Leita í fréttum mbl.is

Nóg að gera í Baunalandi!

Já það er heldur betur nóg að gera þessa dagana hjá okkur í Horsens. Alla síðustu viku var hún Guðrún María systurdóttir mín hjá okkur á meðan mamma hennar og systir voru í sundþjálfunarbúðum í Álaborg. Að hafa Guðrúnu var frábært því hún var svo dugleg að leika við Hermann og því ekki hægt að finna eins mikið fyrir leikskólaleysinu. Á föstudaginn komu svo þær mæðgur (Erla systir og Sigga Stína) og gistu í 2 nætur. Það var alveg yndislegt að hafa þær hjá okkur og gerðum við margt skemmtilegt þennan stutta tíma sem þær voru allar hér. Föstudagskvöldið, fljótlega eftir að þær komu úr lestinni, kom föðursystir Siggu og Guðrúnar og fjölskylda frá Billund í heimsókn og voru þau fram yfir miðnætti. Á laugardaginn fórum við í Bytorv, þaðan í afmæli til Guðnýjar frænku og enduðum við svo daginn á Jensens böfhus.....semsagt vel nýttur tíminn:) Í gær eftir að þær mægður fóru þá var letin tekin með trompi.....kúrt upp í rúmi eða sófa, horft á sjónvarp, ryksugað og þveginn þvottur, en annars bara slakað á:)

Hemmi og Guðrún á McDonalds

Sætar mæðgur, Erla og GuðrúnSigga Stína og Hemmi á Jensens Böfhus

 

 

 

 Í dag fórum við í viðtal til svæfingarlæknisins klukkan 9 og fengum við góðar upplýsingar um keisarann. Einnig fengum við að vita að upplýsingafundurinn (sem búið var að fresta vegna verkfalls) verður haldinn á morgun samkvæmt áætlun og þá fáum við að vita allt sem við þurfum að vita. Það má því segja að mér sé mikið létt...

Eftir fundinn í morgun fórum við Hermann heim til Kollu og co. og gátu Emil og Hermann leikið sér saman í allan dag á meðan við Kolla byrjuðum að skipuleggja flutning þeirra til Íslands....þ.e.a.s. skipulag pökkunar. Við náðum til að setja í nokkra kassa, fara í gegnum föt og geymslu og fleira. Á morgun á okkur svo eftir að verða meira úr verki þar sem litlu skæruliðarnir okkar fara í leikskólann.....loksins loksins loksins komast þeir í rútínuna sína á leikskólanum og verður eflaust mikil gleði á morgun þegar þeir hitta félaga sína þar.

Þessi vika og næsta verða því án efa fljótar að líða.....kallarnir okkar Kollu í skólanum allan daginn, strákarnir á leikskólanum og við í pökkun. Síðan eru bara 2 vikur í að mamma og pabbi komi og tveim dögum síðar keisarinn......Gvendólína hvað tíminn líður hratt.

Annars er bara allt að verða klárt fyrir litla krílið.....fengum loksins vöggu á laugardaginn en við enduðum á að kaupa notaða fyrrverandi leiguvöggu úr Önskebörn. Í fyrstu litu fæturnir ekkert voðalega vel út en eftir að ég tók þá í gegn með "Sif" vinkonu minni þá eru þeir bara nokkuð fínir og því um ágætis vöggu að ræða;)

Á 36. vikuSet eina bumbumynd inn fyrir þá sem hafa verið að biðja um það;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ aftur,ég var nú bara að spá hvort að við mæðgur hefðum verið svona erfiðar...nei segi bara svona fyrst að "letin" var tekin með trompi eftir að við fórum, já og eitt enn,var líka svona mikill skítur eftir okkur ??? Ja svei mér þá...Nei nei ég er nú bara að stríða þér elsku Berta mín. Flott að heyra að þú sért búin að hitta svæfingalækninn,ég hringi á morgun og fæ þá betri fréttir af þessu öllu saman. Ég segi þá bara góða nótt. Kveðja þín stóra systir.  

Erla Kristín. (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 22:37

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Sæt myndin af ykkur. Loksins geta þeir fengið sína útrás!! Sé ykkur stöllur alveg fyrir mér að pakka sko, vildi að ég væri fluga á vegg. Æðislegur tími sem þið fjölskyldan gátuð nýtt saman, þótt stuttur var. Verður lengri síðar. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 16.6.2008 kl. 22:38

3 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Spurning að maður ætti kannski að lauma sér yfir til ykkar núna þegar er smá gestafrí og um að gera að bæta einum gesti í bunkann? ;)

Knús, Kidda.

Kristbjörg Þórisdóttir, 16.6.2008 kl. 22:53

4 identicon

Gangi þér ofsa vel á lokasprettinum elsku Berta mín ;)

Sigrún K (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 19:27

5 identicon

Gaman að sjá það er nóg að gera, þú ert hress og ert á fullu. Gangi þér vel með allt hlakka mikið að frétta af ykkur.

knús og kossar frá Spáni

Þórunn Guðrún (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 19:03

6 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Mikið líturu vel út baby....

Hlakka til að hitta þig í fyrramálið 

Kolbrún Jónsdóttir, 19.6.2008 kl. 19:10

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mikið er þetta falleg mynd af þér og verðandi stórabróður. Gangi þér alltsaman vel, Berta mín!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.6.2008 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband