Leita í fréttum mbl.is

Er orðin spennt.....

Eftir rúmlega sólarhring á ég að mæta minn fyrsta vinnudag. Ég get ekki beðið, reyndar verð ég að viðurkenna að mér ógnar svolítið við að þurfa að vakna klukkan 6 því ég er algjör svefnpurka og manna fúlust á morgnana. Ég mun samt að sjálfsögðu ekki mæta með fílusvipinn og stýrurnar í augunum klukkan 7 en ég veit að það mun taka á að komast fram úr beddanum. Ég hef markvisst farið fyrr að sofa síðustu kvöld til að vakna með Hermanni klukkan 7 því hann vaknar alltaf á þeim tíma en hann hefur alltaf leyft mér að kúra til ca 9 þessi elska. En akkúrat núna, síðustu morgna hefur hann (í fyrsta skipti síðan við komum út) sofið til 8 og 9 á morgnana!!! Er þetta ekki alveg týpískt??!! 

En í vinnuna ætla ég að mæta með bros á vör og ég hlakka rosalega til að fara að kynnast nýju fólki, tala dönsku og læra eitthvað nýtt. Ég hef meira að segja tekið fram lokaverkefnið mitt (BA) og lesið til að rifja upp rannsóknina mína sem ég gerði á hjúkrunarheimilum um virkni aldraðra þar, hlutverk þroskaþjálfa og það sem mér finnst einkenna góða þjónustu. Ég er líka búin að fara yfir skyndihjálpina svo ég sé örugglega með á hreinu hvernig bregðast eigi við ef einstaklingur fær heilablóðfall, hjartaáfall, mjaðmargrindarbrot, er að kafna osfrv. Fyrir ykkur sem ekki hafið tekið skyndihjálp síðasta árið þá er sko það nýjasta að hnoða 30 sinnum og blása 2svar !!

Vonandi á ég eftir að hafa jafn gaman að vinnunni og ég gerði á vettvangstímabilinu mínu á 3ja ári í þroskaþjálfanum en þá valdi ég mér að vinna með öldruðum og naut þess í botn.  Þannig að núna er bara að krossleggja fingur, henda sér út í dönskuna og gera sitt besta.

Ég var annars að spá í að skella "Föstum liðum eins og venjulega" í tækið núna þar sem kallinn er ekki heima. Hún Elsa Þóra mín elskulega vinkona gaf mér alla þættina þegar "brydal showerið" mitt var í sumar og þar hitti hún sko í mark......enda bestu þættir í heimi sem ég verð að horfa á alein. Málið er að ég kann þættina utan að og það er óþolandi að horfa á þá með mér þar sem ég þyl allan textann með leikurunum:)

Hver man ekki eftir þessum gullmolum úr Föstum liðum;
"Ertu að sjóða þessar fiskibollur???  Nei ég er bara að kenna þeim að synda"
"Klukkan.....hún drukknaði í klósettinu"
"Indi minn......er þetta stórbruni?"
"Ætlaðir þú ekki að bjóða mér út að borða? Jú, út á svalir....með kjammana"
"Afi....súperman"
"Veistu....ég er með svo miklar föðurlífsbólgur"
"Björk og Bjarki...gjöriði svo vel, elskurnar....morgunmatur"
"Viltu að ég hringi á lögregluna?  Nei...ég vil að þú sýnir mér á þér brjóstin"

BARA SNILLD!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er að kvikna í ... það er að brenna... í eldhúsinu hjá honum Indriða... :)

Vá ef það er ekki málið núna Berta að ég hoppi upp í næstu flugvél til þín og við horfum saman á þættina.. rifja upp old days í Orrahólunum :) vá hvað ég væri til í að eiga þessa þætti.. nú öfunda ég þig... :)

Gangi þér annars vel á fimmtudaginn, það verður gaman að sjá hvernig þetta gengur með að fara fram úr... ég er nebbla sama týpa og þú og gæti aldrei vaknað svona snemma.

Heyrumst fljótlega.. bið að heilsa restinni af fjölskyldunni.

Bestu kveðjur Hobba og Hafþór

Hobba (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 21:46

2 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Þú ert sko alltaf velkomin í "Fasta liði" partý hjá mér Hobba mín

Berta María Hreinsdóttir, 16.10.2007 kl. 22:02

3 identicon

Ég þvæ þetta bara fyrir þig aftur!!! Snilldarþættir... góða skemmtun:) Mundu bara að hafa vekjaraklukkuna laaaaangt frá rúminu svo maður overdósi ekki á snúsinu eða slökkvi bara....
Tu tu, break a leg og allt það í vinnunni, altsvo gangi þér vel, ekki brjóta neitt af gamla fólkinu sko :) Love ya!

elsa (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 22:16

4 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Berta, þú morgunfúl???? Ég hef ALDREI orðið var við það. En gangi þér rosalega vel á fimmtudaginn. Best að hafa vekjaraklukkuna í eldhúsinu því þá ÞARF maður að fara fram úr til að slökkva. Skemmtu þér vel að horfa á þættina...þeir eru SNILLD!!!!! Hafið það gott. knús knús.

Guðmundur Þór Jónsson, 17.10.2007 kl. 00:24

5 identicon

eg hef engar ahyggjur af tvi ad ter eigi ekki eftir ad finnast gaman i vinnunni...va hvad mer fannst gaman ad vinna med oldrudu folki, otrulegt hvad tetta folk hefur mikid ad segja og merkilegt i tokkabot:) efast ekki um ad elsti hluti folksins i dk er jafn skemmtilegur og sa sem eg fekk ad vinna med a islandinu:)

kaerar kvedjur fra cuzco, peru (tar sem afmaelisgjof sonar tins var keypt!!!!)

asta

asta magsa:) (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 04:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband