Leita í fréttum mbl.is

Bráðum get ég sko þurrkað:)

Já....búið er að panta þurrkara á heimilið. Mikið er ég glöð og hlakka SVO til á þriðjudaginn því þá kemur hann í hús. Loksins get ég þurrkað þvott án þess að það taki tvo daga og viftu. Ástæðan fyrir því að ég fæ þann heiður að eiga þurrkara er að ég á bestu tengdamömmu í heimi!! Ástarþakkir til þín tengdó***

Þegar við Raggi fórum að skoða þurrkara þá urðum við svolítið hissa á því að það er ekki hægt að fá þurrkara í A-orkuflokki nema svo dýra að maður þarf að selja úr sér nýrun fyrir þeim, en að sjálfsögðu var planið að fá sér þurrkara í þeim orkuflokki því rafmagnið er dýrt í Danmörku.
B-orkuflokkurinn er algengari en C er algengastur og sá eini sem er á "verði með viti". Við völdum því barkalausan, Blomberg, í C-klassa og erum í skýjunum með það.

70713531715144231155028621331317707959

 Á þriðjudaginn verð ég hamingjusamasta húsmóðir í heiminum með flotta þurrkarann minnSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hæ hæ. Innilegar hamingjuóskir með þurrkarann, en er ekki jafndýrt að vera með viftu yfir fötunum? Hlakka til að heyra hvernig föt verða eftir danskann þurrk...múhahaha. Hafið það gott. knús knús.

Guðmundur Þór Jónsson, 7.10.2007 kl. 16:47

2 identicon

til hamingju með þurrkarann, bráðnauðsynlegt tæki í reykvísku rigningunni eins og greinilega í horsens... engar köngulær í honum allavega:)

elsa (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband