Leita í fréttum mbl.is

Hættulega gott......

Á mánudaginn fékk ég góðan næturgest frá Árósum......hún Kidda, sem var að vinna á SSR eins og ég kom til Horsens til að hjálpa Kollu og Hlyn að flytja og gisti hjá okkur eftir flutninginn. Við komum heim um miðnætti og settumst niður með rauðvín og osta og höfðum það voða huggó fram eftir nóttu:) Raggi bauð okkur smakk á víni sem tengdó færði okkur um daginn......Haustsól heitir vínið og er unnið úr ýmsum jurtum, þar að meðal fjallagrösum og átti ég nú ekki von á að það myndi smakkast vel. En jeminn hvað þetta var gott og þótt ótrúlegt sé þá var einhvers konar haust-bragð af því. Og þrátt fyrir að vera 32 prósent áfengt þá var þetta mjög milt og rann ljúflega niður. Hauststólin er svona týpiskt vín sem hægt er að drekka sig blindfullan af á stuttum tíma (svona fyrir það sem eru í þeim pakkanum), en við létum 2 staup næga með rauðvíninu....enda skynsamar og ábyrgar konur, hóst, hóst!!

Mæli með Haustsól frá Húsavík**

husavik_iceland

 Myndir frá Húsavík, fallegasta stað Íslands.husavik


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Húsavík er fallegur staður, kom á óvart en ég hef ALDREIa farið þangað. Það er bara æðislegt að sötra vín með skemmtilegu fólki svo ég tali nú ekki um eftir gáma-stríð. Ég get ekki beðið eftir að hitta ykkur og fá mér í GLÖS með ykkur. Hafið það gott. knús knús.

Guðmundur Þór Jónsson, 10.10.2007 kl. 18:33

2 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Hæ sæta! Mig langaði bara að nota tækifærið og þakka alveg INNILEGA fyrir mig. Þvílík gestrisni að það hálfa væri miklu meira en nóg. Ó já tek undir með þér með rauðvínið og ostana og haustsólina auðvitað alveg meiriháttar vín. Og takk fyrir yndislegt spjall - þar til næst!!!

Kristbjörg Þórisdóttir, 10.10.2007 kl. 18:34

3 identicon

veit sko um fallegri stað fyrir norðan,drakk þar haustsól í sumar með flottu

sólarniðurkomulagi.

Laxarnir í Laxó

Helga Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 20:48

4 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Já Helga mín....norðlenska sólin er líka falleg í FLATEY.....satt er það:)  En sólarniðurkomulagið er fallegast frá Gónhól á Húsavík, því er ekki hægt að mótmæla, en því miður verður breyting þar á þegar blessað álverið kemur!! 
Knús til ykkar allra í Laxó

Berta María Hreinsdóttir, 11.10.2007 kl. 07:56

5 identicon

Berta mín þakka þér fyrir fallega sögu til mín og ekki skemmir tónlistin hana. Já það er fallegt  sólarlagið á Húsavík eins og svo margt annað enda sýna myndirnar þínar það. Vona að þú hafir það gott og gangi þér vel í vinnunni.  Kossar og hlýr faðmur þín mamma.

Sigga (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 20:38

6 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Berta Berta. Það eru 90% líkur á því að ég komi 2-6 nóv. Læt vita betur um það. Knús knús.

Guðmundur Þór Jónsson, 11.10.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband