Leita í fréttum mbl.is

Allt á hornum mér í dag.....

Já þessi dagur hefur verið frekar þreyttur og leiðinlegur. Reyndar fengum við gott og skemmtilegt fólk í heimsókn fyrir matinn sem hressti nú aðeins upp á daginn, sem betur fer!!
Ég vaknaði seint og illa í morgun og fór mjög seint að sofa í gærkvöldi sem var ekki alveg það sem ég hafði planað til að "æfa" mig í að vakna snemma og sofna snemma fyrir fyrsta vinnudaginn minn á morgun. Allavegana.....ég ætlaði að láta framkalla brúðkaupsmyndirnar í dag og sá að Bilka býður upp á netframköllun og datt í hug að nýta mér það, enda var planið að framkalla allar myndirnar frá ljósmyndaranum og þónokkrar aðrar sem við höfum fengið frá ættingjum á CD og því um nokkur hundruð myndir að ræða. Og þar sem Bilka býður upp á mjög ódýra framköllun þá ákvað ég að nýta mér það. Í meira en klukkustund safnaði ég myndum inn á eitthvað svæði á heimasíðu Bilka en þegar ég byrjaði að senda þá voru þetta allt of stórar og margar myndir fyrir þetta svæði og hefði sennilega tekið um 3 daga að senda þetta!!! Jæja hugsaði ég.....þá bara brenni ég þetta safn á CD og fer með í framköllum annars staðar. Já nei nei, ekkert hægt að "cuta" eða "copya" og það eina sem var hægt að gera var að "deleta". Þannig fór þá sá klukkutími!!  En í bæinn fórum við fjölskyldan með það að markmiði að kaupa á mig inniskó fyrir vinnuna. Við í Möhlbjerg (stóru skóbúðina í Horsens) og eftir MIKLA leit fann ég eina skó sem pössuðu mér (en ég á mjög erfitt með að fá á mig skó vegna ilsigs og bæklunar á báðum fótum). En ég hélt bara á einum skó nr. 41 og fór að leita að hinum svo ég gæti borgað. Loksins fann ég hinn skóinn......í höndunum á annarri konu sem var að leita að skónum mínum!!!! Ég, hálfvitinn, rétti henni skóinn sem hún þakkaði pent fyrir og borgaði. Afgreiðslustúlkan sagðist þá ætla að finna annað par á lager handa mér. En að sjálfsögðu var ekki til annað par nr. 41, hin kellingin farin með parið "mitt" og von á næstu sendingu í MARS!!!

Semsagt.....engar myndir komnar í framköllun og engir inniskór fyrir vinnuna komnir í hús!!
Ætla bara að fara að hátta mig núna, klukkan að ganga níu hjá mér og planið að sofna MJÖG snemma. Ég vona að mig dreymi bara eitthvað fallegt í nótt svo ég vakni nú ekki pirruð og fúl klukkan 6 í fyrramálið, nógu er ég morgunfúl fyrir!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Berta mín þetta hefur ekki verið góður dagur hjá þér en ég vona að þú sofir vel og vaknir hress og kát, gangi þér vel í vinnunni verð með þér í huganum.   Kveðja mamma.

Sigga. (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 00:19

2 identicon

Gangi þér vel í vinnunni ég hugsa til þín og tímanna okkar þegar við vorum saman í skólanum.  Það var nú oft notalegt að mæta á morgnanna vitandi það að þú mættir jafn snemma til að nýta ferðina.  Mér fannst allavega alltaf notalegt að vita að ég þurfti ekki að hanga ein upp í skóla. 

Þú ert nú ekki sú eina sem kannt Fasta liði eins og venjulega.  Á mínu heimili eru þessir frasar notaði óspart.  He he. Kannast við þetta stundum fer Steini og systir hans með heilu þættina þegar þau eru að spjalla saman.  Klikkar ekki. 

Gangi þér vel!!!

Elín Hulda (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband