Leita í fréttum mbl.is

Gummi kominn og farinn......

Á miðvikudagskvöldið kom Gummi vinur minn og fyrrum starfsfélagi til okkar frá Íslandi. Hann fór aftur heim til Íslands í morgun en þessir dagar sem hann var hjá okkur voru vel nýttir og skemmtilegir:) 

Á fimmtudagsmorguninn fórum við Gummi til Árósa þegar Hermann var farinn í leikskólann. Kolla komGummi og Kolla á Pizza hut með okkur og byrjuðum við á því að sækja Kiddu og kíktum í morgunkaffi til hennar í leiðinni. Deginum eyddum við svo í miðbænum við búðarheimsóknir, fórum á Pizza hut í hádeginu og skoðuðum kirkjuna í miðbænum. Bygging kirkjunnar byrjaði árið 1200 og er hún alveg ótrúlega falleg. Inn í kirkjunni eru fjölmargar grafir og var andinn alveg einstakur þarna inni. Planið er að fara einhvern tímann í sunnudagsmessu þangað með Kiddu. Eftir góðan dag í Árósum brunuðum við heim og fengum við okkur íslenska pítu....nammmmmm. Ef það er eitthvað sem ég sakna frá Íslandi þá er það pítusósa svo ég geti fengið mér grænmetispítu, en það var í matinn hjá okkur yfirleitt í hverri viku. Gummi kom með pítubrauð en varð því miður að skilja pítusósuna mína eftir vegna aukakílóa á töskunum þannig að Kolla lánaði okkur pítusósu á brauðið þetta kvöld. Algjör snilld að fá að borða uppáhaldsmatinn sinn eftir hálfs árs bið!!

Gummi, Kidda og mamma í góðum gír á þorrablótiÁ föstudaginn fór Gummi til Þýskalands með Kollu og co en svo komu þau öll í mat til okkar um kvöldið. Eftir matinn komu svo fleiri skemmtilegir gestir og var stemning hér fram yfir miðnætti en þá fór Gummi út á meira djamm en við Raggi fórum að sofa:) 

Laugardeginum eyddum við Gummi í miðbænum, kíktum í nokkrar búðir í Bytorv og höfðum það notalegt. Hermann kom með okkur en Raggi var heima að læra. Um kvöldið fórum við í heljarinnar Þorrablót til Kollu. Kvöldið var alveg frábært með ýmsum íslenskum þorramat, þó ekki súrum og skemmdum, en maturinn var að sjálfsögðu borinn fram á stóra þorrabakkanum sem Raggi smíðaði um daginn. Eftir átið og blótið og allt það þá var haldið heljarinnar partý með Raggi að spila á gítarinn í partýinugítarspili, Singstar og öðrum skemmtilegu. Ég þurfti reyndar að fara heim um miðnætti til að leysa barnfóstrurnar af (Björn og Guðný frændsystkini mín pössuðu Hermann) en partýið hélt áfram langt fram á nótt og kíkti liðið á ball með Bermuda hljómsveitinni. Hefði svo sannarlega viljað vera lengur og kíkja á ball en ég verð bara að eiga það inni. Kidda kom frá Árósum og var með okkur þetta kvöld og gisti líka hjá okkur þannig að við ákváðum að nota sunnudaginn til að fara í "túristaleiðangur" með hana og Gumma. Við fórum eftir hádegið, þegar skemmtanafólkið loksins steig fram úr rekkju, og keyrðum upp á Himmelbjerget, í Silkiborg og svo í Árhús heim til Kiddu. Þar elduðum við Kidda kjúkling og meðlæti sem allir snæddu sér á með bestu lyst. Takk fyrir okkur Kidda mín.
Á HimmelbjergetVið komum ekki heim fyrr en verða 10 í gærkvöldi og voru þá allir mjög þreyttir eftir langa helgi:) Raggi var reyndar orðinn lasinn í þokkabót og hefur verið í rúminu/sófanum í allan dag. En skemmtanalífið tekur jú alltaf sinn toll, hehe:)

Planið næstu daga er að hafa það náðugt....vinna upp glataðan svefn og bloggleysi síðustu viku, bæði hér og á heimasíðu Hermanns. 

Annars er það að frétta að Sigurhanna "frænka" og Doddi eignuðust stúlkubarn í gærkvöldi.....Innilega til hamingju með prinsessuna ykkar elsku Sigurhanna og Doddi:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Ástarkveðjur fyrir mig. Sakna ykkur strax. Hlakka til að koma aftur. Hafið það gott. Raggi, góðan bata. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 18.2.2008 kl. 20:56

2 identicon

Blessuð og sæl Berta

Rakst á þig hér eftir innlit hjá Kollu...Gaman að sjá hvað þið vinkonurnar hafið það gott í DK. Það var þegar ég lít tilbaka afskaplega þroskandi og gaman að prófa að búa annars staðar, en saknaði oft smáhluta eins og t.d. pítusósunnar en því bjargaði maðurinn minn hann vann á American Style í den og þar var pítusósan búin til á staðnum og uppskriftin er þessi: majones og/eða sýrður rjómi, majoram krydd og Provencial frá Knorr. (grænn staukur) hlutföllin eru bara eftir smekk. Vandamálið var reyndar það að Provencial kryddið fékksr ekki í Noregi en mun auðveldara að fá það sent en sósuna tilbúna:). Bestu kveðjur

Dóra (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 10:15

3 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Takk fyrir þetta Dóra mín.....nú verð ég bara að leita að þessum kryddum eða biðja um sendingu frá Íslandi:) Algjör snilld ef maður getur gert þetta sjálfur:)

Berta María Hreinsdóttir, 19.2.2008 kl. 10:41

4 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Takk fyrir frábæra samveru um helgina Berta mín og ekki síst túristaleiðangurinn á sunnudaginn sem mér fannst alveg meiriháttar. Það hafa fleiri verið eitthvað framlágir og því held ég að það sé svona kuldapest í gangi alls staðar...

Kristbjörg Þórisdóttir, 19.2.2008 kl. 16:30

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gaman í ykkar bekk, góðar kveðjur héðan !

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.2.2008 kl. 21:42

6 identicon

Nú fórstu alveg með mig.....agalega langar mig í pítusósu!! Verð klárlega að biðja um hana í næstu sendingu :D

kærar kveðjur úr Palo Alto

Hulda (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband