Leita í fréttum mbl.is

Hamburg er málið!!

Miðbær HamburgUm kvöldmatarleytið í gær komum við heim eftir alveg snilldar helgi í Hamburg. Við lögðum af stað í bítið á föstudaginn og vorum komin fljótlega eftir hádegið á hótelið okkar þar sem við skráðum okkur inn og hentum inn töskunum. Því næst brunuðum við í miðbæ Hamburgar þar sem við töltum um göngugöturnar og spókuðum okkur í ekkert allt of góðu veðri. Miðborgin er mjög snyrtileg, með stórum og flottum húsum og verslunarmiðstöðvarnar voru þónokkrar með hundruði verslana. Við lögðum bílnum okkar í bílastæðahús í Raggi að gefa fílunum að borðastórri verslunarmiðstöð á göngugötunni og stærðin á "mollinu" var þvílík að við ætluðum aldrei að finna útgönguleiðina. Það sama átti við þegar við fórum að sækja bílinn aftur.....við þurftum tvær tilraunir inn í "mollið" og gott rölt þar inni til að finna bílastæðin!! Eftir fínt rölt, með viðkomu á Starbucks (ójá....það er Starbucks í Hamburg) fórum við upp á hótel og löbbuðum svo yfir götuna á KFC (jebb....KFC var hinum megin við hótelið) þar sem við fengum okkur borgara í kvöldmat.

Hermann að gefa geitunum að borðaEftir frekar erfiða nótt með tilheyrandi næturbrölti af minni hálfu og litlum svefni þá vaknaði Hermann klukkan 7 og gaf pabba sínum afmælispakka og koss í tilefni dagsins. Því næst var farið í morgunmat þar sem við gátum borðað okkur pakksödd. Deginum var svo eytt í stærsta dýragarði Evrópu....Hagenbeck tiergarten. Við vorum komin þangað 10:30 og byrjuðum á því að skoða vatnaveröldina, en það er nokkurs konar neðansjávardýragarður með hinum ýmsu sjávardýrum og einnig var þar inni regnskógur með Ég og Hermann á veitingarstaðnum Einsteinýmis konar skriðdýrum, leðurblökum og fleirum ógeðfelldum dýrum. Í dýragarðinum sjálfum voru öll helstu dýr jarðar, fílar, mörgæsir, kengúrur, ísbjörn, beljur og allt þar á milli. Klukkan 17 vorum við loksins búin að ganga allan garðinn en samt stoppuðum við bara einu sinni til að fá okkur að borða. Ég held að ég hafi sjaldan verið jafn fegin að sjá bílinn minn ....gjörsamlega búin á því eftir 6 tíma labb!! Og Hermann...jahhh....þreyttur er ekki nógu sterkt orð til að lýsa honum. Hann sofnaði á nokkrum sekúndum eftir að hann kom í bílinn.

Afmælisbarnið í góðum gírEftir gott bað á hótelinu þá fórum við út að borða á veitingarstað sem var við hliðina á hótelinu. Sá staður hét Einstein og vorum við svo heppin að þjónninn okkar talaði fína ensku þannig að hún gat þýtt fyrir okkur matseðilinn. Það er nefnilega svo merkilegt með Þýskaland, að það er nánast hvergi hægt að fá enska matseðla og alveg hending ef maður hittir á fólk sem talar ensku. Við t.d. lentum í vandræðum í miðasölunni í dýragarðinn því konan skyldi ekki stakt orð í ensku og hvergi enskar leiðbeiningar í öllum dýragarðinum.

Eitt af módelunum flottuÁ sunnudaginn þegar við vorum búin að borða morgunmat og skrá okkur út af hótelinu þá fórum við í Miniatura wonderland sem er nokkurs konar safn með heilu bæina, borgirnar, Alpana og annað landsslag í smækkaðri mynd. Þvílík upplifun og hélt Hermann varla vatni yfir þessu, enda smágerðar lestar á fullri ferð út um allt. Eftir rölt um safnið þá kíktum við aftur í miðbæinn, fórum út að borða á ekta ítölskum stað og nutum lífsins áður en við lögðum í hann aftur heim.

Semsagt......frábær helgi í alla staði og mælum við svo sannarlega með Hamburg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Gaman að heyra að þetta hafi verið svona vel heppnað .

Kristbjörg Þórisdóttir, 21.4.2008 kl. 20:10

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Æðislegt hjá ykkur. Gott að vita að Hamburg er málið. Ég er að gæla það við mig að flytja til Berlínar, er að skoða íbúðir á þar á Remax.com. Gott að þið nutuð ykkar í botn. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 22.4.2008 kl. 22:36

3 identicon

æðislegt að heyra hversu gaman þetta var :)

Megum við koma til ykkar í lok júlí? Hentar það fyrir ykkur? :D hehe

Lovjú

Karolína

Karolína (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband