18.8.2008 | 16:27
Tómt í kotinu!
Já nú eru síðustu gestir sumarsins búnir að kveðja okkur og því orðið tómlegt í kotinu hjá okkur. Tengdó, Bjögga mágkona og Arnór sonur hennar fóru laugardagskvöldið eftir skemmtilega og viðburðaríka daga og verð ég að viðurkenna að það var erfitt að sjá á eftir þeim....enda búið að vera yndislegt að hafa þau hjá okkur og hver veit nema það líði margir mánuðir þangað til við hittum aðra nána fjölskyldumeðlimi. Þessa daga sem þau voru hjá okkur þá fóru reyndar fyrstu dagarnir í veikindi en við náðum samt að fara öll saman í Legoland, Friheden, labba miðbæinn og fleira skemmtilegt. Þegar þau komu til okkar þá komu þau með fulla tösku af íslenskum vörum og fullt af gjöfum handa strákunum, bæði frá þeim, sem og frá Stínu frænku og Beggu, Valla og stelpunum.....ástarþakkir fyrir strákana og takk elsku Domma, Hemmi, Bjögga og Arnór fyrir frábæra daga saman og allt sem þið gáfuð okkur**
Í gær tókum við daginn rólega, gerðum hreint, fórum í göngutúr í góða veðrinu upp í búð og svo fórum við í mat til Halls, Steinunnar, Áróru og litla Halls upp í Egebjerg. Þótt ótrúlegt sé þá var litli Hallur bara viku gamall í gær og þau strax tilbúin til að halda heljarinnar matarboð. Litli Hallur er alveg yndislegur og var alveg frábært að eyða kvöldinu með þeim fjölskyldunni. Það sem var líka frekar fyndið er að Siggi Kalli sofnaði á leiðinni uppeftir til þeirra og svaf allan tímann utan við smá sopa um kvöldmatarleytið....en venjulega er þessi tími dags erfiðastur fyrir hann. Greinilegt að honum leið vel í Egebjerginu:) Takk fyrir snilldar mat og góðan félagsskap elsku vinir**
Dagurinn í dag fór svo í að klára að ganga frá hinum ýmsu hlutum eins og að skrá Sigga Kalla í kirkjuna hérna í Danmörku og einnig fór Hermann í sína fyrstu tannlæknaheimsókn. Enn og aftur sýndi Hermann okkur hvað hann er ótrúlegt barn, hann settist með bros á vör í stóra tannlæknastólinn, opnaði munninn og gerði allt sem tannlæknirinn bað hann um án þess að kvarta. Var síðan alsæll með nýja tannburstann sem hann fékk í verðlaun og litla lyklakippuhjólabrettið sem hann valdi sér úr verðlaunakassanum:) Að sjálfsögðu brunuðum við svo í bæinn og keyptum handa honum ís og verðlaun;)
Annars er það að frétta af Sigga Kalla að hann er orðinn örlítið skárri í maganum og því mesta magakveisutímabilið vonandi búið. Hann stækkar og stækkar og er alveg yndislegur:)
Að lokum.....Hann pabbi minn á afmæli á morgun og Fríða Margrét besta vinkona Hermanns á miðvikudaginn......Innilega til hamingju með daginn elsku pabbi minn og Fríða Margrét**
P.s. Smartsíminn er búinn að vera bilaður síðustu daga og erum við að reyna að laga hann, vonumst til að það gangi í dag eða á morgun.
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þið megið búast við að verði tómlegt kotið hjá ykkur eftir allar þessar heimsóknir.
Gott að heyra að Siggi Kalli er betri í maganum. Þótt þetta virðist vera endalaust tímabil þá er alltaf endir á öllum tímabilum. (Búin að sjá það út eftir margar svefnlitlar nætur á þessu heimili).
Mikið er hann Hermann Veigar duglegur að fara til tannlæknis, algjör snillingur þessi drengur eins og jafnaldri hans hérna á klakanum sem ég þekki. He, he.
Vildi bara kvitta fyrir mig.
knúsið hvert annað
Elín Hulda (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 20:16
Alltaf sorglegt að sjá eftr fjölskyldunni. Hann Hermann minn er sannkallaður Víkingur!! Hann á HRÓS skilið, mundi knúsa hann ef ég gæti. Gott að Sigga Kalla líður betur, langar líka að knúsa hann. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 19.8.2008 kl. 10:38
Sælar
Það er svo tómt þegar allir fara og allir langt í burt, en síðan kemst maður aftur í rútínuna.
Rosaleg er hann Hermann duglegur, Alex fannst þetta rosalega spennandi líka. Tannlæknir var með svo sniðugan spegil snilingar þessir drengir. Vá hvað Siggi Kalli hefur stækkað og gott að heyra að hann sé að vera betri í maganu. Ég er að fara vinna með Elíni Huld núna í vetur.
Knús og kossar til ykkar
Þórunn Guðrún (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 18:31
Ohhh Berta mín... ég væri nú alveg til í að kíkja á þig og fylla aðeins upp í tómarúmið ehe... vonandi verður það áður en langt um líður.
Njótið þið vikunnar saman og við verðum í sambandi
Kolbrún Jónsdóttir, 20.8.2008 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.