Leita í fréttum mbl.is

Græddum klukkustund.

Í nótt var klukkunni breytt hér í Danmörku og gátum við fært hana aftur um eina klukkustund í morgun. Það þýddi samt að einkasonurinn var vaknaður klukkan 6 en ekki 7!!  Frekar skrýtið að græða klukkutíma......en samt ánægjulegt. Núna er því bara ein klukkustund á milli okkar og Íslands.

Haldið er upp á hrekkjarvöku hér í Danmörku eins og í Ameríku (þótt ótrúlegt sé) og er hægt að kaupa grasker og alls konar nornasprell í öllum búðum. Við héldum að börn myndu ganga í hús um helgina og safna nammi og var ég búin að setja nammi í skál áður en ég fór í vinnu í gær svo Raggi og Hermann gætu gefið krökkunum. En svo kom víst enginn og virðist því hrekkjarvakan vera haldin hátíðleg á miðvikudaginn en ekki um helgina. En það verður gaman að geta verið heima og hitt alla litlu krakkana í búningunum:)

halloween

Elsa Þóra, besta æskuvinkona mín átti afmæli í gær.......til hamingju elsku Elsa mín***


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Til hamingju með klukkutímann. Og á ekki að láta grasker út í garð? Eru ekki köngulær hræddar við svoleiðis..múhaha. Ég væri alveg til að klæða mig upp í nornabúning og biðja ykkur um hrekk eða nammi. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 28.10.2007 kl. 12:42

2 identicon

hæ hó!

Við græðum klukkustund um næstu helgi - en þá verða 8 klst á milli okkar og Íslandsins. Það verður skrautlegt að reyna að snúa því um jólin ;)

Já hrekkjavaka! Það er sko ekkert smá dæmi hérna! Ameríkanarnir alveg að tapa sér. Húsin skreytt hægri vinstri og við ætlum einmitt að ganga í hús á miðvikudaginn með vinum okkar. Það er ekki laust við það að það sé spenningur í liðinu, farin að hlakka til að fá fullt af nammi!

Heyrumzt

Hulda Ösp (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband