2.5.2008 | 20:09
Pallurinn klár:)
Dagurinn í gær var tekinn með trukki og var smíðaður pallur yfir stéttina á mettíma, eða innan við 5 klukkustundum!! Raggi ætlaði reyndar ekkert að byrja á smíðinni í gær, en ákvað að byrja að skrapa stéttina og svona "undirbúa" um hádegisbilið en svo leiddi bara eitt af öðru....enda veðrið alveg tilvalið til útivinnu. Ég lagði mig um hádegið í klukkutíma og þegar ég skreið úr rekkju klukkan eitt voru undirstöðurnar tilbúnar og kallinn að byrja að negla fjalirnar. Svavar mætti svo um kaffileytið og lagði lokahönd á verkið með Ragga. Eftir smíðina komu svo Viðar og Rakel líka og fengum við okkur vöfflukaffi og mátuðum pallinn.....sem að sjálfsögðu smellpassaði við okkur:)
Í dag fór að hellirigna og ekki mikið sólbaðsveður en þó stytti upp þegar líða tók á daginn og gátu vinirnir, Emil og Hermann leikið sér aðeins saman úti. En alla helgina og næstu viku er spáð hátt í 20 stiga hita og sól þannig að planið er að flatmaga sig á pallinum og njóta lífsins. Á mánudaginn mætir svo móðir mín í öllu sínu veldi og teljum við Hermann niður dagana. Frábær byrjun á dönsku sumri:)
Arnór Ingi systursonur Ragga er 10 ára í dag.....Innilega til hamingju með daginn elsku Arnór**
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til lukku með pallinn
Hjá okkur er kominn mikill spenningur fyrir sumrinu og þá ekki síst fyrir Danmerkurferðinni
Anna Gísladóttir, 2.5.2008 kl. 22:40
Innilegar hamingjuóskir með pallinn. Bíður ekki hengirúmið eftir mér Læt vita 7.mai um mig. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 2.5.2008 kl. 23:29
Hæ flottur pallur hjá ykkur.
Bið að heilsa
Elín Hulda (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 20:21
Hæhæ...ekkert verið að láta mann vita að þú sért með blogg stelpa :) Þurfti að googla þig :) Gaman að sjá hvað Hermann er orðinn myndarlegur og hvað allt gengur vel hjá ykkur. flottur pallur :)
Sunna Þrastardóttir (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 14:23
Til lukku með nýja pallinn, ekkert smá flottur af mynunum af dæma;)
Takk fyrir boðið Berta mín, þú færð áræðanlega eitthvað bitastætt hlutverk þegar nær dregur.
Njóttu þess að vera með mömmu í sumarsælunni.
Kv. Steinunn
Steinunn (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 07:25
Til lykke med det hele!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.5.2008 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.