddu og Kollu. Sé ykkur fyrir mér í mollinu. Góða ferð og hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 16.4.2008 kl. 23:20
Takk kærlega fyrir mig elsku Berta mín og familiy!
Alltaf jafn yndislegt að koma og hitta ykkur vinkonurnar .
Góða ferð til Hamburg!!!
Kristbjörg Þórisdóttir, 17.4.2008 kl. 20:15
Góða ferð ef þið eruð ekki farin:) Þetta verður bara geðveikt. Og til lukku með kallinn á morgun.
Kv. Steinunn
Steinunn (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 07:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.