Leita í fréttum mbl.is

Ég elska rúmið mitt**

Síðan ég kom til Horsens þá hafa stundirnar í rúminu aukist um allmörg prósent!! Ekki af því að Raggi er meira heima við (svona fyrir ykkur sem hafa hugsað það þannig) heldur er maður farinn snemma upp í rúm á kvöldin. Málið er að við hjónin keyptum okkur nýtt rúm þegar við fluttum til Horsens, enda ávallt verið í "second hand" rúmum öll okkar ár saman og því alveg tími kominn til að eignast alvöru rúm. Fyrir valinu var tvíbreitt rúm með rafmagnsgræjum. Þvílík snilld. Núna förum við yfirleitt upp í rúm fljótlega upp úr 9, enda þá orðið koldimmt úti, hækkum bakið í setustöðu, kveikjum á sjónvarpinu og skellum svo tölvunum á kjölturnar. Þetta er alveg hrikalega kósý og mun huggulegra heldur en að sitja í köldum leðursófanum í stofunni.

Í gær var nú kvöldið aðeins öðruvísi....við vorum með matarboð fyrir vini okkar hér í Horsens. Hallur, Steinunn, Finnur, Rakel, Svavar ásamt Áróru og Viðari komu og að sjálfsögðu var Hlynur líka með okkurSmile  Við stelpurnar fengum okkur alvöru kokteila og Irish coffee og rauðvín og vorum nett hressar á því, enda Raggi "að passa" Hermann. Ég skrapp svo aðeins heim til stelpnanna en þegar ég kom heim þá sat Raggi enn út á palli með tveimur mönnum (gömlum vinnufélögum) sem ég hafði ekki séð áður. Þá höfðu þeir semsagt bankað upp á um miðnætti, eftir að ég fór út, en þessir Íslendingar búa hér í Mosanum og hittu Ragga í skólanum í vikunni. Þessir félagar voru þvílíkt hressir og sátu hér úti til ganga 5 í nótt, enda fínt veður til bjór- og wiskydrykkjuWhistling 
Það verður því að viðurkennast að þegar Hermann vakti okkur fyrir 7 í morgun, þá vorum við ekkert æst í að hendast á fætur!!

Í dag fórum við fjölskyldan á Íslendingahitting í Bygholms park eftir hádegið en Íslendingafélagið heldur grillveislu á hverju hausti fyrir nýja og gamla Íslendinga og kynnir félagið, og að sjálfsögðu er þetta fínt tækifæri fyrir fólk til að kynnast. Veðrið var með "geðhvörf" en annars bara fínt að vera þarna....mikið af krökkum á Hermanns aldri og fullt af leiktækjum sem Hermann var alveg að fíla. Við hittum nokkra skólafélaga Ragga en ég vingaðist ekki við neina aðra. Gott framtak hjá Íslendingafélaginu engu að síður og erum við búin að skrá okkur í félagið að sjálfsögðu.

En allavegana.....ég er nokkuð viss um að kvöldið verði tekið snemma og farið í rúmið fyrir 10, rúmbakið sett upp og kveikt á imbanum......kósý kósý kósýJoyful

bed


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Rúmið verður kannski enn meira notað þegar heimalingurinn er farinn í sitt hús... hehe segi svona

Kolbrún Jónsdóttir, 8.9.2007 kl. 21:17

2 identicon

Hæ!

Til hamingju með stóra daginn ykkar - um daginn!

Frábær þessi Íslendingafélög - erum einmitt búin að koma okkur í eitt hérna í Californíu!

Kveðja úr sólinni - Hulda hin ameríska

Hulda (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 00:33

3 identicon

Hæ hó. Mikið langar mig að prófa svona rúm sko Kannski að ég verð heppinn að fá að sofa á milli Frábært hjá Íslendingafélaginu sko.... Hafið það gott og MMJJÖÖGG KKKKKKKKÓÓÓÓSSSSSÝÝÝ love ya.

Guðmundur Þór Jónsson (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband