Færsluflokkur: Bloggar
11.9.2007 | 09:20
Okkar skylda......
Hver hefur ekki fengið samviskubit yfir að borða sig pakksaddan og henda mat í ruslið??? Allavegana hugsa ég til þeirra 18.000 barna sem deyja daglega úr hungri þegar ég ligg á meltunni eða "nenni" ekki að eiga afganginn af kvöldmatnum.
Erfitt getur verið að finna leið til að leggja sitt af mörkum, nema þá kannski á jólunum þegar markviss söfnun fer í gang en þá finnst mér það vera borgaraleg skylda hvers og eins að styrkja. Reyndar finnst mér að það eigi að taka tíund af launum allra í desember og setja í gott málefni en það er allt önnur ella.
Eitt hef ég gert í mjög langan tíma sem fær mig til að líða örlítið betur....ég fer á hverjum degi, stundum oft á dag, inn á heimasíðuna www.thehungersite.com Á þeirri síðu er hægt að styrkja með því einu að klikka á músarhnappinn. Mörg málefni eru á þessari síðu og þarf að fara á milli þeirra til að klikka og styrkja þannig hvert og eitt málefni en fyrir hvert klikk gefa fyrirtæki að andvirði x mikils.
Einnig er hægt að kaupa ýmsan varning á þessari síðu til að styrkja enn frekar. Til dæmis rakst ég á hálsmen með merki einverfunnar, en með því að kaupa eitt svoleiðis á tæplega 15 dollara þá verða gefnir 25 bollar af mat.
Ég hvet ykkur til að kíkja á þetta og setjið efst í "favorites".....tekur enga stund á hverjum degi, kostar ekkert, en skiptir sköpum fyrir þá sem þurfa á því að halda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.9.2007 | 08:42
Ég hugsa......
Til heimahagana í hvert sinn sem ég opna bloggið mitt. Myndin af gula og rauða brunahananum er eins og sá sem hefur verið fyrir framan húsið í Heiðargerðinu hjá mömmu og pabba öll mín uppvaxtarár og einnig eiga þau svona garðbekk í fallega garðinum sínum.
Hugsa til ykkar og sakna elsku mamma og pabbi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.9.2007 | 19:28
Hjóladagurinn mikli....
Við hjónin hjóluðum meira í dag en við höfum gert síðustu 10 ár. Við keyptum okkur ný og flott hjól fyrir um 4 - 5 árum en þau hafa voða lítið, nánast ekkert, verið notuð
En fyrst að við erum nú orðin opinberir Danir þá dustuðum við af þeim rykið (köngulóarvefina réttara sagt) í síðustu viku og er planið að vera voða dugleg að hjóla
Við hliðina á Mosanum (en það kallast leigusvæðið sem við búum í) er stórt svæði sem er fullt af litlum húsum. Ég rakst á þetta svæði í vikunni þegar við Hermann fórum í hjólreiðatúr og svo fórum við fjölskyldan í hjólreiðartúr í morgun til að skoða þetta svæði enn betur.
Þetta er alveg ótrúlegt svæði og hrein og bein upplifun að hjóla þarna um. Húsin eru ekki í tugatali heldur hundraðatali og á einum gatnamótunum er minnisvarði um Bente nokkurn sem var skotinn af Nasistum í janúar 1945 eða í lok seinni heimstyrjaldarinnar. Húsin eru mest allt pínulitlir "skúrar" með garði en samt er svo mikil vinna lögð í þessu hús og garða að það er greinilegt að fólki þykir vænt um staðinn sinn og leggur mikinn metnað í hann. Stærðin skiptir engu eða útlitið og er alveg merkilegt að það eru ekki nema kannski 10 metrar á milli húsanna þannig að prævasíið er ekki mikið. Hverfið er svo krúttlegt og vinalegt að við Raggi ákváðum að kaupa eitt hús þarna í ellinni. Fólk var úti að vinna í görðunum við sum húsið og heilsuðu okkur þegar við hjóluðum fram hjá. Í langt flestum tilvikum var um eldra fólk að ræða og var greinilegt að þetta fólk leggur meiri áherslu á útiveruna og kósýheitin heldur en einhverja flotta bíla og stór og merkileg hús. Bílarnir sem stóðu fyrir framan húsin voru þvílíkar dósir sem varla nokkur Íslendingur myndi láta sjá sig á. En svona hverfi eru víst út um alla Danmörku og finnst mér þetta algjör snilld
Þetta hefur heldur betur verið fínn dagur í dag, sólskinsveður og mikið hjólað. Fórum meira að segja alla leið út í Egebjerg til Sigga bróður pabba og Hrannar á hjólunum Það var æðislegt að hitta þau eins og alltaf.
Núna er komið kvöld, klukkan rúmlega 9 og ég komin upp í rúm eins og mér einni er lagið
Hafið það gott lömbin mín.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.9.2007 | 19:54
Ég elska rúmið mitt**
Síðan ég kom til Horsens þá hafa stundirnar í rúminu aukist um allmörg prósent!! Ekki af því að Raggi er meira heima við (svona fyrir ykkur sem hafa hugsað það þannig) heldur er maður farinn snemma upp í rúm á kvöldin. Málið er að við hjónin keyptum okkur nýtt rúm þegar við fluttum til Horsens, enda ávallt verið í "second hand" rúmum öll okkar ár saman og því alveg tími kominn til að eignast alvöru rúm. Fyrir valinu var tvíbreitt rúm með rafmagnsgræjum. Þvílík snilld. Núna förum við yfirleitt upp í rúm fljótlega upp úr 9, enda þá orðið koldimmt úti, hækkum bakið í setustöðu, kveikjum á sjónvarpinu og skellum svo tölvunum á kjölturnar. Þetta er alveg hrikalega kósý og mun huggulegra heldur en að sitja í köldum leðursófanum í stofunni.
Í gær var nú kvöldið aðeins öðruvísi....við vorum með matarboð fyrir vini okkar hér í Horsens. Hallur, Steinunn, Finnur, Rakel, Svavar ásamt Áróru og Viðari komu og að sjálfsögðu var Hlynur líka með okkur Við stelpurnar fengum okkur alvöru kokteila og Irish coffee og rauðvín og vorum nett hressar á því, enda Raggi "að passa" Hermann. Ég skrapp svo aðeins heim til stelpnanna en þegar ég kom heim þá sat Raggi enn út á palli með tveimur mönnum (gömlum vinnufélögum) sem ég hafði ekki séð áður. Þá höfðu þeir semsagt bankað upp á um miðnætti, eftir að ég fór út, en þessir Íslendingar búa hér í Mosanum og hittu Ragga í skólanum í vikunni. Þessir félagar voru þvílíkt hressir og sátu hér úti til ganga 5 í nótt, enda fínt veður til bjór- og wiskydrykkju
Það verður því að viðurkennast að þegar Hermann vakti okkur fyrir 7 í morgun, þá vorum við ekkert æst í að hendast á fætur!!
Í dag fórum við fjölskyldan á Íslendingahitting í Bygholms park eftir hádegið en Íslendingafélagið heldur grillveislu á hverju hausti fyrir nýja og gamla Íslendinga og kynnir félagið, og að sjálfsögðu er þetta fínt tækifæri fyrir fólk til að kynnast. Veðrið var með "geðhvörf" en annars bara fínt að vera þarna....mikið af krökkum á Hermanns aldri og fullt af leiktækjum sem Hermann var alveg að fíla. Við hittum nokkra skólafélaga Ragga en ég vingaðist ekki við neina aðra. Gott framtak hjá Íslendingafélaginu engu að síður og erum við búin að skrá okkur í félagið að sjálfsögðu.
