9.5.2008 | 21:38
Pínu blogg!
Mamma komst heil á húfi til Horsens á mánudaginn þrátt fyrir að hafa nánast misst af fluginu og misst af lestinni!! En sú gamla reddaði sér öðrum lestarmiða á lestarstöðinni á Kastrup með því að nota táknmál og slatta af brosi þannig hún komst á leiðarenda aðeins klukkutíma á eftir áætlun:)
Mamma kom klifjuð gjöfum frá Íslandi og má þar nefna flugna/köngulóarfælur, ilmvatn, nammi, flatbrauð, kex, lambakjöt á grillið, lambahrygg og smurt flatbrauð með hangikjöti frá Svenna og Marzennu og margt fleira. Hermann fékk einnig smá nammi og DVD mynd frá ömmu sinni og afa og aðra DVD mynd frá Hrafnhildi og Gunnari. Takk æðislega fyrir okkur þið öll**
Við mamma höfum haft það gott síðustu daga......höfum skipt deginum niður í búðarráp og sólböð á pallinum og erum því orðnar brúnar og peningalitlar...eða allt að því;) Veðrið hefur verið algjör snilld...yfir 20 stiga hiti og heiðskýrt og fellur það vel í kramið hjá mömmu minni....en ég hef ekki höndlað þennan hita eins vel. Samt er ég fegin að vera ekki heima á Húsavík núna því þar er snjókoma!!
Hermann nýtur þess í botn að hafa ömmu sína hjá sér og á eflaust eftir að vera miður sín þegar hún fer heim aftur eftir viku. Hann hefur fengið að vera heima að mestu þessa vikuna nema í dag og í fyrradag fór hann í tvo tíma í leikskólann á meðan við mamma kíktum í búðir, enda ekki alveg það skemmtilegasta að hans mati. En við höfum kíkt í Bygholm park og á ströndina svo eitthvað sé nefnt og ætlum við svo í Legoland um helgina....enda aldrei komið þangað:)
Við erum nýkomin heim úr matarboði en Kolla og Hlynur buðu okkur í mat og fengum við heljarinnar veislu eins og við var að búast af frú Kolbrúnu:) Takk fyrir okkur elsku Kolla og Hlynur**
Í dag eiga tvær frábærar konur afmæli......hún Ásta mágkona er 24 ára og Kidda vinkona er þrítug ....TIL HAMINGJU ELSKU ÁSTA OG KIDDA**
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Öfunda ykkur ekkert smá af lambakjötinu!! En bara rétt rúmar 4 vikur þangað til ég fæ þá dásemd...verð að reyna að harka af mér þangað til ;)
Okkur Kollu finnst þetta líka frábær skipting á dögunum, búðarráp og sólbað!Vonandi hafið þið það sem allra best! Kærar kveðjur úr Kalíforníu!
Hulda (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 23:57
já takk hér snjóar sko !
Sigrún Karlsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 01:21
Glæsilegt hvað þið hafið dundað ykkur saman. Mamma þín dugleg að redda sér. Hvað mig varðar þá læt ég vita í næstu viku. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 10.5.2008 kl. 03:04
takk fyrir kveðjuna:)
eftirminnilegur afmælisdagur staðreyns sem einkenndist af gleði og sorg í bland...
heyri í ykkur við tækifæri;)
knús á liðið,
Ásta
ásta (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 19:23
Takk elskan mín fyrir fallega afmæliskveðju. Mín klikkar ekki á þessu frekar en fyrri daginn .
Kristbjörg Þórisdóttir, 16.5.2008 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.