8.7.2008 | 20:17
Beðið eftir pabba!
Við strákarnir mínir og mamma sitjum hér heima og bíðum spennt eftir pabba mínum en Raggi fór og sótti hann til Billund. Hermann er búinn að bíða spenntur í rúmlega viku eftir afa sínum (frá því að hann átti að koma með mömmu minni en lenti á spítala kvöldið áður) og fékk hann því að leggja sig í dag eftir leikskólann til að geta vakað eftir afa sínum í kvöld. Jeminn hvað ég hlakka til að sjá hann pabba minn, enda næstum heilt ár síðan ég sá hann síðast.
Hér hefur annars allt gengið vel síðustu daga, litli prins er algjör draumur, sefur mest allan daginn á milli þess sem hann drekkur. Þvílíkir gullmolar sem við eigum.
Við hjónin áttum eins árs brúðkaupsafmæli í gær en héldum ekkert upp á það. Hins vegar ákváðum við að hafa góðan mat í kvöld til að pabbi fengi gott að borða þegar hann kæmi til okkar eftir flugferðalagið. Í matinn var semsagt íslenskur léttreyktur lambahryggur sem Svenni bróðir og Marzenna gáfu okkur fyrir svolitlu síðan, auðvitað voru svo Ora baunir með, brúnaðar kartöflur, sósa og íslenskt bland (malt og appelsín). Ekki amalegt það;)
Svo er bara að njóta næstu daga með mömmu og pabba og bíða svo eftir næstu gestum sem verða Svenni, Marzenna og Sandra María litla frænka/nafna, en þau koma á föstudagskvöldið. Þannig að það eru heldur betur fjölskyldudagar framundan hjá okkur:)
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Njóttu dagana með fjölskyldunni Berta mín.... gleymdu samt bara ekki sjálfri þér.
Sjáumst á morgun..... (sprautan, þú mannst heh)
Kolbrún Jónsdóttir, 8.7.2008 kl. 20:21
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.7.2008 kl. 22:24
Innilegar hamingjuóskir með brúðkaupsafmælið glæsilegu hjón og til hamingju með að vera að fá pabba þinn í heimsókn. Það er bara gaman!
Kær kveðja frá Kiddu.
Kristbjörg Þórisdóttir, 9.7.2008 kl. 12:42
Halló halló !
Innilega til hamingju með alla viðburðina í lífi ykkar þessa dagana
Ekki síst þó þennan flotta dreng, þið megið vera stolt, dugnaðar krakkar.
Hafið það sem allra allra allra best
Kveðja Hulda
ps hvert er lykilorðið á barnaland Ég er buin að prófa og prófa þettað með rokkið jú nó
Hulda M. Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 18:00
Við óskum ykkur innilega til hamingju með nýja drenginn. Þetta er myndarstrákur. Gangi ykkur allt í haginn.
Fanney & Gunnar (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 09:32
Elsku fjölskylda!
Innilegar hamingjuóskir með nýjasta fjölskyldumeðliminn. Hann er sannkallaður prins og hefur aðeins þurft að láta hafa fyrir sér. En gott að heyra að þetta gekk allt saman vel að lokum. Og hann er aldeilis líkur bróður sínum bara aðeins minni útgáfa.
Til lykke með að vera loksins búin að fá pabba þinn til ykkar, það hafa eflaust verið fagnaðarfundir. En farðu annars vel með þig og láttu nú allt fólkið þitt stjana í kringum þig.
Bestu kveðjur héðan af Fróni
Alda
Alda (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 15:45
Til hamingju ad fadir tinn skuli vera loksins kominn. Saet mynd af guttunum tínum. Hafid tad gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 14.7.2008 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.