Leita í fréttum mbl.is

"Er verið að spara vatnskostnaðinn?"

Í dag var ákveðið að þrífa bílinn, enda ekki verið þrifinn síðan fyrir brúðkaup nema þegar ég ryksugaði hann um daginn.  Við fórum á Select og ætluðum að spúla ófétið eins og gert er á Íslandi en fundum hvergi kústa. Eftir nokkra eftirgrennslan þá tók ég eftir því að tvær fötur með litlum kústum í stóðu á litlu plani bakvið Select og þar við hliðina á var bílaryksuga þannig að þetta gat ekki annað en verið "danski bílaþvottastíllinn". Við semsagt lögðum bílnum fyrir framan föturnar og sáum þá að fyrir ofan föturnar voru 2 kranar....."rent vand" og "såbevand". Jáááá...sniðugt, ein fata til að sápuþvo bílinn með og hin er til að skvetta vatninu yfir þegar búið er að sápuþvo og bursta með litlu burstunum!!
Eftir að hafa hamast á bílnum í þó nokkra stund kemur maður labbandi framhjá og segir á dönsku "Er verið að spara vatnskostnaðinn?" Já segir Raggi og brosir til hans, enda greinilega mikill húmoristi þessi Dani. 
Þegar búið var að þrífa bílinn þá leit hann verr út en áður, allur í skýjum og ennþá fastir rykblettir. Kannski er þetta bara eðlilegt í Danmörku hugsuðum við.

Eftir "þrifin" var brunað upp í Egebjerg til Sigga frænda í fínar pönnsur og rjóma. Þegar við vorum að fara heim þá fórum við að hneyklast við Sigga á danska bílaþvottastílnum. Hann spurði hvort við hefðum farið á Select þar sem föturnar voru....já við gerðum það sko og vorum nú ekkert voða hrifin af þessari bílaþvottaaðstöðu. Þá var okkur sagður sannleikurinn með þessar fötur.......þetta voru sko engar bílaþvottafötur, heldur felguþvottafötur. Málið er að á Select er líka bílaþvottastöð og eru þessar fötur og kústar notaðar til að þrífa felgurnar áður en bílllinn fer inn í þvottastöðina.

Það er nefnilega það.......ekki nema von að bíllinn er allur í skýjum og rákum, enda burstarnir örugglega fullir af tjöru og öðrum eins fjanda sem við höfum nú klínt á allan bílinn!!
Við máttum samt hugga okkur við það að við erum ekki einu Íslendingarnir sem hafa lent í þessu.

 

Maðurinn með húmorinn var semsagt ekkert að grínast.....hann hefur haldið að við höfum ekki haft efni á að eyða okkar eigin vatni í bílaþvottinn!!!!!

scoobyscarwash1  Næst verður farið á bílaþvottastöð, það er nokkuð ljóst!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hæ hæ. Veistu að ég ég hef ALDREI þrifið minn bíl, í mesta lagi tekið rusl úr honum. Það er svo auðvelt að fara bara með hann í alþrif. En ég hefði eflaust þrifið bílinn minn svona eins og þið lentuð í. Er ekki bara gaman að þessu. Hafið það gott. knús knús.

Guðmundur Þór Jónsson, 15.10.2007 kl. 18:29

2 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

hehehehe.... við pössum okkur á þessu þegar við þvoum okkar drossíu:)  Gott að fá svona tips.....

Kolbrún Jónsdóttir, 15.10.2007 kl. 18:44

3 identicon

Aumingja bíllinn ykkar.  Vonandi jafnar hann sig fljótlega. 

Elín Hulda (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband