Leita í fréttum mbl.is

Frábær dagur í Århus...

Við fjölskyldan eyddum deginum í Árósum í dag. Byrjuðum á því að fara í den Gamle by og svo í mat til Kiddu vinkonu. Þegar við mættum í den Gamle by þá byrjuðum við á því að bíða í LANGRI biðröð eftir að komast inn í bæinn, málið er að gamli bærinn er í jólaskapi og því greinilega mjög vinsælt að fara þangað fyrir jólin og upplifa jólastemmninguna á gamla mátann. Hermann Veigar í hringekjunniÞrátt fyrir allan fjöldann sem þýddi biðraðir í húsin og salernin og ekkert pláss á kaffihúsunum þá nutum við dagsins í botn. Hermann hafði gaman af því að sjá hestana koma framhjá okkur margsinnis, fara í hringekju en sennilega fannst honum mest spennandi að fá stóran sleikjó:)  Það var mjög gaman að kíkja í gömlu húsin og skoða alla gömlu hlutina en það sem okkur fannst frekar sérstakt, en samt týpískt dansk, var að á nokkrum stöðum var hægt að setjast inn og borða "nestið sitt". Þrátt fyrir nokkra veitingarstaði þá þykir sjálfsagt mál að fólk komi með sitt eigið nesti og borði í sérmerktum húsum. Heima yrði þetta sennilega aldrei leyft því þá myndu veitingarstaðirnir missa viðskiptavini. Allavegana.....við settumst inn í eitt húsið og fengum okkur kakóbolla úr sjálfsala sem var þarna inni, á borði rétt hjá okkur voru tvenn hjón og börn. Það átti greinilega einhver afmæli því það voru servéttur á borðum með danska fánanum á og svo var búið að leggja á borð dýrindis tertu, konfekt, kaffi......og Baileys. Jú jú, stór Baileys flaska stóð á miðju borðinu og svo var hellt í staup og drukkið. Ef maður hugsar þetta á Íslandi, t.d. á Árbæjarsafninu.......tvenn hjón með börn, drekkandi Baileys á miðjum degi.....hmmmmmm. Ætli það yrði ekki gónt eða jafnvel hringt á lögregluna til að tilkynna yfirvofandi ölvunarakstur??!! Frekar spes en samt svo eðlilegt hér í Danmörku:)

Ég, Hermann og Kidda að byrja að borðaEftir frábæran dag í den Gamle by fórum við til Kiddu vinkonu. Hún býr í flottri íbúð í Árósum og bauð hún okkur í dýrindis mat. Kjúlli, grænmeti, piparostasósa, ís, Nóa konfekt........nammmmmmm!! Æðislegur matur með frábærri manneskju. Takk æðislega fyrir okkur elsku Kidda**

Á leiðinni heim i kvöld var komið frost og þoka. Aðra eins þoku hef ég aldrei séð, á tímabili á hraðbrautinni sá maður varla á milli stika. Frekar draugalegt og ógnvekjandi að mínu mati. En það er svo sérstakt með veðrið hér miðað við heima.....sem dæmi var 6 stiga hiti í dag í Árósum en samt ósar maður á fullu við útöndun, frekar fyndið.

Á morgun er planið að njóta dagsins hér heima og fara svo á jólahátíð í hverfinu, en eigendur Mosans, hafa það að venju að halda jóladag í desember þar sem allir koma saman og föndra, borða eplaskífur og skemmta sér. Spennandi að upplifa það:)

Ég verð að viðurkenna að ég er með áhyggjur af einu þessa dagana......málið er að við sendum fjölmörg jólakort í pósti um daginn til Íslands og áttum við í smá basli með að setja frímerkin á því þau tolldu illa á umslögunum (pínu glans á þeim). Við settum því frímerkin á með lími og virtist það virka fínt. Staðan er nú samt sú að síðustu tvo daga höfum við fengið tilkynningu frá póstinum um að við höfum sett í póst jólakort án frímerkja!!!! Svo virðist sem frímerkin hafi dottið af einhverjum umslögum og þá fær maður bréf heim með ljósriti af jólakortinu og feitan reikning. En skítt með reikninginn......málið er að ég setti heimilisfangið mitt (sem sendanda) aftan á örfá jólakort, aðeins til þeirra sem ég vissi að myndu ekki hafa hugmynd um heimilisfang okkar hér í Danmörku. Ég er því hrædd um að þau kort sem ég skrifaði ekki aftan á "afsendanda" muni ekki fá sín jólakort. En það verður víst bara að koma í ljós, lítið við því að gera og bara vona að pósturinn hér sendi áfram jólakort sem eru ekki með frímerki og ekki vitað með sendandann.......yrði það ekki svona í anda jólanna??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hæ hæ, en æðislegur dagur hjá ykkur. Gaman að upplifa eitthvað nýtt. Já, ég sæi í anda hjón með börn með Baileys flösku og það á Árbæjarsafni. Trúi vel að þið hafið fengið gott að borða og ekki skemmir með svona æðislegu fólki. Ég fékk jólakort frá ykkur með ENGU frímerki, það er búið að stimpla á það. En ég sé að frímerkið hefur dottið af. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 16.12.2007 kl. 00:02

2 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Ástarþakkir fyrir komuna . Það var ómetanlegt að fá að eyða kvöldinu í svona góðum félagskap. Hlakka til að fá ykkur næst í mat! Ætli það verði ekki bara súpukvöld í jan með Kollu og co. hjá mér?

Eigið góðan dag! P.s. horfði á 3 þætti,

Sæll, eigum við að ræða það eitthvað?

Kristbjörg Þórisdóttir, 16.12.2007 kl. 13:18

3 identicon

Hæhæ

Já það er margt sem viðgengst í Danmörku sem ALDREI væri hægt að gera hérna heima nema maður yrði litinn hornauga :)

Við Hafþór erum búin að fá jólakort í hús með skrift sem líkist þinni alveg hrikalega mikið ( ekki búin að opna kortið, samt var það opið þegar það kom ) og ekkert frímerki er framan á því. Þannig það lítur út fyrir að hluti af reikningnum sem kemur sé m.a. út af jólakorti til okkar :) Spurning hvort okkar skili sér til ykkar, verður gaman að sjá það :) Hafið það gott og heyrumst vonandi fyrir jól.

Kveðja úr rokinu og rigningunni í Kópavoginum 

Hobba og Hafþór (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband