23.6.2008 | 19:42
Tíminn líður hratt.....
Aðeins rúmlega vika eftir í keisarann og tíminn líður sem aldrei fyrr. Raggi er í skólanum alla daga og oft fram á kvöld og verður því mikil gleði á föstudaginn þegar prófið hans er búið. Um helgina var Raggi upp í skóla allan daginn en okkur Hermanni leiddist samt ekki mikið. Við tókum því rólega á laugardaginn þangað til Kidda vinkona renndi í hlaðið....eða réttara sagt þangað til við sóttum hana á lestarstöðina en Emil og Kolla voru þá komin til okkar. Við kíktum strax á McDonalds og fengum okkur ís við mikla kátínu litlu strákanna:) Í gær, sunnudag, fórum við á Jensens böfhus í hádegismat og svo í fjallgöngu!! Já mín fór á hæsta tind Danmerkur, komin 38 vikur á leið og fór létt með það;) En svona fyrir ykkur sem ekki þekkið til þá fórum við á Ejer Bavnehoj sem er útsýnisstaður í um 190 metra hæð hérna rétt hjá. Samt sem áður....hæsti punktur Danmerkur og því hærri en Himmelbjerget! Kollu og Kiddu leyst nú ekki á að ég ætlaði að labba upp allar tröppurnar til að komast upp á toppinn en ég sýndi og sannaði að það væri ekkert mál og var meira að segja fljótust niður, híhí. Auðvitað var lyfta í boði gegn vægu gjaldi.....en þar sem að lyftur eru ekki mín uppáhaldstæki þá voru stigarnir álitlegri:) Enduðum við gellurnar svo daginn hér heima með súkkulaði í annarri og Pina Colada í hinni (ég sætti mig við vatnið að sjálfsögðu svona ef þið hafið efast;) Kidda fór svo aftur með lestinni um hádegisbilið í dag en ætlar að koma aftur næsta laugardag og þá ætlum við öll að borða saman...í síðasta sinn í LANGAN tíma og er Kidda búin að lofa að koma með afmælisköku handa strákunum þar sem hún átti afmæli um daginn og strákarnir fengu ekki að koma með okkur Kollu í afmælið;)
Takk fyrir helgina elsku vinkonur**
Annars er Jónsmessuhelgin nýafstaðin og var hátíð hér í Mosanum í kvöld. Við Kolla fórum með skæruliðana okkar og fengu þeir grillaðar pylsur með brauðinu til hliðar (svona týpiskt danskt) og svo var kveikt í norn á brennu.....en það er víst einhver siður hér. Í leikskólanum í dag var víst líka kveikt í norn á brennu og hefur Hermann talað mikið um að hún hafi sprungið. Skil það nú reyndar ekki alveg. En það er bara gaman að kynnast nýjum siðum í nýju landi....sumt skrýtið og annað enn skrýtnara, hehe:)
Svo eru bara 7 dagar í að mamma og pabbi komi og er Hermann með það alveg á hreinu.....telur niður á fingrunum á hverjum degi:)
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk sömuleiðis Berta mín fyrir samveruna síðustu daga... ég sé að við hefðum næstum getað uppfært bloggin okkar saman heh.
Sjáumst fljótt
Kolbrún Jónsdóttir, 23.6.2008 kl. 20:14
U GO GIRL!!! Audda getur u allt sko. Stoltur af þér. Gaman hjá ykkur alltaf hreint. Satt er það að það er gaman að upplifa eitthvað nýtt í nýju landi. Sé Hermann alveg fyrir mér að telja niður með fingrunum. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 23.6.2008 kl. 22:05
Kvitt ;)
Sigrún K (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 15:14
Sæl Berta mín!
Alltaf gaman að kíkja hér við og lesa fréttir af ykkur fjölskyldunni. Gott að vita að þér leiðist ekki á meðan Raggi hefur svo mikið að gera, enda sérdeilis heppin að hafa vinkonur þínar líka í Baunalandinu.
Og nú styttist heldur betur i krílið. Skrýtið að vita hvenær barnið muni fæðast!! en samt svo gaman. Farðu nú vel með þig á síðustu metrunum og njóttu síðustu dagana áður en þið verðið vísitölufjölskylda
Knús á línuna
Alda
Alda (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 21:32
agalega erum við sammála um að tíminn líð hratt :D Takk fyrir afmæliskveðjuna - þetta er bara allt að bresta á....er þetta nokkuð voðalega sárt?? ;)
Gangi ykkur sem allra best með nýjasta meðliminn, hlakka til að sjá myndir! Kærar kveðjur frá Íslandi!
Hulda (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 22:38
Takk fyrir yndislega helgi dúllan mín!
Kristbjörg Þórisdóttir, 30.6.2008 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.