17.7.2008 | 19:48
Fjölskyldudagar
Mikið er gaman að hafa fjölskylduna sína hjá sér......Svenni bróðir og fjölskylda komu aðfaranótt laugardagsins og svo kom Erla systir með sína fjölskyldu á mánudaginn og var alveg frábært að hitta þau öll. Við höfum átt fínar stundir saman og borðuðum við m.a. dýrindis nautasteik hér heima á mánudaginn sem Svenni aðalkokkur græjaði handa okkur. Í gær komu svo Kolla, Hlynur og strákarnir í mat til okkar ásamt Kiddu vinkonu þar sem þetta var síðasti dagur þeirra í Horsens, en þau eru að flytja heim til Íslands á laugardaginn og fór búslóðagámurinn í gær. Jeminn hvað ég á eftir að sakna þeirra, þá náttúrulega fyrst og fremst hennar Kollu minnar og einnig veit ég að Hermann á eftir að verða vængbrotinn án Emils besta vinar síns. Það er bara vonandi að þau eigi eftir að koma til okkar í sumarfríum og að Kolla komi í heimsókn til mín í "mæðraorlofum" og þá verður sko pottþétt farið í H&M og kíkt á kaffihús og fengið sér Nachos:)
Í dag fóru þau Hermann Veigar og mamma ásamt systkinum mínum og fjölskyldum í Givskud dýragarðinn en Raggi var að hjálpa Hlyni að mála en ég og pabbi höfðum það voða kósý hér heima með litla prinsi. Litli prins er alveg endalaust vær og góður og sefur nánast allan daginn á milli þess sem hann drekkur. Ótrúlegt hvað við erum heppin með strákana okkar.....en Hermann var nákvæmlega svona þegar hann var ungabarn. Þeir eru reyndar líka sammála um það bræðurnir að næturnar séu til að drekka á 2ja tíma fresti og er því ekki mikið um langa blunda hjá mér þessa dagana. En ég vinn það bara upp í ellinni, þangað til verð ég bara sæt með bauga undir augum, hehe:)
Ég lofaði Kollu og Kiddu að setja inn uppskriftina af kjúllanum sem ég var með í matinn í gærkvöldi....gjössovel skvísur;
Kjúklingabringur kryddaðar með Provengale kryddinu og vafðar með beikoni. Bringurnar eru svo steiktar á pönnu í gegn (en samt ekki þannig að þær verði þurrar) og þá er hellingur af papriku sett út á pönnuna, léttsteikt með lokið á og því næst hellt rjóma yfir allt saman og látið krauma.
Þetta er mjög einföld uppskrift en tekur smá tíma að gera.
Á föstudaginn fyrir viku skírðu Jón og Elísa litla prinsinn sinn og fékk hann nafnið Höskuldur Ægir.....Innilega til hamingju elsku fjölskylda** Vonandi eigum við eftir að sjá myndir af litla frændanum okkar bráðlega:)
Svo þökkum við kærlega fyrir allar hamingjuóskirnar og gjafirnar sem við höfum fengið handa litla prinsi:) Góða helgi öll sömul**
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að heyra hvað allt gengur vel hjá ykkur :) Bið að heilsa Erlunni, hún verður varla komin á víkina fyrir mærudaga er það nokkuð?
Kossar og knús
Alda
Alda (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 22:27
Skila því Alda mín......þau verða ekki komin heim fyrir mærudagana.
Knús til ykkar**
Berta María Hreinsdóttir, 18.7.2008 kl. 09:45
Njótu vel að hafa fjölskylduna þína hjá þér. Þetta eru án efa góðir dagar fyrir ykkur öll.
Mér er oft hugsað til ykkar þessa daganna. Þetta er skemmtilegur tími þegar nýr fjölskyldumeðlimur bætist í hópinn. Margt að læra um nýja meðliminn (og stóra bróður) og maður talar ekki um allan gestaganginn og spenningin hjá öllum að sjá krílið.
Ég held því áfram að fylgjast með ykkur og bið að heilsa.
Elín Hulda (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 12:52
Kærar þakkir fyrir mig á föstudaginn;)))
Hafið það sem allra best með alla hjá ykkur.
Kv. Steinunn
Steinunn (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 14:27
MMMM, þetta er æðislega gott. Fæ alveg vatn í munninn. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 22.7.2008 kl. 09:31
Viltu nokkuð útskýra þetta með önnur ráð en bombubaðið aðeins betur fyrir mér, kannski í smá atriðum jafnvel, ég er ekki alveg að skilja sko. Hehhehe.
Já ég hef tröllatrú á að bestu vinir séu að verða til, og allar líkur á stráki auðvitað þannig að ég breyti þinni tillögu.
Annars var Hallur minn elskulegi að spá í hvort við ættum að fagna þú veist annað kvöld ef þið komist og hafið tíma. Hann er núna að pakka muslingum þessi elska, hahaaha.
Annars held ég að Raggi og Hallur séu sjálfskipaðir í þessa blessuðu skipulagsnefnd, við ættum kannski ekkert að vera skipta okkur af. Kannski græðum við eitthvað aukalega þá, hvur veit;)))
Knúsaðu snúllana frá mér
Kv. Steinka
Ohh gleymi alltaf þessari ruslvörn, og hvað er þetta með flókin stærðfræðidæmi
Steinka stuð (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.