Leita í fréttum mbl.is

Luktirnar komnar á!

Við familíjan skelltum okkur í hjólreiðartúr seinnipartinn í gær og kíktum í heimsókn til Sigga frænda míns og fjölskyldu í næstu "sveit". Við stoppuðum aðeins lengur en planað var og þegar við vorum að fara frá þeim var komið myrkur, ekki alveg svartamyrkur en það stefndi í það óðfluga. Siggi frændi benti mér á það að ef löggan sæi okkur þá yrðum við sektuð um 550 kr. danskar fyrir hvort hjól. 550 krónur samsvarar um 6000 ísl. krónur (svona fyrir ykkur sem ekki fylgist með genginu:) Við fengum náttúrulega nett spark í rassgatið og hjóluðum heim eins hratt og pedalar toguðu og vorum Guðslifandi fegin að engin lögga var á ferðinni. Í dag var það því fyrsta verk að bruna í Fötex og kaupa luktir á hjólaparið. En það skal tekið fram að það verður að vera lukt að framan og aftan ef ekki á að sekta mann!!
Þetta finnst mér snilld við Danmörku......það er sektað fyrir allt. 550 kr. ef þú gleymir að stilla P-skífuna í bílnum þegar þú leggur honum, 550 kr. ef þú hjólar á gangbraut, 550 kr. ef þú labbar yfir á rauðum kalli osfrv.  Við Raggi höfum ekki alveg lært þessar ströngu reglur og hjóluðum "óvart" upp á gangstétt um daginn og vitir menn.....fengum hróp og köll á eftir okkur frá manni sem var að viðra hundinn sinn á gangstéttinni. Hvað blessaður kallinn sagði veit ég ekki...en eflaust eitthvað mjög vandað.

Það eina sem mér finnst vanta við þessar ströngu reglur Dana og háu sektir er að það er örugglega ekki sektað fyrir að hundurinn þinn skvetti úr sér nettum dodda. Alls staðar eru standar með pokum fyrir hundaeigendur en samt er alltaf hundaskítur um allt. Ég t.d. náði einum nýbökuðum um daginn.......var að forðast að keyra ekki barnakerrunni á gamla konu á hjóli og fór með vinstri dekkin beint yfir miðja hrúguna. Við náðum með engu móti að ná ógeðinu af dekkinu með því að fara í gras og hjakkast þar með kerruna og þurftum að smúla dekkin þegar við komum heim.
Ég hefði náttúrulega bara átt að láta vaða í gömlu kellinguna!!! Segi svona!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Nú skil ég afhverju launin eru betri í Danmörku en Íslandi. Við ættum sko að taka upp svona sektarkerfi!! Hvað hunda-skítinn varðar þá finnst mér þetta VIÐBJÓÐUR!!! Hefðir sko bara átt að hjóla í gömlu kellinguna Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 3.10.2007 kl. 23:20

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

 Innlitskveðja til þín!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.10.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband