Leita í fréttum mbl.is

Ég sé ljósið.....

Eftir minn annan dag í vinnu þá er ég mun bjartsýnari en í gær. Ég reyndi að hlusta á hljóðbók í gærkvöldi en það gekk ekki vel, ég verð að geta lesið úr bókinni með og ætla því að gera aðra tilraun eftir helgi að fá bókina með hljóðspólunni (var í útláni í gær). En það var alveg ótrúlegt hvað ég skyldi miklu meira í dag en í gær í vinnunni, og einnig þorði ég að tjá mig meira og þá varð allt miklu einfaldara:) Ég semsagt kom hjólandi heim með bros á vör og til í gott helgarfrí og síðan fulla vinnu.

Vá hvað það var kalt í morgun. Það var tveggja stiga frost og það var eins og 12 gráður heima á Íslandi, rakinn er svo mikill hér. En síðan skein sólin í mest allan dag en samt frekar kalt....semsagt týpiskt gluggaveður.

Seinnipartinn í dag kom Hlynur og bauð okkur í "hjemmelavet" pizzu til hans og Kollu. Pizza með kjúkling, lauk og barbeque var það heillin og var það alveg snilld....enda Kolla besti kokkur í heimi!! Emil og Hermann léku sér eins og þeim einum er lagið og gátum við fullorðna fólkið spjallað eftir matinn og bragðað á íslensku nammi. Takk fyrir okkur elsku Kolla og Hlynur**

Annars er ekkert plan um helgina, kemur bara í ljós hvað við nennum.
"Ha en god weekend alle sammen".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

En glæsilegt hjá þér Berta. ég segi bara: Go go Berta. Gaman hjá ykkur að borða saman, en pizzan hljómar.......ætla að smakka hana áður en ég dæmi hana. En endilega prufið þið pizzu með: Beikoni, pepperoni og bönunum...ÞAÐ ER SNILLD!!! Hafið það gott og gangi ykkur vel í dönskunni.

P.S. 2. nóv er í sigtinu.

Guðmundur Þór Jónsson, 19.10.2007 kl. 23:39

2 identicon

uff....islenskt nammi!!!! vaeri eg til i eins og einn ossom dream eins og gudda vinkona min segir...shit ja:) teir i sudur ameriku gera bara nammi ekki med sykri og bara allt ekki med sykri...!!!

gangi ter vel i vinnunni, mer leid alveg eins eftir fyrsta daginn minn i koben:) tetta kemur allt...;)

kvedja ur boliviu,

ykkar

asta

asta (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 01:33

3 identicon

Sko þig Berta, þetta kemur allt saman! Þú átt eftir að ná dönskunni fljótt og verður farin að koka og kúgast innan skamms!!

Djö hefði ég samt orðið pirruð við kjellinguna sem stal skónum þínum! Mundu bara næst að halda fast í þitt eintak... ;)

Ha det bra min bästis

Þórunn Harðar (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband