Leita í fréttum mbl.is

Nýtur þjóðfélagsþegn!

Þegar ég var nemi á þriðja ári í þroskaþjálfanum þá vann ég með öldruðum einstaklingum og fannst það mjög spennandi starfsvettvangur. En einhverfan varð samt ofan á og hef ég unnið með börnum/unglingum með einhverfu síðustu fimm ár og líkað vel. Ég stefni á að gera það áfram í framtíðinni en þangað til ætla ég að prófa eitthvað annað og hef því ráðið mig við umönnun aldraðra hér í Horsens og ætla að reyna að bæta lífsgæði einstaklinganna eins og ég mögulega get.

Ég get ekki beðið eftir að byrja að vinna, þrátt fyrir að mér líki mjög vel að vera heima með einkasoninn þá læri ég t.d. mjög takmarkaða dönsku á því, en að læra tungumálið er eitt það mikilvægasta þessa dagana til að "fúnkera" sem Dani. Ég þarf að komast út á vinnumarkaðinn, læra dönsku, fá innkomu inn á bankareikninginn og finna að ég geri gagn í þjóðfélaginu. Það er nefnilega pínu skrýtið að lifa í nýju landi, fá barnabætur, húsaleigubætur, fría heilsugæslu, frítt nám, niðurgreiddan leikskóla (þegar að því kemur)....en skila engu tilbaka.

Á fimmtudaginn í næstu viku klukkan 7:00 verður semsagt breyting þar á.......Berta verður virkur þjóðfélagsþegn í Danaveldi!!!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lykke með þetta Berta mín!

Skil þig svo vel. Þó að það sé ljúft að vera heima og dekra við litlu grislingana þá er líka mjög nauðsynlegt að komast á meðal fólks.

Annars alltaf jafn gaman að fylgjast með ykkur og sjá hvað ykkur líkar lífið vel í Danaveldi

Knús í krús

Alda

Alda (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 15:53

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hey you sko, bara snilld hjá þér að fara að vinna með old people...lærir dönsku brandaranna á þeim. Já mér drullu langar að koma í nóv....ætlaði nú bara að troða mér inn á ykkur eða Kollu*hvolpa augu*. En þetta er allt í bígerð sko.....farið fram og til baka kostar 15990 29okt-2nóv, en 24880 2-6 nóv..er að spekuglera í þessu. Mundi koma einn....ef ég þori því. Það væri svo typical me að taka vitlausa lest frá Köben til Jyllands að ég gæti þess vegna tekið lest til Marókkó...annað eins hefur nú gerst. Góða helgi og hafið það gott. knús knús.

Guðmundur Þór Jónsson, 12.10.2007 kl. 16:33

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gangi þér vel mín kæra, hvað sem þú tekur þér fyrir hendur í Danaveldi, mun verða þeim tíl góðs, er þú vinnur með... ekki spurning.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.10.2007 kl. 22:52

4 identicon

glæsilegt, til hamingju með djobbið, ef ég þekki þig rétt, þá áttu nú eftir að skila til baka og meira en það mín kæra :)
þú ættir að læra nokkra århus-brandara allavega...
hilsen, elsa

elsa (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 17:08

5 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Takk elskurnar....gott að finna að þið hafið trú á mér

Berta María Hreinsdóttir, 15.10.2007 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband