1.6.2008 | 12:57
Til hamingju með daginn sjómenn!
Í dag er sjómannadagurinn heima á Íslandinu en hér í Danaveldi er hann ekki til....allavegana ekki svo ég viti til. Ég hef alltaf dáðst af sjómönnum fyrir að geta verið í svona vinnu, enda finnst mér sjórinn ógnvekjandi og hræðist hann mikið. Þegar við fluttum út í fyrra fórum við með Norrænu og verð ég að viðurkenna að mér leið ekki vel um borð, í hvert sinn sem báturinn tók smá veltu fékk ég alveg hnút í magann. En sem betur fer eru ekki allir eins og ég.
Helgin hjá okkur hér á "Hesteyri" hefur verið mjög skemmtileg. Á föstudaginn brunuðum við á "grensann" og keyptum gos fyrir sumarið, enda von á fjölmörgu fólki í sumar og eins og staðan er núna þá lítur allt út fyrir að það verði steikjandi hiti í allt sumar. Kidda vinkona fór með okkur að versla og þegar við komum tilbaka rúmlega 6 þá skellti ég mér í sparifötin og við tvær ásamt Kollu brunuðum til Árósa, heim til Kiddu í partý en hún var að halda upp á 30 ára afmælið sitt um kvöldið. Það var mjög gaman að kynnast "hinum" vinkonum Kiddu sem maður hefur svo oft heyrt um en aldrei hitt. Ef ég væri ekki ófrísk þá hefði ég svo sannarlega notið þess að fá mér í glas með stelpunum, farið í heita pottinn og jafnvel á djammið niður í bæ.....svei mér þá! En það verður kannski bara næst....eða þarnæst;) Við Kolla komum svo heim ganga tvö, alsælar með þessa stelpuferð okkar. Takk fyrir skemmtilegan dag Kidda mín og gott partý;)
Í gær fórum við Raggi í bæinn að ganga frá ýmsum lausum endum og var planið að panta vöggu, en það er ein búð í bænum sem hefur séð um að leigja fínar vöggur handa nýbökuðum foreldrum. Því miður var okkur sagt að þeir væru nýhættir með þessa þjónustu. Arg....En þrátt fyrir að það sé til vagga í fjölskyldunni þá tek ég ekki sjénsinn á að fá hana senda til Danmerkur....enda flugfélögin ekki þekkt fyrir að fara vel með farangurinn í vélum sínum.
Um kaffileytið ákváðum við að kíkja á ströndina í Saksild en þangað fara víst flestir til að sóla sig og njóta lífsins en við höfðum aldrei farið þangað áður. Ekki sáum við eftir því að fara þangað....algjör snilldar strönd, risastór með fíngerðum sandi og naut Hermann sín alveg í botn. Hafgola var þónokkur þannig að hitastigið var alveg passlegt.....en heima á palli var ekki hægt að vera sökum hita.
Í dag hefur íbúðin verið þrifin, bíllinn sjænaður og rúmfötin þvegin og viðruð. Planið er svo að kíkja í kaffi í Egebjerg til Halls og Steinunnar og sjá hvernig þau hafa komið sér fyrir í nýju fínu íbúðinni sinni....já og ætla kallarnir að læra pínu líka á meðan við kellurnar slúðrum.:) Síðan eigum við von á Lindu frænku minni og Kidda í mat í kvöld, en þau eru í ferðlagi frá Íslandi og ætla að eyða kvöldinu með okkur og verður æðislegt að hitta þau:)
Annars er það að frétta að ég er ekki að meika þennan hita hér í Danmörku....hitinn hefur verið hátt í 30 gráður, jafnt inni sem úti og gat ég ekki sofið í nótt fyrir hita. Núna verða vifturnar pottþétt dregnar fram og þær hafðar í gangi á næturnar svo ég geti sofið.....ekki alveg að gera sig að vera komin 8 mánuði á leið í þessum hita....og þetta á örugglega bara eftir að versna!
Og þá eru það afmæliskveðjurnar.....
Gulli elsti bróðir varð 42 ára í fyrradag, Sigrún æskuvinkona er 30 ára í dag, Erla systir mín verður 32 ára á morgun og Hermann tengdapabbi verður 57 ára þann 3ja.....Innilega til hamingju elsku Gulli, Sigrún, Erla og tengdapabbi:)
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Hófu leit að manni sem kom fram stuttu síðar
- Meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her
- Fyrir hvern er það gott?
- Opið í Skarðsdal alla páskana
- Ákærður fyrir tilraun til manndráps
- Kærðir fyrir brot á búnaði ökutækja
- Virði skóga borgarinnar nokkur hundruð milljarða
- Lengja opnunartímann á ný
- Sendiherrabústaðurinn falur fyrir tæpan milljarð
- Er góður í að setja í þvottavél og fara í Bónus
Erlent
- Höfnuðu tillögu um vopnahlé á Gasa
- Trump hótar Harvard-háskóla
- Sex ára fangelsi vegna umfjöllunar um Navalní
- Einn 70 milljóna bíll á dag
- Endurupptaka hafin á máli Weinsteins
- Yrði risastór umbun fyrir hryðjuverk
- Störfuðu á sömu hæð og greindust öll með heilaæxli
- Þjóðverjar opna á Taurus-flaugar
- Sendu mann ranglega úr landi: Fær ekki að snúa aftur
- Banna gleðigönguna með stjórnarskrárviðauka
Fólk
- Kántrýgæinn á leið til Íslands
- Julia Fox með berar kinnar á Coachella
- Féll fyrir eigin hendi aðeins 54 ára
- Dóttir Perry fylgdist spennt með geimskotinu
- Ung íslensk stúlka vekur heimsathygli
- Cyrus skildi lítið eftir fyrir ímyndunaraflið
- Komin í form örfáum mánuðum eftir fæðingu
- Kim ber vitni í París: Meirihlutinn aldrei fundist
- Minntist sonar síns í fallegri færslu
- Ef þú hefðir komið seinna hefðirðu getað dáið
Viðskipti
- Gjaldþrota Kambar til sölu
- Google fjárfestir í jarðhita
- Gervihnattasamband fyrir mikilvæga innviði
- Stefnan byggð á veikum grunni
- Argentína fær innspýtingu
- Stærsta flugfélag Póllands hefur áætlunarflug til Íslands
- Vilja semja við 90 lönd á 90 dögum
- Engir varðhundar séreignarsparnaðar
- Það vantaði ekki gersemarnar í Genf
- Höfum velt við hverjum steini
Athugasemdir
Æji takk elsku Hlynur.....æðislegt að fá að heyra svona
Berta María Hreinsdóttir, 1.6.2008 kl. 20:24
Kærar þakkir fyrir kveðjuna elsku Berta mín ;*
Sigrún K (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 22:23
Glæsilegt kvöld hjá ykkur. Þú verður með þeim þegar þú getur. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 2.6.2008 kl. 08:54
Þúsund þakkir enn og aftur fyrir samveruna á afmælinu mínu og ALLA hjálpina. Munar ekkert smá mikið að eiga svona dugnaðarforka fyrir vini þegar maður er með ammæli!
Og ég tek algjörlega undir með Hlyni, þú verður bara glæsilegri og glæsilegri eftir því sem líður á meðgönguna. Ekki amalegt það!
Kristbjörg Þórisdóttir, 2.6.2008 kl. 10:48
Hæ hæ Berta mín og takk fyrir afmæliskveðjuna. Við sjáumst svo eftir viku,get varla beðið (er farin að tárfella núna bara við tilhugsunina um að ég sé að koma...snökkt snökkt). Jæja systa við verðum í bandi,farðu vel með þig. Já og eitt enn þú lítur rosalega vel út. Kossar og knús þín systir.
Erla Kristín. (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 22:37
Hæ!
Slysaðist inná bloggið þitt.
Langaði að benda þér á að það er hægt að fá leigðar vöggur hjá BabySam. Það eru held ég tvær í Vejle og amk ein í Kolding og Árhus.
Þær eru leigðar út í 4 mánuði minnir mig.
Kv, Kristín Alma Horsens búi
Kristín Alma Sigmarsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.