Leita í fréttum mbl.is

Hús á einni hæð, takk!!!

Ég hef alltaf verið á móti íbúðum/einbýlisshúsum á tveimur hæðum (hvað þá fleiri hæðum). Málið er að ég er skíthrædd við stiga. Síðan við fluttum hingað í Mosann þá hef ég lært að sættast við stigann sem er á milli hæðanna og hefur einkasonurinn sýnt ótrúlega örugga takta í stiganum þannig að ég var hætt að vera hrædd um hann labbandi upp og niður oft á dag. Þangað til í dag......
Við fjölskyldan vorum öll uppi þegar Hermann ákveður að fara niður og dettur í efstu tröppunni og rúllar alla leið niður. Þegar ég heyrði fyrstu höggin þá hélt ég að hann væri að byrja að labba niður, en fattaði mjög fljótt að hann væri að rúlla niður tröppurnar. Hjartað stoppaði, ég missti úr höndunum því sem ég hélt á og stökk á eftir honum öskrandi. Þegar ég er komin í miðjan stigann, (sem er u-laga) þá var hann að detta niður seinustu tröppurnar niður á flísarnar á gólfinu. Ég hef aldrei verið jafn hrædd á minni lífstíð. Ég tók hann strax upp, reyndi samt að passa háls og haus og bar hann í sófann. Hann grét í örfáar sekúndur og hætti svo. Við báðum hann að hreyfa hendur og fætur og gat hann það, en sagði "meiddið" vera hér, hér, hér og hér......semsagt út um allt. En aldrei benti hann á höfuðið, sem var gott. Eftir að hafa rætt við hann og skoðað hann þá stökk hann á fætur og byrjaði að leika sér....eins og ekkert hafi í skorist!!
 
Ég þakka Guði fyrir að ekki fór verr og hvað hann er léttur og lipur litli strákurinn minn. Í kvöld hefur hann mikið talað um að hann hafi dottið í stiganum, "Hemmi detta, bomm, bomm". "Hemmi fljúga stigann, bomm". "Mamma gráta, uhu" og hefur hlegið inn á milli, bara eins og þetta hafi verið einhvers konar ævintýri. Miklar umræður um að labba hægt, halda sér í, slysadeildina og annað voru yfir matnum í kvöld, en þar sem Hermann er nú bara 2ja ára þá held ég að aðeins takmarkað hafi skilast til hans.  

Við mæðginin skelltum okkur í sturtu fyrir svefninn og var prinsinn þá skoðaður í bak og fyrir. Engin ummerki, aðeins pínu rauður blettur á enni. Ótrúleg þessi börn.....og hvað þau þola.

En þessi bylta hjá Hermanni ýtti enn frekar undir mínar hugmyndir um hús á EINNI hæð!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjúff!!! Gott að þetta fór svona vel! :)

en hmmhmm! Hús á einni hæð segirðu, hvað með 3 þá! Við erum einmitt að fá tilboð í stigann þessa dagana, kannski ég ætti að bæta við ósk um veltivörn fyrir litla og fjöruga fætur! hehe:) Annars er ótrúlega seigt í þessum börnum eins og þú segir.

Jæja gamla, vona að Hermann fari framvegis varlega í stiganum!

Húsavíkurkveðjur

Þórunn bästis (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 23:48

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hæ hæ. Gott að fór ekki verr. Já, hús á einni hæð segiru...hmm...þyrfti það þá ekki vera frekar stórt?? Skil vel að hjartað stoppaði, ég hefði bara farið að grenja (enda svo mikil KELLING). Hafið það gott og faðmaðu nú Hermann frá mér. Knús knús.

Guðmundur Þór Jónsson, 24.10.2007 kl. 23:54

3 Smámynd: Tómas Ingi Adolfsson

Þetta minnir bara á mig þegar ég var yngri. Ég bjó einmitt í tveggja hæða húsi með hringstiga þegar ég var 2-7 ára og ég valt nokkrum sinnum niður hann án tilheyrandi meiðsla. Mamma "panikkaði" samt alltaf jafn mikið...já,börn þola meira en maður heldur

kv. Tommi 

Tómas Ingi Adolfsson, 24.10.2007 kl. 23:57

4 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

úff greyið kallinn.... gott að þetta fór ekki verr. 

Emil er búin að detta tvisvar sinnum i stiganum (reyndar bara örfáar tröppur) og Hafsteinn einu sinni.... samt er eins og það sé gleymt næst þegar hlaupið er niður stigann.

Kolbrún Jónsdóttir, 25.10.2007 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband