20.5.2008 | 17:54
Spennandi vika með óspennandi flensu!
Frá því um helgina hef ég verið að drepast úr kvefpest og hef ég ekki orðið svona veik síðan ég flutti til Danmerkur. Hausinn stútfullur af hori með tilheyrandi höfuðverk, ennisholur stútfullar og ekki sjéns að sofa nema með trantinn fullan af hálsmolum....yndislegt alveg hreint. En þrátt fyrir þetta þá hef ég ákveðið að halda mínu striki þessa vikuna, enda fullt að gerast. Í kvöld kemur Gummi vinur minn og fyrrverandi starfsfélagi með flugi til Billund og ætlum við Kolla að keyra þangað í kvöld til að sækja hann. Í fyrramálið er svo mömmuklúbbur hjá mér og á ég von á því að mæting verði 100%. Enginn leikskóli er í boði núna þar sem pædagogar eru í verkfalli (jú jú...þeir tóku við af samstarfmönnum sínum) og munu "verkfallsbörnin" því líka mæta í fyrramálið.....það stefnir því í þrusu mömmumorgun með tilheyrandi barnafjöri....bara gaman að því:)
Á fimmtudaginn verður svo horft á undankeppni Evróvision og þannig kynt undir aðalkvöldið sem verður á laugardaginn. Búið er að plana og bjóða í heljarinnar veislu hér á laugardaginn í tilefni af því að ég er alveg að skríða í fertugsaldurinn og mun gleðin halda áfram fram eftir kvöldi fyrir þá sem eru í því stuðinu....svo ég tali nú ekki um þá sem eru heitir Evróvisionáhugamenn....því að sjálfsögðu verður hækkað í sjónvarpstækinu og fylgst með keppninni með gleði- og sönggefandi drykk í hendi:)
Nú er bara að vona að flensudruslan hverfi svo hægt sé að njóta sín til fulls þessa vikuna.
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innilega til hamingju með daginn elsku Berta mín ;*
Takk fyrir okkar afmæliskveðju ;)
Sigrún Karlsdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 00:01
Halló Berta mín! Ég var að bíða eftir að klukkan yrði miðnætti hjá mér þó svo að þið séuð 2 tímum á undan! En sem sagt hjartanlega til hamningju með þrítugsafmælið. Megir þú eiga glaðan og eftirminnilegan dag. Afmælisgjöfin kemur trúlega í mörgu lagi þar sem partur af henni er enn í framleiðslu! Spennandi eða hvað? Kveðjur til annarra á heimilinu. Tala við þig betur á morgun (í dag). Heyrumst, tengdó.
Domma (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 00:27
Elsku Berta. Brosi
Sigga. (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 01:29
Elsku Berta. Brosi þér sólin blítt á þessum degi, beri þér kveðju og heillaósk frá mér, auðnan þér fylgi á ævi þinnar vegi allt sem er göfgast búi í hjarta þér. Þess óska mamma og pabbi.
Sigga mamma. (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 02:02
Innilega til hamingju með daginn
Vonandi fer þér að batna
Anna Gísladóttir, 21.5.2008 kl. 08:10
Elsku Bästis!
Til hamingju með daginn!!! Vonandi er heilsan á uppleið og vonandi verður stjanað pínu við þig í dag:)
Eigðu í það minnsta frábæran afmælisdag og ég var að frétta að fertugsaldurinn væri nýi þrítugsaldurinn svo þetta er alltí lagi!
Afmælisknús frá Húsavík,
Þórunn & kó
Þórunn Harðar (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 09:14
Elsku Bertan mín,
láttu þér nú batna dúllan mín og eigðu alveg yndislegan afmælisdag. Hlakka til að sjá þig í miklu stuði á laugardag.
Þín Kidda.
Kristbjörg Þórisdóttir, 21.5.2008 kl. 14:59
Elsku Berta
Innilegar hamingjuóskir með daginn og láttu þér nú batna svo þú veður orðinn hress á laugardaginn..
Bestu Kveðjur
Rakel Linda og Strákarnir
Rakel Linda (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 16:44
Innilega til hamingju með afmælið :D Vonandi áttu góðan dag!
Kærar kveðjur úr Kalíforníu!
Hulda og co. (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 16:53
Takk kærlega fyrir allar afmæliskveðjurnar elsku þið
Berta María Hreinsdóttir, 21.5.2008 kl. 21:45
til haminingju með afmælið Elsku Berta mín vona að þú hafi átt góðan dag.
kveðja frá Spáni
Þórunn Guðrún (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 10:48
til hamingju með daginn Berta mín:)
vonandi færðu fullt af afmælisdekri í tilefni dagsins..
knús frá íslandinu,
ásta
ásta (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 21:15
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ :)
Kíkjum í heimsókn eftir 8-9 daga verðum í Árósum
Kv Linda Frænka
Linda (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 22:07
Hjartanlegar afmæliskveðjur til þín, kæra Berta! Og góðan bata, heillin.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.5.2008 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.