16.9.2008 | 20:36
Gleði, gleði.....
Já það er sko gleði hjá mér þessa dagana.....er þvílíkt sæl í mömmuklúbbnum, er byrjuð í leikfimi, er að byrja í saumaklúbb, byrja á morgun með Hermann í "fimleikum" og svo líður að því að við byrjum í ungbarnasundi með Sigga Kalla og með Hermann í sundkennslu. Alveg frábært að hafa svona mikið fyrir stafni og veit ég að þessi vetur verður sko skemmtilegur og viðburðaríkur:)
Hvað skírnina varðar þá ætlum við að fara á morgun í kirkjuna og sækja um skírnardag en planið er að skíra í lok október. Einnig ætlum við að skila inn umsókn um "vöggustofu" á morgun því það er a.m.k. árs biðlisti á þær og því ekki seinna vænna en að fara að sækja um ef maður ætlar að reyna að hlunkast út á vinnumarkaðinn næsta haust.
Raggi byrjaði aftur í ræktinni klukkan 6 í morgun eftir gott sumarfrí og vorum við strákarnir því bara að dúlla okkur saman hér í morgun fyrir leikskólann. Býst ég svo við að Svampur Sveinsson verði tekinn með trompi hér fyrst á morgnana í vetur því að sjálfsögðu vakna bræður MJÖG snemma eins og alvöru strákum sæmir:)
Allt gengur því eins og í sögu hér á Hesteyrinni og er nóg að gera hjá öllum. Það styttist svo í tímann hjá barnalækninum en við eigum tíma með Sigga Kalla þann 24. september. Hann er samt allur að styrkjast og sjáum við mikinn mun á honum. Þó eru vissar hreyfingar sem hann gerir ekki ennþá. En sem betur fer er magakveisan búin og er Siggi Kalli brosandi núna allan daginn og er farinn að hjala á fullu. Alveg yndislegur í alla staði. Hermann talar endalaust um Ísland......segir á hverjum degi, stundum oft á dag "fyrst koma jólin, svo Hemmi afmæli, svo pabbi afmæli, svo mamma afmæli, svo Ísland". Planið er semsagt að koma heim næsta sumar og eyða sumarfríinu þar með fjölskyldunni okkar.....jeminn hvað ég hlakka til:)
Já eitt að lokum.....ég var í klippingu og litun. Er ég ekki fín???
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
nýja klippingin fer þér alveg merkilega vel;)
langaði bara að skilja eftir smá spor, kíki hér við daglega!
hlakka til að koma um jólin og eiga öðruvísi og dönsk jól:)
kv,
ásta
Ásta mágkona (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 21:58
Hárgreiðslan alveg málið! Held ég fái mér bara sovna líka! Er planið að búa lengi í Danaveldi? Forvitin sko ;) Ég veit einmitt ekkert hvað við gerum, kallinn vill vera lengur en ég er ekki alveg viss....
Skil vel að þú hlakkir til sumarsins, það verður líka komið áður en við vitum af! Kærar kveðjur úr Kalíforníu
Hulda (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 00:38
Æði fín klipping ;) !
Sigrún K (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 00:46
Jú klippingin og greiðslan eru mjög móðins! Held að þetta sé klárlega málið næst þegar ég fer í klippingu! :)
Greinilega mikið að gera í félagslífinu sem er frábært! En Berta hvernig er með símann ykkar, er hann ok núna? Geturðu sms-að á mig símanúmerið, er búin að týna því!!
Bestu kveðjur úr rokinu á Húsavík, Þórunn & kó
Þórunn Harðar (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 10:23
Hæ elsku Berta mín,
Mikið er gaman að lesa svona jákvæða og skemmtilega færslu:) Það á eftir að verða þokkalega gaman hjá þér í vetur og mikið samgleðst ég þér með það.
Ég er alveg að fara að hringja í þig heh... þegar ég ætla að taka upp tólið er klukkan alltaf orðin svo margt hjá þér.
Kolbrún Jónsdóttir, 17.9.2008 kl. 22:11
Frábært að heyra hvað er mikið að gerast hjá ykkur. Þið eigið eftir að rokka feitt í vetur. Gott hjá þér að skella þér á vinnumarkaðinn. Hver veit nema við hittumst næsta sumar á Húsavík. Berta mín, ég hefði getað gert betur með hárið....heldurðu það ekki. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 18.9.2008 kl. 16:12
Þar sem þú spyrð: nei, mér finnst "gamla" greiðslan betri, sorry ....
Gott að heyra hvað er mikið um að vera og gaman hjá þér og að afleggjararnir dafni svona vel!
Góðar stundir áfram!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.9.2008 kl. 17:51
Þessi greiðsla þín er algjört æði!
Kristbjörg Þórisdóttir, 25.9.2008 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.