Leita í fréttum mbl.is

Gómsæti maðurinn minn!

Síðustu vikurnar hefur maðurinn minn verið talinn afar gómsætur....að mati flugnanna!!!

Hann er svo bitinn af "mugginum" og fær þvílíku útbrotin og bólgurnar að hann gæti fengið hlutverk í heimildarmynd um holdsveiki án þess að þurfa í makeup.

mosquitoÉg var hrikalega bitin fyrstu dagana mína hér í Danaveldi og fékk mörg ljót sár á fæturna, rassinn og hendurnar en síðan hef ég nánast verið látin í friði, 7,9,13. Þessu er öfugt farið með minn elskulega mann, hann var ekkert bitinn í fyrstu en fær heldur betur að kenna á því núna. Er örugglega með hátt í 50 bit um allan líkamann og hefur greinilega ofnæmi undan bitunum. Hann er því núna farinn að borða margfaldan skammt af B-vítamíni (sem honum var ráðlagt í apóteki) og vonar það besta.

En þrátt fyrir allar þessar bólgur og roða þá er hann alltaf jafn sætur fyrir mérInLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

He he, bara hafa eitthvað í blóðinu eins og ég..þá koma þessi kvikindi ekki nálægt manni:) en að sjálfsögðu er hann Raggi alltaf GÓMSÆTUR sko!! Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 16.9.2007 kl. 03:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband