Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Meira eyrnavesen!!

Í gærkvöldi vaknaði litli kallinn minn upp og kvartaði um í eyranu....aftur!! Hann hefur ekkert kveinkað sér í næstum heila viku, eða síðan hann fékk síðast verk og við lögðum hvítlauk við eyrað. Ég reyndi aftur hvítlaukinn í gærkvöldi en það virkaði ekki eins vel. Eftir verkjastillandi stíl sofnaði hann og svaf til verða 2, þá vaknaði hann aftur upp grátandi og var alveg friðlaus. Eftir annan stíl og mikið knúserí þá sofnaði hann aftur....sitjandi!!  Jamm....við fjölskyldan sváfum það sem eftir var nætur sitjandi í rúminu okkar. Sem betur fer eigum við rafmagnsrúm svo við gátum hækkað bakið og sofið þannig:) Í morgun vaknaði svo prinsinn alveg ferskur og kvartaði ekkert. Við hringdum samt í lækninn í morgun og fengum tíma í hádeginu. Ég fór með Hermann því Raggi fór á einhverja sýningu í öðrum bæ með bekknum sínum og þurfti ég heldur betur að taka á honum stóra mínum í dönskunni. Ég klóraði mér fram úr öllu viðtali á dönsku (utan við eitt orð sem ég sagði á ensku) og skildi bara allt sem læknirinn sagði.....þokkalega sátt við mig núna, hehe:)  getsmart_ome1

En semsagt....byrjun á eyrnabólgu var það heillinn og pilturinn kominn á Penicilin.....ekki mikil gleði með það hjá minni, enda ekki mikill Penicilin aðdáandi og sem betur fer hefur Hermann fengið mjög takmarkað af því lyfi á sinni lífstíð. Við eigum svo að koma aftur eftir 3 vikur. Vinstra eyrað var sem betur fer í lagi og rörið er þar enn á réttum stað. Ég náði meira að segja til að útskýra þetta röravesen fyrir lækninum og átti hann ekki til orð yfir þessari meðferð sem Hermann fékk í fyrra á því eyra sem leiddi til rörsins. En hann spurði hvort Hermann væri búinn að fara í heyrnarmælingu og þurfum við sennilega að skoða það í nánustu framtíð. Því svona sýking eins og hann fékk í fyrra getur leidd til heyrnarleysis/deyfðar. Vonum samt að svo það hafi ekki orðið.

Í fyrsta skipti í nótt upplifði ég að þurfa að vaka með grátandi barni og fékk það mig til að hugsa um alla þá foreldra sem lendi í að ganga um gólf með börnin sín nóttu eftir nótt.....jeminn hvað það hlýtur að vera erfitt. Ég átti erfitt með að gráta ekki með honum....og þetta bara ein, já eða hálf nótt!! 

En enn og aftur sannar Hermann fyrir mér hvað hann er góður og duglegur. Við mættum til læknisins of snemma og þurftum að bíða á biðstofunni í korter. Um leið og við komum þangað inn fór hann að hvísla án þess að vera beðinn um það. Hann teiknaði og skoðaði bók allan tímann án þess að heyrðist múkk í honum. Inni hjá lækninum sat hann kyrr allan tímann sem hann var skoðaður, tvisvar í hvort eyra og sagði ekki orð. Fékk svo litla risaeðlu í verðlaun sem hann þakkaði fyrir og er alsæll með. Við brunuðum svo í apótekið til að leysa út lyfið og þurftum að bíða þar í næstum hálftíma. Allan tímann stóð hann og beið og sagði ekki orð. Ótrúlegur 3ja ára gutti!!

Þegar við komum heim tók hann lyfið sitt mótmælalaust (þrátt fyrir að bragðið hafi verið mjög vont) og fékk svo klaka og súkkulaði í verðlaun fyrir dugnaðinn. 

Já maður er sko blessaður með yndislegt barn......vonum svo bara að eyrnavesenið sé búið!!


Galdramáttur hvítlauksins!!??!!

Eins og ég sagði frá í gær þá var Hermann orðinn veikur þegar ég náði í hann á leikskólann og var ég því viðbúin því að hann yrði með mikinn hita í dag og slappur. Sem betur fer þá vaknaði hann hitalaus og var hinn hressasti fram að hádegi. En þá byrjaði litli kúturinn minn að gráta hástöfum......sem er nú ekki líkt honum, hvort sem hann er með hita eða ekki. Hann hélt stanslaust um hægra eyrað á sér og sagði "meiddi í eyra" og "mamma, hjálpa minni" (sem þýðir mamma, hjálpa mér). Ég gaf honum stíl sem sló á í smá stund en þá byrjaði gráturinn aftur. Ég gaf honum því annan stíl en það hafði engin áhrif nema að hann varð þreyttari og sofnaði grátandi í fanginu á mér. Þarna ákvað ég á henda mér á netið og lesa mér til um eyrnabólgur....enda hef ég verið svo heppin að Hermann hefur aldrei fengið eyrnabólgu áður, 7,9,13. Hann er þó með rör í vinstra eyra vegna sýkingar sem hann fékk eftir misheppnaða tilraun hjá lækni við að hreins út merg.....en þar sem þetta var hitt eyrað þá hafði ég ekki áhyggjur af því að eitthvað væri að rörinu.
Alls staðar þar sem ég las var talað um hvítlauk sem náttúrulegt lyf við eyrnabólgu....ég las spjallvefi og voru flestir þar sammála um að hvítlaukur væri málið.....enda glórulaust að gefa Penicilin við eyrnabólgu því yfirleitt er eyrnabólga ekki af völdum baktería, nema mikið kvef eða annað ógeð fylgi....og svo er ekki hjá Hermanni.

Um leið og Raggi kom heim úr skólanum þá sendi ég hann út í búð að kaupa hvítlauk......um það NVTech_food0337leyti sem hann kom heim með hvítlaukinn vaknaði Hermann hágrátandi og leið greinilega mjög illa. Eftir smá stund í mömmufangi náði hann til að sofna aftur. Á meðan skar Raggi niður hvítlauk og setti í grisju. Þegar ég svo setti hvítlaukinn að eyranu á Hermanni vaknaði hann og hélt áfram að gráta. Við héldum hvítlauksgrisjunni að eyranum á honum í ca. 10 mínútur og þá var eins og slökknaði á greyið kallinum. Hann settist upp....hætti að gráta og sagði "allt farið".

Ótrúlegt.....ég veit. En ég hef enga aðra skýringu en að hvítlaukurinn hafi reddað málunum. Þarna var klukkan um hálf 5 og hefur Hermann ekki minnst á eyrað á sér síðan. Er sofnaður í rúminu sínu og mun vonandi ekki þurfa að finna aftur svona til í eyranu sínu.
Lyktin í húsinu er hins vegar annað mál.....hún fer örugglega ekki næstu daga!!


Veikindi á heimilinu!!

Frá því á sunnudag hefur kallinn legið í flensu....með hita og óstöðvandi hósta. Sem betur fer var hann hitalaus í dag og því stefnir hann á að fara í skólann á morgun. Hermann hefur einnig verið með ljótan hósta síðustu daga en þó ekki verið veikur og því farið á leikskólann. Í dag var mér hins vegar tjáð á leikskólanum þegar ég sótti hann að hann hafi verið mjög lítill í sér í allan dag á leikskólanum og því spurning hvort hann væri að verða veikur. Ég fór með hann beint heim og mældi hann......jú jú....38,2°C. Hann virðist semsagt ætla að taka við af föður sínum og leggjast í flensuna.  Vonandi slepp ég við þetta!!

Á mánudaginn upplifði ég nokkuð einkennilegt......á leið minni í leikskólann með Hermann um morguninn tók ég eftir því að lögreglubíl var lagt við Fælledvej sem liggur niður á "leikskólagötuna" og tveir lögreglumenn stóðu og góndu yfir götuna. Ég sá síðan að þeir voru að horfa á skjalatösku sem stóð ein og sér á gangstéttinni hinum megin. "Ætli þetta sé sprengja" var það fyrsta sem mér datt í hug....enda umræðan síðustu daga verið á þann veg í fjölmiðlum að það yrði ekkert skrýtið þó Danmörk yrði næsta skotmark Al Kaida!! Ég ákvað að taka engan sjéns á leiðinni heim aftur og fór því ekki alveg sömu leið, ekki alveg til í að keyra aftur 1. meter frá þessari tösku. Ég sá síðan úr fjarlægð að löggurnar voru enn hinum megin við götuna að spá og spekúlera þegar ég keyrði heim. Greinilega ekki alveg að treysta sér í að opna töskuna....enda verð ég að viðurkenna að þetta leit hálf einkennilega út....stór, gömul, svört skjalataska, standandi á miðri gangstétt!! Ekkert hefur heyrst í fréttum um sprengjutilraunir þannig að þetta hefur eflaust bara verið venjuleg skjalataska sem einhver hefur gleymt á gangstéttinni??

Annað "skemmtilegt" sem ég uppgötvaði í vikunni var að krakkarnir í hverfinu eru alveg að meika það í hugmyndaflugi sínu. Þegar ég fór út til að kíkja í póstkassann þá kom ég ekki lyklinum í skráargatið á póstkassanum. Eftir ítrekaðar tilraunir tók ég eftir því að búið var að fylla skráargatið með lími!!! Jú, jú....mjög frumlegt!! Raggi náði á endanum að troða lyklinum í en svo virðist sem þessir krakkar hafi líka reynt við skráargatið á útidyrahurðinni en ekki tekist. Smá pirringur hjá minni við þessa uppgötvun en svo gátum við hjónin nú ekki annað en brosað....enda snilldar hugmynd til að bögga fólk, hehe:) 


Gummi kominn og farinn......

Á miðvikudagskvöldið kom Gummi vinur minn og fyrrum starfsfélagi til okkar frá Íslandi. Hann fór aftur heim til Íslands í morgun en þessir dagar sem hann var hjá okkur voru vel nýttir og skemmtilegir:) 

Á fimmtudagsmorguninn fórum við Gummi til Árósa þegar Hermann var farinn í leikskólann. Kolla komGummi og Kolla á Pizza hut með okkur og byrjuðum við á því að sækja Kiddu og kíktum í morgunkaffi til hennar í leiðinni. Deginum eyddum við svo í miðbænum við búðarheimsóknir, fórum á Pizza hut í hádeginu og skoðuðum kirkjuna í miðbænum. Bygging kirkjunnar byrjaði árið 1200 og er hún alveg ótrúlega falleg. Inn í kirkjunni eru fjölmargar grafir og var andinn alveg einstakur þarna inni. Planið er að fara einhvern tímann í sunnudagsmessu þangað með Kiddu. Eftir góðan dag í Árósum brunuðum við heim og fengum við okkur íslenska pítu....nammmmmm. Ef það er eitthvað sem ég sakna frá Íslandi þá er það pítusósa svo ég geti fengið mér grænmetispítu, en það var í matinn hjá okkur yfirleitt í hverri viku. Gummi kom með pítubrauð en varð því miður að skilja pítusósuna mína eftir vegna aukakílóa á töskunum þannig að Kolla lánaði okkur pítusósu á brauðið þetta kvöld. Algjör snilld að fá að borða uppáhaldsmatinn sinn eftir hálfs árs bið!!

Gummi, Kidda og mamma í góðum gír á þorrablótiÁ föstudaginn fór Gummi til Þýskalands með Kollu og co en svo komu þau öll í mat til okkar um kvöldið. Eftir matinn komu svo fleiri skemmtilegir gestir og var stemning hér fram yfir miðnætti en þá fór Gummi út á meira djamm en við Raggi fórum að sofa:) 

Laugardeginum eyddum við Gummi í miðbænum, kíktum í nokkrar búðir í Bytorv og höfðum það notalegt. Hermann kom með okkur en Raggi var heima að læra. Um kvöldið fórum við í heljarinnar Þorrablót til Kollu. Kvöldið var alveg frábært með ýmsum íslenskum þorramat, þó ekki súrum og skemmdum, en maturinn var að sjálfsögðu borinn fram á stóra þorrabakkanum sem Raggi smíðaði um daginn. Eftir átið og blótið og allt það þá var haldið heljarinnar partý með Raggi að spila á gítarinn í partýinugítarspili, Singstar og öðrum skemmtilegu. Ég þurfti reyndar að fara heim um miðnætti til að leysa barnfóstrurnar af (Björn og Guðný frændsystkini mín pössuðu Hermann) en partýið hélt áfram langt fram á nótt og kíkti liðið á ball með Bermuda hljómsveitinni. Hefði svo sannarlega viljað vera lengur og kíkja á ball en ég verð bara að eiga það inni. Kidda kom frá Árósum og var með okkur þetta kvöld og gisti líka hjá okkur þannig að við ákváðum að nota sunnudaginn til að fara í "túristaleiðangur" með hana og Gumma. Við fórum eftir hádegið, þegar skemmtanafólkið loksins steig fram úr rekkju, og keyrðum upp á Himmelbjerget, í Silkiborg og svo í Árhús heim til Kiddu. Þar elduðum við Kidda kjúkling og meðlæti sem allir snæddu sér á með bestu lyst. Takk fyrir okkur Kidda mín.
Á HimmelbjergetVið komum ekki heim fyrr en verða 10 í gærkvöldi og voru þá allir mjög þreyttir eftir langa helgi:) Raggi var reyndar orðinn lasinn í þokkabót og hefur verið í rúminu/sófanum í allan dag. En skemmtanalífið tekur jú alltaf sinn toll, hehe:)

Planið næstu daga er að hafa það náðugt....vinna upp glataðan svefn og bloggleysi síðustu viku, bæði hér og á heimasíðu Hermanns. 

Annars er það að frétta að Sigurhanna "frænka" og Doddi eignuðust stúlkubarn í gærkvöldi.....Innilega til hamingju með prinsessuna ykkar elsku Sigurhanna og Doddi:)


Þvílík virkni í dag og spennandi tímar framundan.....

Nú er fríið hjá kallinum að verða búið, skólinn byrjar á mánudaginn og verður næsta frí ekki fyrr en í júlí (svona utan við nokkra páskadaga...vonandi). Dagurinn byrjaði á leti þar sem ég fékk að kúra aðeins lengur eftir að karlpeningurinn á heimilinu fór niður en svo var allt sett á fullt. Raggi og Hermann að þvo hjólin sín:)Ryksugað, skúrað, þurrkað af, þveginn þvottur og allt gert spikk og span. Raggi fór út með Hermann og gerðu þeir hreint á pallinum, enda allt í ógeði eftir smíði gærdagsins, en Raggi bjó til heljarinnar þorrabakka fyrir Kollu vinkonu:) Eftir þrifin fórum við í stórinnkaupaleiðangur í Bilka, komum heim og var vespan þrifin ásamt reiðhjóli Hermanns (enda þurfti hann að gera eins og pabbi....en ekki!!). Síðan fóru þeir feðgar í hjólreiðartúr á nýþrifnu hjólunum sínum, komu svo inn og sóttu sófadýrið (mig altså) og örkuðum við í göngutúr um hverfið í góða veðrinu. Ný bíðum við eftir Viðari, litla vinapjakki Hermanns, en hann ætlar að gista hjá okkur í nótt því foreldrar hans eru að fara í afmæli. Þannig að dagurinn heldur áfram að vera virkur fram á kvöld:)

Á fimmtudaginn hringdi Kidda vinkona í mig og sagðist vera á leið í heimsókn til okkar, ef hún fengi leyfi þar að segja:) Ég varð að sjálfsögðu þvílíkt glöð, enda alltaf gaman að fá hana í heimsókn. Kidda kom seinnipartinn og höfðum við það kósý saman. Kolla kíkti í heimsókn til okkar um kvöldið og svo fórum við í göngutúr með Rakel föstudagsmorguninn þannig að þetta var fínn "stelpu"sólarhringur:)
Á miðvikudaginn eigum við svo von á öðrum góðum gesti....í þetta sinn frá Íslandi. Gummi vinur minn og fyrrverandi starfsfélagi er að koma í heimsókn til okkar Kollu og ætlar að gista hjá okkur í nokkra daga. Það verður sko heldur betur fjör.....búið að plana Árósarferð, þorrablót heima hjá Kollu og fleira skemmtilegt. Kidda mín ætlar svo að koma líka á laugardeginum þannig að það verður heljarinnar stuð hjá okkur. Vá hvað mig hlakkar til:)

Jæja best að tjékka á pizzuófétinu í ofninum....sukk og svínerí hér á bæ eftir göngutúrinn, hehe:)

Raggi að smíða þorrabakkann   Þorrabakkinn flotti tilbúinn


Þreytt og sæl.

Komum heim rétt fyrir 10 í morgun eftir frábæra helgi í sumarbústað á vesturströndinni með skemmtilegum vinum. Lögðum af stað, ásamt Rakel, Svavari og strákunum, á föstudaginn eftir hádegið og lögðum af stað heim kl 8 í morgun. Við rétt náðum heim fyrir 10, en þá var "festelavnshátíð" (öskudagshátíð) á leikskólanum hjá litlu strákunum okkar.
Helgin var mjög skemmtileg í alla staði, mikið spjallað, mikið borðað og mikið spilað. Húsið sem við vorum í var algjör snilld, ný byggt með öllu því flottasta. Meira að segja tvöfalt nuddbaðkar og sauna, sem við prufuðum laugardagskvöldið. Fjarstýrð ljós í loftum, Bang og Olufsen sjónvarp, flottur arin, fullkomin eldhústæki og margt fleira prýddi bústaðinn og gerði helgina notalega.

Á laugardaginn hélt Rakel upp á 35 ára afmælið sitt og komu Kolla vinkona og fjölskylda til okkar um kaffileytið. Þau mættu með ekta "hjemmelavade" bollur sem við skelltum rjóma og sultu í og svo var haldið heljarinnar bollukaffi. Eftir það gripu allir í spil og spjölluðu og svo eldaði Svavar handa okkur nautasteik og fylltar svínalundir ásamt öllu tilheyrandi. Nammmmm.....

Á sunnudaginn fórum við í Sea west.....en það er stórt hús með keilusal, leikland fyrir börn, Hermann og Viðar í keilubadmintonvöllum, mini-golfi, spilakössum, veitingarstöðum, snyrtistofum og risastórri sundlaug. Eflast var eitthvað fleira í boði þarna en þetta sáum við allavegana. Því miður höfðum við ekki með okkur sundföt en við fórum í keilu og svo fóru strákarnir í leiklandið á meðan stóru kallarnir fóru í mini-golf. Þetta var algjör snilld og ætlum við að reyna að koma þangað aftur í sumar þegar verður gott veður því það er einnig stór strönd með öllu tilheyrandi þarna á svæðinu.

Dagurinn í dag hefur að mestu farið í að gera ekki neitt, enda mikil þreyta í gangi. Við vöktum lengi við að spila Kana á kvöldin en þurftum að sjálfsögðu að vakna snemma með litlu gullmolunum okkar. Hermann var sóttur snemma á leikskólann í dag, hann fór í sturtu og steinsofnaði svo með pabba sínum í sófanum.....alveg búinn á því eftir spennandi daga í Bork Havn.

Mæli svo sannarlega með þessum stað fyrir þá sem vilja breyta til og skreppa í helgarferð, já eða vikuferð. Planið að taka því rólega í kvöld, horfa á imbann og húka undir teppi.

Takk fyrir yndislega helgi kæru vinir**


Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband