Leita í fréttum mbl.is

Heill tugur!!!

Fyrir nákvæmlega 10 árum (og 15 kílóum) síðan byrjuðum við Raggi saman sem "kærustupar". Frekar fyndið að hugsa til þess, en á þessum tíma höfum við búið á Húsavík, Fossvogi, Árbænum, Breiðholti, Grafarvogi og nú í Horsens. Við höfum verið trúlofuð í tæplega 9 ár og gift í þrjá og hálfan mánuð.  Ég hefði ekki getað fundið betri lífsförunaut en hann Ragga minn og veit ég hreinlega ekki hvar ég væri ef við hefðum ekki kynnst. En við höfum notað daginn í dag í að keyra um Horsens og nágrenni, skoðað nýbyggingar og látið okkur dreyma um fallegt einbýlishús með garði og fallegu útsýni. Við reyndar fundum eitt glæsilegt "draumahús" og fórum á netið til að skoða verð og urðum fyrir sjokki....enda 15 miljónum dýrara en við áttum von á. En það er alltaf gaman að láta sig dreyma**

Í kvöld ætlar Raggi að bjóða mér og Hermanni út að borða á Jensen´s böfhus í tilefni dagsins:)
DSC02706Við (alltaf jafn eðlileg) í byrjun okt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hæ hæ. Rosalega gaman að hugsa um tugina. En ef þið hefðuð lagt 1000 krónur fyrir á mánuði í öll þessi ár þá ættuð þið örugglega fyrir húsinu núna, enn alltaf gott að dreyma.  Já, þið passið ótrúlega vel saman!!!! Skemmtið ykkur rosalega vel í kvöld og hafið það gott. koss knús.

P.S. Ef þú hefðir ekki byrjað með Ragga, værum við þá ekki bara saman núna..múhahaha 

Guðmundur Þór Jónsson, 21.10.2007 kl. 16:55

2 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Elsku Berta og Raggi.... vonandi hafið þið fengið extra góðan mat og dekur á böfhúsinu í kvöld:)

Sjáumst vonandi í fyrramálið Berta mín

Kolbrún Jónsdóttir, 21.10.2007 kl. 20:14

3 identicon

Til hamingju með daginn, þetta er ótrúlegat þegar hugsar til baka. Njótið matarinns.

Kær kveðja frá London 

Þórunn guðrún (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 22:18

4 identicon

Elsku Berta og Raggi

Innilega til hamingju með daginn... maturinn hlýtur bara að hafa verið góður á Jensens... sá staður klikkar aldrei :)

kv

úr kuldanum á klakanum

Hobba (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 22:47

5 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Takk fyrir dúllurnar mínar.....jú maturinn var snilld eins og við var að búast:)

Berta María Hreinsdóttir, 22.10.2007 kl. 07:37

6 identicon

Til lukku með árin 10 :)

 Eru margir Jensen's staðir? Vinkona mín er búin að mæla með þessum stað við mig, en þá í Köben. Annars lendi ég í köben eftir nákvæmlega 9 daga :) Ohh hlakka til að sjá þetta land sem allir sem maður kynnist flytja til!!

Arna V. (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband