Leita í fréttum mbl.is

Okkar skylda......

Hver hefur ekki fengið samviskubit yfir að borða sig pakksaddan og henda mat í ruslið??? Allavegana hugsa ég til þeirra 18.000 barna sem deyja daglega úr hungri þegar ég ligg á meltunni eða "nenni" ekki að eiga afganginn af kvöldmatnum.

Erfitt getur verið að finna leið til að leggja sitt af mörkum, nema þá kannski á jólunum þegar markviss söfnun fer í gang en þá finnst mér það vera borgaraleg skylda hvers og eins að styrkja. Reyndar finnst mér að það eigi að taka tíund af launum allra í desember og setja í gott málefni en það er allt önnur ella.

Eitt hef ég gert í mjög langan tíma sem fær mig til að líða örlítið betur....ég fer á hverjum degi, stundum oft á dag, inn á heimasíðuna www.thehungersite.com  Á þeirri síðu er hægt að styrkja með því einu að klikka á músarhnappinn. Mörg málefni eru á þessari síðu og þarf að fara á milli þeirra til að klikka og styrkja þannig hvert og eitt málefni en fyrir hvert klikk gefa fyrirtæki að andvirði x mikils.

The Hunger SiteThe Breast Cancer SiteThe Child Health SiteThe Literacy SiteThe Rainforest SiteThe Animal Rescue Site

Einnig er hægt að kaupa ýmsan varning á þessari síðu til að styrkja enn frekar. Til dæmis rakst ég á hálsmen með merki einverfunnar, en með því að kaupa eitt svoleiðis á tæplega 15 dollara þá verða gefnir 25 bollar af mat.

Ég hvet ykkur til að kíkja á þetta og setjið efst í "favorites".....tekur enga stund á hverjum degi, kostar ekkert, en skiptir sköpum fyrir þá sem þurfa á því að halda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er brilljant, er nú þegar búin að fara þarna inn og gefa hverju málefni eitt "click". Gæti vel hugsað mér að vera í fullu starfi við að smella á þessari síðu, veitti sjálfsagt ekki af :-)

Ætla að breiða út boðskapinn, knús í krús ! 

Bjögga (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 12:04

2 Smámynd: Anita Hólm

Snilldarblogg hjá þér Berta. Maður á nú örugglega eftir að fylgjast með ykkur hérna..  Ég segi sama og Bjögga, er nú þegar búin að fara og gefa hverju málefni eitt click..  Gott mál Gangi ykkur vel í danaveldi...  Kv. frá Hú.  Anita

Anita Hólm, 11.9.2007 kl. 16:54

3 identicon

Hæ hæ. Þetta er frábært hjá þér Berta. Ætla sko að liggja mitt af mörkum. Ég hendi ALDREI afgöngum borða þá daginn eftir bara. Hafið það gott snúllur.

Guðmundur Þór Jónsson (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 22:42

4 Smámynd: Tómas Ingi Adolfsson

Gott blogg- stórsniðug síða, eitthvað sem þyrfti að kynna betur fyrir fólki...

kv. Tommi 

Tómas Ingi Adolfsson, 11.9.2007 kl. 23:55

5 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Mig langar í svona hálsmen:)

Minnir mig bara á TEACCH

Kolbrún Jónsdóttir, 15.9.2007 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband