29.9.2008 | 20:50
Nú á sko að taka á því!!
Þá er ég búin að kaupa mánaðarkort í ræktinni og er planið að fara í "mor og baby" tíma einu sinni í viku, ungbarnasund tvisvar í viku, sundkennslu með Hermanni einu sinni í viku og í tækjasalinn og jafnvel einhverja tíma þess á milli.....geri aðrir betur!!!
Við Steinunn fórum í kvöld og byrjuðum að hrista appelsínuhúðina og tókum sko þokkalega á því. Þar sem við keyptum "exclusive" kort þá höfum við frían aðgang að saunum, nuddpotti, sundlaug, sturtum með heitara vatni og fleiri fríðindum....bara snilld:) Kortið kostaði reyndar bæði augun úr, svona miðað við gengið núna, en þetta er eina kortið þar sem ungbarnasundið fylgir með. Annars þarf að borga um 100 dkr fyrir hvern ungbarnasundtíma og yrði það margfalt dýrara. Inn í þessu korti getum við líka fengið sett upp þjálfunarprógramm fyrir okkur og fengið kennslu á öll tækin.....ekki slæmt það:)
Þannig að nú verður sko tekið á því og vonandi mun ungbarnasundið hjálpa Sigga Kalla að fá meiri styrkleika í hálsinn og Hermanni að læra að synda.
Svo ekki sé tala um hvað geðheilsan verður miklu betri með aukinni hreyfingu, góðum félagsskap og minna skvapi, hehe:)
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sko mína!!!
Bara kraftur í frúnni... ekki er nú mikið skvap utan á frökeninni sem maður trúir vart að sé nýbúin að eiga barn!
En hreyfing er alltaf góð auðvitað. Ég þarf einmitt að finna mér einhverja góða stöð hérna sem er ekki alltof langt að fara í!
Kristbjörg Þórisdóttir, 30.9.2008 kl. 14:32
Líst vel á þetta allt saman hjá þér Berta mín. Nauðsynlegt fyrir geðheilsuna að hreyfa sig. Styð þig líka í að fara með minna krúttið í ungbarnasundið. Það er bara æði. Búin að fara með mín tvö og mæli 100% með því. Þau styrkjast alveg ótrúlega mikið við þetta fyrir utan hvað þeim finnst þetta gaman og líður vel í vatninu.
Knús á ykkur
Alda Sveinsd (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 17:23
Bästis! Líst vel á þig núna:) Þetta verður mikið stuð hjá ykkur! Vonandi gengur vel með drengina í sundinu!
RISAKNÚS til ykkar allra!
Þórunn & co.
Þórunn Harðar (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 08:47
Þetta líst mér vel á
Gangi ykkur vel
Anna Gísladóttir, 1.10.2008 kl. 13:20
Glæsilegt hjá ykkur:) Þið eigið sko eftir að sýna öllum í 2 heimanna. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 2.10.2008 kl. 13:23
Við náttla getum falið okkur á bak við ljósastaur fyrir jólin alla vegana;)
Steinunn (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 16:28
Vá.. hvað þið eruð dugleg;)
Karolína (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.