Leita í fréttum mbl.is

Auglýsum eftir sendendum!!

Fengum tilkynningu frá póstinum í fyrradag um að við ættum pakka hjá þeim. Póstkallinn hafði komið en við ekki heima þannig að tilkynningin var í póstkassanum. Við brunuðum á pósthúsið í gær til að ná í pakkana, einn stílaður á mig og einn á Ragga. En ekki fundust þessir kassar (flokkast undir bréf því þeir eru ekki skráðir). Í stað þess voru kassar frá mömmu og Erlu systur, báðir skráðir og stílaðir á mig. Ég fór því sátt út af pósthúsinu með stóru kassana og reif þá upp með mikilli gleði þegar við komum heim. Að sjálfsögðu voru ýmis góðgæti í kössunum, m.a. laufabrauð, lakkrís og konfekt:) Takk æðislega fyrir okkur elsku mamma og systa (já og að sjálfsögðu pabbi og fylgifiskar Erlu:)

Hvað hina pakkana varðar, þá sagðist pósthúsið hringja í okkur um leið og þeir fyndust. Í dag klukkan 3 var ekki enn búið að hringja þannig að við brunuðum aðra ferð á pósthúsið. Konan í afgreiðslunni leitaði af sér allt vit og fann ekki neitt!!!!  Málið er það að við höfum ekki hugmynd um frá hverjum þessir pakkar eru. Þeir voru ekki skráðir og því hvergi hægt að sjá sendanda.

Því auglýsi ég núna eftir þeim sem sendu á okkur pakka/stórt bréf. Þeir sem við erum búin að fá pakka frá eru mamma og pabbi, tengdó, Erla og Óli, amma og afi Uppsalavegi, Elísa og Jón, Ninna og Gulli, Karolína og Elís, Elsa og Kiddi.  Eru einhverjir sem lesa þetta sem hafa sent pakka aðrir en þessir sem ég hef talið upp??  Mér þykir voða leiðinlegt að hugsa til þess að tvær jólasendingar séu týndar hjá póstinum. En jólin eru ekki komin, kannski koma þeir í leitirnar....vonandi!!

Annars er ég á leið í fínni fötin því við erum að fara í kalkúnaveislu til Kollu og co. Ég er búin að vera í dag með Kollu að græja matinn og.... nammmmmmm.......það verður sko BORÐAÐ í kvöld:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hæ hæ. Ég sendi ekki pakka/stórt bréf. En skemmtið ykkur vel í kvöld og borðið á ykkur gat. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 20.12.2007 kl. 15:47

2 identicon

Hæhæ, ég sendi pakka/stórt umslag til þín, en það er varla komið til þín þar sem ég fór með það á pósthúsið heima í gær (fimmtudag). Þetta er pakki sem við fengum frá Póllandi sem Hermann nafni á að fá.

Annars fínt að frétta og takk æðislega fyrir sendinguna á litlu prinsessuna, æðislegar buxur og peysur, takk fyrir mig stóra frænka.

Kv. Svenni, Marzenna og litla frænka

Svenni (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband