Leita í fréttum mbl.is

Búið að nefna og snáðinn orðinn eins mánaða:)

Siggi Kalli á kaffihúsiÞótt ótrúlegt sé þá er liðinn heill mánuður síðan litli prinsinn kom í heiminn. Á þessum tíma höfum við gert margt skemmtilegt og hefur tíminn liðið mjög hratt. Eitt kvöldið þegar við borðuðum saman hér heima með mömmu, pabba, Erlu systir og fjölskyldu og Svenna bróður og fjölskyldu ákváðum við að nefna drenginn.....en við vorum þá búin að ákveða nafn en ekki skírnar/nafnadag. En prinsinn fékk semsagt nafnið Sigurður Karl og virðist það fara honum bara vel. Ástæðan fyrir því að við skírðum hann þessu nafni er sú að mamma mín heitir Með mömmu og pabba á kaffihúsi á göngugötunniSigríður og bjargaði hún okkur algjörlega þegar snáðinn fæddist með því að sjá um Hermann fyrir okkur, því ekki var sjálfgefið að hún kæmi ein fljúgandi án pabba sem lenti á spítala kvöldið fyrir flugið. Ég veit að við hefðum lent í vandræðum ef hún hefði ekki komið þar sem við lentum eins og þið vitið í næstu borg með snáðann og vorum alla spítalaleguna þar. Nafnið Karl er í höfuðið á Kalla móðurbróður mínum sem lést úr krabbameini fyrir tæpum tveimur árum en hann var mér og systkinum mínum mjög kær. Þá var hann sérstaklega tengdur Flottir frændur, Hermann og Hreinsi Kárimömmu minni og því tilvalið að setja þau systkinin saman í eitt nafn. Einnig á ég tvo eldri bræður sem heita þessum nöfnum (næstelsti bróðir minn heitir Sigurður og elsti bróðir minn Karl sem seinna nafn) og því gaman að geta skírt í höfuðið á þeim líka. Þá bera báðir synir mínir nöfn bræðranna minna þriggja (Sigurður, Karl og Veigar). Síðan er bara stóra spurningin hvenær við skírum prinsinn og hvar.....en það kemur í ljós seinna.

Hermann og Svenni bróðir (nafnarnir) í klessubílunum í tívolíinu í ÁrósumSiggi Kalli (eins og við köllum hann) dafnar mjög vel og er orðinn vel búttaður og flottur. Það eina sem hefur hrjáð hann eru vindverkir og magakveisa. Hann er mjög duglegur að drekka og lætur yfirleitt aldrei líða meira en 2 tíma á milli gjafa, hvort sem það er dagur eða nótt. En þar sem magaverkirnir hafa ekkert verið að lagast, þótt síður sé, þá ákváðum við í kvöld að prófa Minifom, en það hjálpaði Hermanni mikið á sínum tíma. Þar sem Minifomið er ekki til í Danmörku þá fengum við flösku lánaða hjá henni Bryndísi minni í mömmuklúbbnum þangað Hermann, Raggi, pabbi og Hreinsi Kári í Legolanditil tengdó kemur í næstu viku....takk elsku Bryndís* Svo er bara að vona að Minifomið virki vel, það er svo erfitt að hlusta á greyið gráta svona.

Í næstu viku koma svo tengdó í heimsókn til okkar ásamt Bjöggu mágkonu og Arnóri syni hennar. Þau ætla að vera hjá okkur í 10 daga og hlökkum við mikið til að fá þau. Það verður því áfram gaman hjá okkur næstu 2 vikur og þá sérstaklega veit ég að Hermanni á eftir að njóta þess sérstaklega að fá fleiri Í garði drottningarinnar með Karolínu frænkuleikfélaga:)

Frá því að fjölskyldan mín kom til okkar þá höfum við gert margt saman..... samt hefði ég viljað gera meira með þeim.  En þegar maður er nýbúinn að fara í keisara og með nýfætt barn þá er bara ekki hægt að gera allt sem maður vill. Við fórum nú samt saman í Legoland, í Friheden tívolíið í Árósum, fórum í bæjarferðir hér í Horsens og fleira. Einnig fórum við í gær í bambagarðinn í Vejle og í dag í Sandra María sæta frænka mín og nafna að fá koss frá Hermannimiðbæjarrölt í Árósum með Karolínu bróðurdóttur minni, en hún kom til okkar á þriðjudaginn og ætlar að vera fram á fimmtudag í næstu viku. 
Mamma og pabbi fóru til Íslands á fimmtudaginn seinasta og var mikil eftirsjá af þeim. Það er búið að vera svo mikið öryggi að hafa þau hjá okkur og þá hefur Hermann Veigar notið þess hvað mest, en þau stjönuðu mikið við hann og léku og hefur það án efa hjálpað honum við að aðlagast stóra bróður hlutverkinu. Hermann hefur ekki þurft að finna fyrir því hve mikinn tíma litli bróðir tekur og Systurnar Sigga Stína og Guðrún María á Jensensekki þurft að deila athygli okkar foreldranna þar sem amman og afinn leystu okkur af þegar á þurfti að halda. Einnig var ómetanlegt að hafa þau hér hjá okkur til að aðstoða okkur við hin ýmsu heimilisverk þar sem ég mátti að sjálfsögðu ekki gera mikið fyrstu dagana eftir að ég kom heim. 
Elsku mamma og pabbi.....ástarþakkir fyrir allar íslensku vörurnar sem þið komuð með, allar gjafirnar og alla aðstoðina síðustu vikur. Takk fyrir að vera okkur alltaf innan handar og fyrir að vera Hermanni svona mikils Við fjölskyldan daginn sem Siggi Kalli fékk nafnvirði. Ykkar er sárt saknað og vonumst við til að sjá ykkur sem allra fyrst aftur.
Elsku Svenni bróðir, Erla systir og fjölskyldur.....takk fyrir skemmtilegan tíma saman hér í Horsens, það var frábært að fá ykkur í heimsókn og við þökkum fyrir allar gjafirnar, íslensku vörurnar og alla skemmtunina. Stórt knús til allra krakkanna fyrir að vera svona dugleg að leika við Hermann Veigar:)

Hermann að kveðja Emil, besta vin sinnEn það eru fleiri sem hafa kvatt okkur síðustu vikur......Kolla, Hlynur og strákarnir fluttu heim til Íslands um miðjan mánuðinn og var erfitt að sjá á eftir þeim. Hermann og Emil hafa verið bestu vinir í allan vetur og veit ég að Hermann á eftir að sakna Emils þegar lengra líður á sumarið og allir gestirnir verða farnir frá okkur. Það sama á við um mig...en Kolla hefur verið mín besta vinkona í allan vetur og er erfitt að hugsa um næsta vetur án hennar, enda ómetanlegt að hafa svona góða vinkonu í næsta húsi sem maður gat alltaf leitað til. En við eigum pottþétt eftir að halda góðu sambandi í gegnum síma og net og vonandi mun Kolla eða þau öll koma til okkar í fríum:)

Það eru semsagt mikið að gera hjá okkur þessa dagana og hefur tölvan ekki verið sett ofarlega á forgangslistann og því get ég ekki lofað öðru bloggi fljótlega....enda alveg spurning hver nennir svo sem að lesa svona langt blogg, hehe:)

Fyrir þá sem vilja sjá fleiri myndir af okkur fjölskyldunni er bent á barnalandssíðu strákanna, www.hermannveigar.barnaland.is

Svo vil ég nota tækifærið og óska þeim Anítu Ösp og Siggu Stínu til hamingju með afmælin sín en Aníta varð 16 ára þann 30. júlí og Sigga Stína verður 11 ára þann 4. ágúst. Til hamingju elsku frænkur**


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ og takk fyrir góða og fallega lesningu, menn hljóta að nenna lesa þetta allt, þú ert svo góður penni

Við nýtum bara tímann betur næst er við hittumst og vonandi fáum við betra veður er við komum næst, en annars bjargaði gamla góða Vík þessu er við komum heim og var algjör bongóblíða yfir Mærudagana og næstu daga.

Annars allt fínt að frétta, hringdi heim í gær og tjáði Marzenna mér að Sandra María hafi staðið upp í gær alein, hún verður sjálfsagt farin að labba áður en hún skríður, s.s. ég er á sjó og erum við að gera góða hluti.

Gott í bili og bið að heilsa feðgum.

Kv. Svenni, Marzenna og Sandra María

Svenni H. (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 08:50

2 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Hæ elsku fjölskylda,

Þótt við söknum ekki Mosans mikið, þá söknum við ykkar mikið:(  Ég vona að ég komist til ykkar í heimsókn fyrir jól allavega, eins og stefnt var að heh.  

Knús á ykkur öll

Kolbrún Jónsdóttir, 4.8.2008 kl. 14:26

3 Smámynd: Anna Gísladóttir

Kveðja og hamingjuóskir til ykkar

Anna Gísladóttir, 4.8.2008 kl. 21:21

4 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Mikið eigið þið góða að!! Gaman að heyra hvað allt hefur gengið vel og hvað þið hafið verið dugleg að fara mikið. Siggi Kalli er algjört krútt, hann getur pottþétt ekki beðið eftir að komast í fangið mitt. Vonandi virkar Minifom-ið á hann. Bestu kveðjur til ykkar og hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 5.8.2008 kl. 01:12

5 identicon

Hæ fjölskylda

Gaman að fá að fylgjast með ykkur svona í gegnum bloggið:) Ofboðslega eru þeir bræðurnir mikil krútt;) en Berta mín það þarf aðgangs orð til þess að skoða barnalands síðuna hjá ykkur :( þannig að ekki gekk það í þetta skipti hjá mér þ.e. að skoða hana.

Kveðja Fríða   

Fríða (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 12:50

6 identicon

Hæ hæ elsku Berta mín(já og allir strákarnir líka). Vildi bara þakka þér/ykkur fyrir yndislegar stundir sem að við áttum saman,hefðum bara þurft að stoppa lengur því tíminn er svo fljótur að líða(gott að vera vitur eftir á).Vona að þið hafið það gott öll sömun og að litli kútur fari nú að jafna sig á þessari magakveisu. Berta mín það nenna sko allir að lesa bloggið þitt þó svo að það sé svona langt því að þú ert svo góður penni,annað en við hin (systkinin þín). Jæja gamla mín ég bið bara að heilsa í bili og þakka enn og aftur fyrir okkur,já þú mátt svo skila kveðju til Kiddu og Finns,þökkum kærlega fyrir afnotin af íbúðinni og svo öllum sængum og dýnum...Kossar og knús þín stóra systir og fylgifiskar.

p.s. Takk kærlega fyrir stelpuna.

Erla Kr. (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 22:09

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Góðar kveðjur til þín og karlkynsins þíns!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.8.2008 kl. 22:35

8 identicon

Til hamingju með nafnið á drenginn! Ekki amalegt að fá fjölskylduna alveg í búnkum í heimsókn :D

Kærar kveðjur úr Kalíforníu - jább við erum komin heim aftur!

Hulda (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband