Leita í fréttum mbl.is

Skemmtileg helgi og ABBA showið búið

Strax komið sunnudagskvöld og frábær helgi afstaðin. Eftir hádegi í gær fórum við fjölskyldan í heimsóknir, fyrst til Rakelar og Svavars og svo til Kollu og Hlyns. Síðan fór ég heim til að setja á mig andlitið, slétta hárlufsurnar og klæða mig í sómasamlega larfa, enda langþráður dagur með tilheyrandi Abba showi runninn upp!! 
Við Rakel og Kolla vorum búnar að ákveða að fara út að borða á Macies fyrir Abba showið en gleymdum að vera svolítið skynsamar og panta borð þannig að þegar þangað var komið þá var allt fullbókað....greinilega fleiri fengið sömu hugmynd og við!!  En eftir labb um miðbæinn og 5 tilraunir inn á veitingarhús þá enduðum við á kínverskum eða tælenskum stað. Fínasti staður með góðum mat þannig að ekki fórum við svangar á Abba showið.

Ég og Kolla á veitingarstaðnumÞrátt fyrir að við höfum skemmt okkur konunglega á sýningunni þá verð ég að viðurkenna að við urðum fyrir pínu vonbrigðum. Auðvitað vorum við búnar að gera okkur miklar væntingar og allt það, en staðreyndin var nú samt sú að söngvararnir voru ekki í þeim klassa sem ég átti von á. Sumir voru með svo kraftlausar raddir að varla heyrðist í þeim. Aðrir voru greinilega orðnir þreyttir og raddböndin á síðasta snúning, sem er nú kannski ekki nema von þar sem þetta var sýning númer trilljón og eitt og þar af önnur þennan dag. Utan við sýninguna sjálfa þá voru sætin alveg hörmung.....grjóthörð og þar sem við sátum fremst á svölunum þá var handriðið beint í sjónlínunni þannig að ekki var hægt að sitja nema hokinn eða niðurfallinn í sætið til að sjá á sviðið. Ekki alveg að gera sig fyrir ólétta konu með stóran rass!!

Kolla og Rakel með góðan kokteil:)En þrátt fyrir þessi vonbrigði þá var kvöldið með þeim Kollu og Rakel alveg meiriháttar og nutum við þess í botn að vera án barna og bura:) Takk fyrir kvöldið stelpur**

 

 

Dagurinn í dag hefur einnig verið mjög fínn....byrjuðum í letikasti fram að hádegi, kíktum þá í Fötex og svo komu Steinunn, Hallur og Áróra í pönnsukaffi sem endaði í pizzupartýi:) Alltaf jafn gaman að fá góða vini í heimsókn....þá verður dvölin í Danmörku svo miklu auðveldari fjarri fjölskyldunni á Fróni.

Í fyrramálið er síðan 19. vikna sónarinn...já eða 22. vikna....Danir ekkert að stressa sig á þessu frekar en öðru!!  Hlakka mikið til að sjá krílið mitt og bið fyrir því að allt líti eðlilega út.

Farið varlega inn í nýja viku lömbin mín**


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Gísladóttir

Kvitt og kveðja
Vonandi hefur kúlubúinn það gott  

Anna Gísladóttir, 2.3.2008 kl. 22:52

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Ææ, ekki gaman á svna Abba show-i. Ég ætla á Abba í New York, eins gott að ég geri engar væntingar. Glæsileg helgi hjá ykkur. Alltaf gott að fá góða vini í heimsókn. Gangi þér vel á morgun og eigið þið sömuleiðis góða viku framundan. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 2.3.2008 kl. 23:27

3 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Takk sömuleiðis fyrir kvöldið:)  Það er voða gaman að skreppa aðeins út án barna, þar er ég sammála þér:)

Gangi þér vel í sónarnum.... hlakka til að sjá myndir 

Kolbrún Jónsdóttir, 3.3.2008 kl. 09:01

4 identicon

Gangi þér vel í sónarnum. 

Elín Hulda (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 10:29

5 identicon

Takk fyrir skemmtilegt kvöld Berta mín :)

Rakel Linda (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband