Leita í fréttum mbl.is

Jæja

Mín með bloggstíflu fyrir allan peninginn.....kannski kreppunni að kenna;)

Dagarnir líða allt of hratt og erum við fjölskyldan heldur betur komin í jólagírinn. Búið að skreyta, Hermann að gera músastiga í jólaföndri hjá Íslendingafélaginusetja upp útiseríur, baka nokkrar smákökusortir og piparkökuhús, kaupa nánast allar jólagjafir og þrífa svona mesta rykið;)
Við erum líka búin að fara í bæinn að taka á móti jólasveininum, búa til jólaskraut með Íslendingafélaginu og skoða jólaljósin í bænum. Nú bíðum við bara eftir að tengdó og Ásta mágkona komi til okkar og þá byrja sko jólin:) Hermann er loksins kominn með aldur til að fatta allt þetta jólagræ og bíður spenntur eftir að fá í skóinn og fá afa Hemma, ömmu Dommu og Ástu í heimsókn. Hann bendir líka á allt dót sem hann sér í bæklingum og biður um svoleiðis í jólagjöf, Siggi Kalli að skoða jólaljósin í miðbænumhehe:)

Raggi er nú reyndar kominn með smá prófstress og verða því næstu vikur álagstími hjá honum. Því miður er prófið ekki fyrr en 22. desember og því lítið sem hann getur notið aðventunnar. En sem betur fer fær hann gott jólafrí þegar prófið er búið:)

Annars er það að frétta hjá okkur að Siggi Kalli er með bullandi hita og er búinn að vera lasinn alla vikuna. Var með rúmlega 40 stig í nótt og er mjög vælinn og vill bara vera á handlegg greyið litla. Vonandi mun hann nú hrista þetta af sér á næstu dögum svo við getum haldið áfram að undirbúa jólin og njóta okkar.

Biðjum að heilsa í bili....en óskum fyrst litlu nöfnu minni, henni Söndru Maríu prinsessu, til hamingju með eins árs afmælið sitt á mánudaginn. Hefðum svo viljað vera í afmælinu þínu elsku frænka.

Jólaknús* 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ og takk fyrir kveðjuna og pakkann:) hefði líka viljað að þið væruð í afmælinu mínu, en vonandi verður það bara næst, kyssir bræður frá mér fyrir pakkann.

Vonandi hafið þið það gott í jólamánuðinum. Mamma og pabbi biðja að heilsa í kotið

Kv. Sandra María

Sandra María frænka (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 18:13

2 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Væri alveg til í að skreppa til þín og finna lyktina af jólunum í Horsens.

Ég skrepp til þín seinna en ég sendi þér pakka sem fór af stað til ykkar í dag:)

Bið að heilsa í kotið

Kolbrún Jónsdóttir, 3.12.2008 kl. 20:47

3 identicon

Vá hvað þið eruð búin að vera dugleg!

Batnaðarkveðjur héðan!!

Karen Jóns (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 22:56

4 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Piparkökurnar sem ég fékk með í nesti bragðast ákaflega vel og eru notaðar bara spari... ja svona eða þegar þörf er á sykri til að næra heilann í skyndi .

Takk fyrir mig og vona ég nái að sjá ykkur aðeins áður en ég held af stað heim í jólafrí!

Kristbjörg Þórisdóttir, 4.12.2008 kl. 14:49

5 identicon

það eru sko fleiri en Hermann Veigar sem bíða....ég er farin að telja niður dagana í dönsku jólin;)

ég er allavega búin í prófum og dúxaði að sjálfögðu á þeim (hóst) og get núna farið að einbeita mér að jólaskreytingum, bakstri og laufabrauðsgerð sem verður farið í á Húsavíkinni núna um helgina og vantar að sjálfsögðu ykkur í það fjör!!!

sjáumst eftir 2 vikur :)

knús úr Kópavoginum

Ásta

Ásta H (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 12:29

6 identicon

Sælar

Ég get ekki sagt að hafi verið eins dugleg og þið í jóla bakstri og gjafarkaupum. Það er svo gaman að sjá Alex núna fatta jólinn eins og Hermann Veigar, núna er þetta allt að koma hjá þeim. Vona að Siggi Kalli töffari sé betri.

Knús úr Kópavoginum

þórunn guðrún (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 20:40

7 identicon

Þið eru ekkert smá öflug  í jólaundirbúningi. Get ekki sagt það sama um okkur!! Vonandi er Siggi Kalli orðinn betri. Svo erfitt að horfa á þessa litlu gorma svona lasna. Kærar kveðjur úr Kalíforníu!

Hulda Ösp (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 19:56

8 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hæ hæ. Ekki vantar dugnaðinn á Hesteyri:) Siggi Kalli verður fljótur að ná þessu úr sér:) Raggi minn, ekki vera með prófstress...þú nærð þessu:) Hafið það gott:) 

Guðmundur Þór Jónsson, 11.12.2008 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband