Leita í fréttum mbl.is

Örmagna og örvæntingarfull....

istockphoto_2013788_confused_monkeyÞá er minn fyrsti vinnudagur búinn og ég er gjörsamlega búin á því. Ekki það að vinnan sjálf hafi verið svona erfið, heldur er heilinn á mér brunninn yfir!!! Ég talaði enga ensku í dag, bara brenglaða dönsku með sænsku ívafi og íslensku inn á milli.....sem var ekki alveg að gera sig.
Það sem mér fannst samt verra var að skilja ekki meira af því sem var sagt við mig. Ég þurfti að innbyrða svo margar upplýsingar um skjólstæðingana mína og um öll verkin sem þarf að gera, allt á dönsku og er ég fullviss um að ég hef misskilið helminginn af því. 

Í lok vinnudagsins var ég mjög glöð með að vera komin með vinnu en mjög pirruð yfir lakri dönsku kunnáttu minni þannig að við hjónin skelltum okkur á bókasafnið á leiðinni heim og fengum okkur bók og hljóðbækur á dönsku og er markmið næstu vikna að hlusta og lesa dönsku á kvöldin. Annað gengur bara ekki.....ég VERÐ að læra dönsku og það STRAX!!!   Við fórum líka á kommúnuna til að fá skattkort fyrir mig, en þá var okkur vísað annað og þegar við loksins komum þangað þá vorum við ekki skráð gift í kerfinu þeirra þannig að við eigum að reyna aftur á morgun (kemur á óvart!!).

Allavegana.....mér var strax boðin föst staða í vinnunni í dag, kvöldvaktir og full vinna og ætla ég að skella mér á það næstu mánuði. Ákvað að henda mér út í djúpu laugina og vonast til að geta svamlað í land, allavegana troðið marvaða og vonast eftir björgunarhringjum hér og þar. 
Er það ekki bara málið??!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ... glæsilegt að vinnan gekk vel.. þú átt sko eftir að massa dönskuna Berta mín... er ótrúlega fljótt að koma... Gangi þér áfram vel.. og nú er bara að taka fram danskar ástarsögur og kúra upp í rúmi...;)

kær kveðja

Hobba

Hobba (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 19:30

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hæ hæ. Glæsilegt að heyra. Danskan kemur áður en þú veist af. Gott hjá ykkur hjónunum að tala dönsku...væri til að heyra rifrildi á dönsku. Gangi þér vel með dönskuna og ykkur vel að láta þá vita að þið eruð GIFT og dönskuna. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 18.10.2007 kl. 22:15

3 identicon

Þið eruð algjörar hetjur. 

Elín Hulda (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 14:20

4 identicon

Elsku Berta mín

Gaman að heyra að þú ert byrjuð að vinna. Gott að heyra að allt gekk vel firsta daginn. Þegar ég byrjaði að vinna hérna í London þá var ég að brenna út að vera ekki að skilja alveg en núna eins og innfædd með hreim hahhaha. Þetta á allt eftir að ganga vel, ég tók ástabækur á ensku og er núna í skólabókunum.  Heyrumst

Þórunn guðrún 

Þórunn Guðrún (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 15:12

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Det er da vanskeligt nok at begynde et nyt arbejde og snakke sit eget moders-sporg, end ikke i et fremmed land - med et fremmed sprog...Uha. Du er da virkelig en dygtig pige, Berta, og held og lykke til!!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.10.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband