16.5.2008 | 09:54
Mamma farin og komin dagsetning á keisarann:)
Mamma fór eldsnemma í morgun eftir að hafa verið hjá okkur í 11 daga. Það var yndislegt að hafa hana hjá okkur og var erfitt að þurfa að segja bless í morgun. En sem betur fer mun hún koma ásamt pabba aftur eftir einn og hálfan mánuð:) Hermann naut þess að hafa ömmu sína og var ekki sáttur við að hún væri að fara aftur heim, en varð þó aðeins sáttari þegar honum var sagt að amma ætlaði að sækja afa Hreinsa og koma með honum eftir nokkra daga:)
Við mamma notuðum hvern dag vel, fórum í flestar stóru búðirnar í Horsens, lágum í sólbaði, fórum á ströndina, í Legoland, til Árósa í Bambagarðinn og miðbæinn, í Bygholm park og fleira skemmtilegt. Einnig þvoðum við og straujuðum öll barnafötin, rúmfötin, handklæðin og fleira fyrir litla barnið þannig að nánast allt er orðið klárt:)
Í gær fórum við í sónar og viðtal og fengum við góðar fréttir.....nýrnastækkunin í barninu er gengin tilbaka og allt í lagi með allt. Barnið orðið 1948 grömm og því viku stærra miðað við meðgöngulengd...semsagt stórt barn á leiðinni. Því miður fengum við ekki að ráða hvaða dag ég fer í keisarann þar sem aðeins er skorið á mánudögum og miðvikudögum. 2. júlí var því dagsetningin sem við fengum en ég vildi fá 3ja júlí því þá verður mamma sextug. En svona er þetta bara....það er bara gott að allt lítur vel út, nýrun komin í lag og barnið stórt og því tilbúið í keisara 10 dögum fyrir áætlaðan tíma:)
Ég er svo stolt af mömmu fyrir að koma ein til okkar, hún sem er flughrædd og hefur aldrei ferðast með lest. En hún reddaði sér alla leið þrátt fyrir smá erfiðleika og á stórt hrós skilið. Akkúrat núna er hún á flugvellinum á Kastrup og bíður eftir fluginu heim.
Elsku mamma....takk fyrir að koma til okkar og eyða þessum dögum með okkur. Það var frábært að hafa þig. Takk fyrir alla hjálpina, allar gjafirnar og skemmtunina. Hlökkum til að sjá ykkur pabba aftur í lok júní.
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir frábæra samveru í bambagarðinum og downtown Aarhus! Það var gaman að hitta hana mömmu þína og ég veit ég mun hitta hana meira í framtíðinni .
Knús frá Kiddu.
Kristbjörg Þórisdóttir, 16.5.2008 kl. 12:52
Frábærar fréttir að nýrnastækkunin sé gengin til baka;)))) Mér er alla vega létt svo ykkur hlítur að vera það líka, hehe.
Flottur dagur 2. júlí, held samt ennþá að þetta sé strákur, og hann sé stór og stæðilegur.
Hafið það gott
Steinka og co.
Steinunn (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 13:42
Elsku Berta mín, ég skil þig alveg að það var erfitt að segja bless við mömmu þína, en æðislegt að nýrnastækkunin hefur gengið til baka. Vá 2 júlí ekki langt í það. Skemmtið ykkur vel
Knús frá Spáni
Þórunn Guðrún (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 14:53
Já, ég trúi að það er erfitt að kveðja mömmu. En hún á sko HRÓS skilið fyrir að fara þetta ein. Er ekki hægt að byrja að skera þig klukkan 23:59 þannig að barnið komi þann 3ja júlí? Hlakka til að hitta ykkur á þriðjudaginn. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 16.5.2008 kl. 18:14
Gott að heyra að allt gangi svona vel Berta mín ;)
Sigrún Karlsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 19:27
Jii hvað það er gott að heyra að nýrnastækkunin sé gengin til baka !! sé að það hefur verið svaka stuð að hafa mömmu þína í heimsókn hún fékk líka þetta frábæra veður :) Annars hlakka til að sjá þig í mömmó á miðvikud :)
kveðja
Didda
Didda (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 08:40
Elsku Berta....takk fyrir yndislega daga sem voru þó alltof fljótir að líða því þetta var yndislegur tími sem ég átti með ykkur. Stið hugmyndina hjá Gumma hlakka til að koma aftur. Ástarkveðja þín mamma.
Sigríður Gunnlaugsdóttir. (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 00:24
Takk fyrir daginn í gær....
Bestu kveðjur
Rakel Linda (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 10:38
Frábært að lesa svona góðar fréttir!! :) Það eru sannarlega spennandi dagar fram undan hjá ykkur og 2. júlí sennilega mest spennandi!!!
Knús á til ykkar allra**
Þórunn og fam.
Þórunn Harðar (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 11:24
Aldeilis frábærar fréttir með barnið :)
Öfunda ykkur svo af þessu útlandalífi, komum árið 2009 og ekki seinna :)
Hérna var þrifadagur og sameignarpartý í gær ... mikið gaman, mikið drukkið, vantaði ykkur samt sárlega. Ragga með smiðstaktana, þig með allt bakkelsið og Hermann að leika með krökkunum :)
Arna V. (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.