En allavegana.....ég er nokkuð viss um að kvöldið verði tekið snemma og farið í rúmið fyrir 10, rúmbakið sett upp og kveikt á imbanum......kósý kósý kósý
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.9.2007 | 14:59
Áfram Danmörk!!
Ég hef alltaf heyrt að það sé jafn dýrt að búa í Danmörku og á Íslandi....allavegana mjög svipað. Þessu er ég hreint ekki sammála!! Sem dæmi þá vorum við fjölskyldan að koma úr búðinni rétt áðan. Við keyptum 7 banana, 4 epli, vínberjaklasa, stóran Iceberghaus, 2 lítra af mjólk, 2 drykkjarjógúrt og stóran brúsa af appelsínuþykkni. Fyrir þetta borgaði ég heilar 70,25 kr. danskar eða um 800 kall íslenskar..og þetta var ekki í ódýrustu búðinni. Hvað myndi þetta kosta heima???
Það er hægt að lifa hér mjög ódýrt ef maður spáir vel í hvað maður er að kaupa, það er ódýrara að borða hollan mat og grænmeti/ávexti heldur en óhollt. Til dæmis er "undanrennan" ódýrust hér en ekki dýrust eins og heima. Hægt er að kaupa 3 kíló af kjúklingabringum á 150 kr. og kíló af nautagúllasi um 100 kr.
Margt hefur breyst í okkar mataræði síðan við komum út, salat er haft með hverri máltíð, ávextir borðaðir á hverjum degi og einhvern veginn vílar maður ekki fyrir sér að labba hingað og þangað. Spurning hvort maður fari ekki að sjá á eftir einhverjum kílóum?? Það væri nú óskandi!! Danir eru víst 3ja grennsta þjóð Evrópu, þannig að þrátt fyrir sífellda bjórdrykkju og óhemjulega miklar reykingar á Dönunum þá er svo margt sem þeir hafa fram yfir okkur Íslendingana.
Áfram Danmörk!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.9.2007 | 18:19
Ég og símar.......
Ég á ekki marga vini og ekki marga kunningja. En ég á nokkrar góðar vinkonur sem mér þykir alveg rosalega vænt um. En málið er að ég tek nánast aldrei upp símann og hringi í þær!!! Ég hugsa oft til þeirra og kíki daglega, jafnvel oft á dag, á bloggið þeirra ef þær eru með svoleiðis, en það geta liðið margir mánuðir sem ég heyri ekki í þeim í síma. Ég hef alla tíð átt erfitt með að taka upp símann og hringja í vini, ættingja og kunningja. Ég hringi reglulega í mömmu, einstaka sinnum í systur mína en that´s it!!! Það er bara eitthvað við þetta tæki sem fælir mig frá því. Mér finnst gaman að tala í símann þegar einhver hringir til að spjalla og get þá talað og talað. Sumir halda kannski að ég sé svona nísk....tími ekki að borga símareikninginn.....en það er sko ekki málið, meira að segja get ég hringt FRÍTT í öll heimilissímanúmer á Íslandi núna en það hefur ekki hvatt mig til að hringja meira en áður, þó síður sé!!!
Ég hef misst samband við nokkrar vinkonur í gegnum tíðina út af þessu vandamáli mínu og finnst það miður, ég vona bara að þær góðu vinkonur sem ég á í dag hætti ekki að hafa samband við mig núna þegar ég er flutt í annað land og einu samskiptin möguleg í gegnum síma.
Þá hef ég létt þessu af mér í eitt skipti fyrir öll.....en enginn er víst fullkominn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.9.2007 | 16:09
Hvar er flödesósan???
Eitt af þeim fáu skrýtnu orðum sem maður lærði í dönsku í skóla hér í denn var orðið flöde...en fyrir ykkur sem ekki lærðuð setninguna "rödgröt med flöde", þá þýðir flöde rjómi. Í Danmörku er til fullt af rjóma í alls kyns formum og fituhlutföllum en hvergi nokkurs staðar sé ég flödesås!!!!
Síðustu x mörg ár hef ég notað flödesås í pökkum einna mest með mat....því hafði ég nú ekki áhyggjur af því að byrgja mig upp af því áður en ég flutti til flödelandsins mikla. Grænar baunir, pizzasósa og annað varð frekar fyrir valinu!! En það er sama í hvað búð ég fer hér í bæ hestanna.....hvergi til flödesås!!!
Þannig að fyrir ykkur sem viljið gleðja einmana húsmóður, þá væri vel þegið að fá sendan sósapakka við tækifæri....bara svona ef þið skylduð vinna solleiðis á tombólu og vilduð ekki nota til eigin matargerðar.....kostnaður greiðist af móttakanda.
Allavegana....dagurinn í dag hefur liðið frekar hægt, en örugglega. Fjölskyldan fór öll á fætur rúmlega 7 og svo var skólastrákunum skutlað í skólann. Fyrsta ferð var klukkan 7:50, komið við á Ranunkelvej og tveir bekkjarfélagar Ragga teknir með og ferðinni heitið í Vitus Bering. Klukkan 8:20 var önnur ferð farin til Genved, en Hlynur átti að mæta sinn fyrsta skóladag í morgun. Allt gekk vel í morguntraffíkinni, kom reyndar á óvart að fleiri hjól eru á götunum en bílar og eiga hjólin alltaf réttinn og því vissara að vera með augun á 360° því þessir hjólavitleysingar skjóta upp kollinum á hverju horni. Þegar við Hermann komum heim um 9 leytið þá fengum við okkur jógúrt og Cocoa puffs útá (frá Íslandi off kors því puffsið er ekki heldur til í Danmörku!!) Eftir frekar látlausan dag voru skóladrengirnir sóttir aftur í skólann og farið út að fríkka upp á lóðina og smúla niður köngulær og vefi af þakskegginu....en köngulær eru eitt af því sem nóg er af í Danmörku!!
Jæja.....best að hlunkast í eldhúsið og finna eitthvað í gogginn handa þreyttum svöngum skólastrákum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.9.2007 | 12:15
Loksins!!!
Maður er ekki maður með mönnum og hvað þá kona með konum nema vera þátttakandi í bloggæði landans og hef ég því ákveðið að prófa að vera "memm".
Ég hef skrifað í vefdagbók sonar míns síðan hann fæddist og er því ekki algjör nýgræðingur á tölvuborðinu en það verður aðeins öðruvísi að skrifa út frá sjálfum sér en ekki út frá upplifun sonarins og um sjálfan sig sem þriðju persónu.
Ég sé fram á margar tómar klukkustundir á næstunni þar sem ég hangi allan daginn heima með einkasoninn á meðan kallinn umgengst allra þjóða kvikindi í fína skólanum sínum og fer svo líka í boltaleik með stóru íslensku strákunum. Þar af leiðandi ætla ég að nota þennan vettvang bloggsins til að skrá niður mína þanka og ganga....ef einhverjar verða þ.e.a.s:)
En ég semsagt bý í Baunalandinu góða, nánar tiltekið í bæ hestanna á Jótlandi. Hef verið hér í 3 vikur ásamt mínum ektamanni Ragnari og einkasyni Hermanni Veigari. Reyndar býr hér líka góðvinur og "hálfbróðir að nafninu til" hjá okkur núna og næstu 4 vikur en það er hann Hlynur, ektamaður Kollu vinkonu með meiru, og hann er sko alvöru vinur.....var meira að segja orðinn bloggvinur minn áður en ég var búin að setja inn mína fyrstu færslu, hehe:) Takk Hlynur minn**
Læt þessa "kynningu" duga í bili, ætla að hjálpa Hermanni að teikna Óla prik......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar