13.8.2008 | 14:25
Smá fréttaskot frá okkur!
Þar sem sólarhringarnir eru allt of fljótir að líða þessa dagana þá er enginn tími fyrir blogg en hér koma þó pínu fréttir frá okkur:)
Síðasta vika fór í veikindi hjá eldri syni og tók ég við af honum með hálgsbólgu og hitavellu, en er þó að hressast og kallinn að veikjast í staðinn!! Tengdó, Bjögga mágkona og Arnór sonur hennar eru hér hjá okkur og verða fram á laugardag. Hermann nýtur þess svo sannarlega að hafa þau öll til að stjana við sig og þá er hann sérstaklega hrifinn af Arnóri frænda sínum sem hann reynir endalaust að fá með sér í bílaleik og fleira skemmtilegt:)
Við höfum gert margt skemmtilegt saman síðustu daga, þó ekki eins mikið og við hefðum viljað vegna veikindanna. En við fórum þó á sunnudaginn í Friheden tivolíið og svo á mánudaginn í Legoland og var það alveg frábært. Fjöldinn í Legolandi var að þessu sinni viðráðanlegur og voru alveg ótrúlega fáir í Friheden....semsagt mjög næs:) Í gær tókum við svo bíltúr upp á Himmelbjerget en stoppuðum stutt á "fjallinu" þar sem það kom mígandi rigning.
Í dag fór Hermann á leikskólann fyrir 8 þar sem búið var að plana ferð á einhverja strönd á deildinni hans og var sú ferð alveg til klukkan 2 og var Hermann því glaður og þreyttur eftir þennan strandardag.....samt var ekki beint sumarveður í dag, rigning og rigning.....
Siggi Kalli fór í sína 5 vikna skoðun í dag (er reyndar 6 vikna í dag en læknirinn okkar var í fríi í síðustu viku) og fékk hann mjög góða skoðun. Eiginlega of góða hvað þyngd varðar þar sem hann er orðinn 6 kíló!! Jebb....algjör hlunkur og trúði læknirinn varla tölunum. Var 3900 gr. við fæðingu og léttist fyrstu dagana en hefur svo bætt á sig heldur betur síðan. Hann er einnig orðinn 61,5 cm. og því rýkur hann vel upp úr kúrfunni sinni bæði í þyngd og hæð:) Öll önnur skoðun kom líka vel út og því allt eins og það á að vera...Guði sé lof:) Hann hefur reyndar verið frekar órólegur síðustu vikur og átt mjög slæm tímabil í kringum kvöldmatarleytið.....mikil magakveisa og vanlíðan. Það hefur þó skánað síðustu daga þannig að hann er vonandi allur að koma til:)
Planið næstu daga er svo að njóta síðustu daganna með tengdó og að kíkja á litla prinsinn þeirra Steinunnar og Halls en hann fæddist þann 10. ágúst og getum við ekki beðið eftir að fá að knúsa hann pínu:) Elsku fjölskylda.....innilega til hamingju með gullmolann ykkar**
Set inn fleiri myndir seinna.....biðjum að heilsa þangað til;)
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er gott að heyra að hann þyngist vel. Magakveisan er tímabil (mundu það Berta mín, þótt manni finnist það ekki alltaf). Vonandi náið þið ykkur fljótt af veikindunum. Bið að heilsa ykkur og hugsa til ykkar.
Elín Hulda (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 19:50
Hann Siggi Kalli verður eins og pabbi sinn með þessu áframhaldi. Leiðinlegt að heyra með magakveisuna vona að það hverfi fljótlega. Góðan bata af veikindum. Njótið tímann vel. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 15.8.2008 kl. 00:11
Elsku Berta, maður verður bara klökkur við svona kveðjur;))) Við getum ekki beðið eftir að hitta ykkur, farið að hressa ykkur við. Það þýðir ekkert að hanga heima veikur alla daga.
Annars er ég bara smeyk um að Siggi Kalli gæti borðað hann hreinlega, alla vega passar hann inni í hann;) Og by the way voru þeir nánast jafn stórir við fæðingu og 6 vikum seinna munar ansi miklu.
Við hittumst vonandi sem allra fyrst.
Kv. úr Egebjerg
Steinka, Hallur, Rórus og Engifer
Steinunn (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.