Leita í fréttum mbl.is

Vinkonur mínar...silfurskotturnar!!

Það er svo skrýtið að ég hef alltaf heyrt að það VERÐI að eitra fyrir silfurskottum og að það sé vísbending um raka sem VERÐI að laga. Allir út úr húsi "med det samme" og kalla á meindýraeyði!!

Hér heima hjá mér er allt fullt af þessum litlu fallegu skottum. Fyrst fékk ég nett áfall þegar ég sá eina á stærð við járnsmið skjótast yfir forstofuna hjá mér, en núna kippi ég mér ekkert upp við þær. Málið er að þær eru alveg skaðlausar og þar sem allt er fullt af raka hér í Mosanum, sérstaklega þar sem allt svæðið er byggt á mýri, þá þykir bara eðilegt að silfurskottur séu hér á meðal köngulónna.

Þannig að ég hef tekið þá ákvörðun að fyrst ég get ekki rekið þær út, þá verð ég bara að gera þær að vinkonum mínum, enda krúttlegar og silfurlitaðarTounge

250px-Silberfischchen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

OJBARASTA!!! Ég kalla ykkur góð að geta sofið sko!!! Ég mundi fara með bænir 8 sinnum á dag. Ég fæ hroll að hugsa um þetta..er kominn með fæturna upp á stól sko. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 16.9.2007 kl. 13:37

2 identicon

Berta þú kemur mér sífellt á óvart, þú af öllum að vingast við skordýr á heimilinu...  en frábært að heyra að allt gangi svona vel í danaveldi skvís.

Signý (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband