24.9.2008 | 13:21
Enn send áfram......
Fórum loksins til barnalæknisins í morgun með Sigga Kalla til að láta skoða hálsinn/hnakkann á honum og urðum við fyrir pínu vonbrigðum með þann fund. Auðvitað áttum við von á að fá einhver svör en því miður hafði hún (læknirinn) engin svör til að gefa okkur. Hún skoðaði Sigga Kalla í bak og fyrir, sá að hann er mjög slappur í hálsinum/hnakkanum en gat ekki gefið neinar skýringar, hvorki hvort það væri eitthvað að eða hvort vöðvinn væri bara slakur eftir fæðinguna og þyrfti aðeins auka tíma til að ná styrk. Þó eru góðu fréttirnar þær að honum fer fram og er farinn að halda haus í smá tíma í einu, en ennþá gerir hann ekki vissar hreyfingar eins og að draga höfuð að búk þegar togað er í hendurnar á honum. Eins vill hann ekki vera á maganum og lyftir lítið hausnum frá gólfi nema þá út á hlið.
Niðurstaðan er því sú að barnalæknirinn sendir núna beiðni til barnadeildarinnar í Randers (þangað sem við lentum með hann eftir fæðinguna) og þar verður hann skoðaður betur og örugglega myndaður og einnig sendir hún beiðni til sjúkraþjálfara hér í Horsens. En að sjálfsögðu er langur biðlisti á báðum stöðum þannig að við þurfum sennilega að bíða í mánuð eða lengur eftir tíma hjá þeim.
Það sem við getum gert er að halda áfram að láta hann vera sem mest á maganum (eins og hann elskar það eða þannig!!) og einnig setja eitthvað undir bakið á honum hægra megin til að hann halli alltaf hausnum til vinstri þegar hann sefur því hann leitar yfirleitt alltaf til hægri með höfuðið.
Svo nú er bara að bíða og sjá!!!
Barnalæknirinn vigtaði líka Sigga Kalla og mældi......og viti menn....hann er á mörkunum að sprengja kúrfuna á öllum sviðum. Er orðinn 7 kíló, 65 cm. og höfuðmálið 42. Semsagt algjör risi. Samsvarar sér vel en er LANGT yfir meðaltal í öllum þessum þremur þáttur þannig að hann dafnar mjög vel:) Er alveg hættur með magakveisu, er farinn að nota aðeins hendurnar, hjalar á fullu og brosir mikið.....algjört krútt:)
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Halló halló!!! Og eftir að heyra þessar tölur í vigtun og mælingu eru menn hissa á að það þurfi sterka hálsvöðva!!!!!! Þetta kemur allt saman í rólegheitunum. En það er nú samt gott að vita að það er fylgst svona vel með honum.
Kveðjur amma Domma.
Amma Domma (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 18:52
Gott að það sé vel fylgst með honum Sigga Kalla og mikið er hann nú heppinn að eiga svona flotta foreldra sem spá og spekúlera vel í öllu.
Knús úr Árósunum og hlakka til að sjá ykkur sem fyrst! Hann ætti kannski að lána mér smá af vaxtarkúrvunni sinni (mér veitir ekkert af að hækka aðeins í loftinu...) :)
Kristbjörg Þórisdóttir, 25.9.2008 kl. 20:47
Ohh alveg ömurlegt að fá enginn svör! :(
En samt gott að honum fer fram, hef fulla trú á að það haldi áfram þannig.
Og vá flottar tölur...hann er nátturlega ekkért smá flottur.
Bk.Karen.
Karen Jóns (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 20:57
Vonandi fer þetta nú að taka enda. Siggi Kalli er hraustur drengur. En VÁ hvað hann er stór. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 25.9.2008 kl. 23:22
Vonandi þurfið þið nú ekki að bíða lengi eftir að komast á næsta á stað með "risann".
En Siggi Kalli er nú svo flottur og duglegur strákir að hann lætur nú ekki einhverja slappa hálsvöðva slá sig út af laginu! Hann er alltaf jafn glaður og góður.
Vina kveðjur frá "mini" bollunni hér í Egebjerg
Steinka og Krummi
Steinka (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 10:25
Sælar Berta mín, Siggi Kalli er stór og flottur strákur. gott að vera meðvitaður um vandamálið en horfðu á það þetta sérst strax og hann er ungur. Hann er byrjaður að halda haus það er byrjunin.
gangi ykkur vel
knús úr kópavoginum
Þórunn Guðrún Einarsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 19:24
Alltaf gaman að þurfa að sitja og bíða....eða þannig! Vonandi gengur þetta allt saman vel hjá ykkur :)
kærar kveðjur úr kalí!
Hulda og co. (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 02:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.