Leita í fréttum mbl.is

Nauðsynlegt en erfitt.

Undanfarna þrjá virka daga hef ég verið að aðlaga litla drenginn minn á leikskóla. Það hefur gengið mjög vel, hann hleypur glaður inn á hverjum morgni og virðist mjög ánægður með nýja leikskólann sinn. Hann skilur reyndar mjög takmarkað, eiginlega bara ekki neitt, en hann hefur samt reynt að tala sína dönsku, sem er nákvæmlega bara bulltal sem enginn skilur, en samt mjög krúttlegt. Í gær fór ég frá honum í klukkustund og kvaddi hann mig voða góður en varð pínu leiður rétt eftir að ég fór. Í dag fór ég tvisvar frá honum, fyrst í 2 tíma og svo í 1 og hálfan tíma. Í bæði skiptin kvaddi hann mig voða sáttur en hann grét víst mjög mikið á meðan ég var í burtu. Þetta finnst mér voða erfitt, en engu að síður er þetta bara eðlilegt.....er það ekki annars???

Hann er svo heppinn að Viðar, vinur hans úr Mosanum, er líka á sama leikskóla og hafa þeir náð vel saman á leikskólanum. Viðar er voða góður við hann og hefur hann líka komið með okkur heim í gær og í dag og eru þeir alveg bestu vinir. Í dag fengu þeir að baka með mér pönnsur eftir leikskólann og runnu 7 stykki ljúflega ofan í þá tvo:)
Núna sitja þeir uppi með Ragga og spila og syngja, Raggi spilar á gítar og þeir á trommu og píanó....bara sætt:)

Þrátt fyrir að mér finnist voða erfitt að sleppa takinu af Hermanni og skilja hann eftir á leikskólanum, vitandi að hann muni jafnvel fara að gráta, þá veit ég að þetta er honum fyrir bestu. Og að hann skuli eiga tvo góða vini í leikskólanum sem búa í næstu húsum, Emil og Viðar, er alveg yndislegt:)

Hemmi og Viðar að baka pönnsur

Flottir tónlistarmenn

Hér eru þeir félagarnir að baka pönnsur og spila saman.

 

Tengdamamma mín á afmæli í dag......til hamingju elsku Domma**


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta getur verið alveg ferlega erfitt og það er ósköp eðlilegt að hann gráti! Ég held að ég myndi nú bara hreinlega gráta ef ég færi í vinnu þar sem ég skildi ekki bofs í tungumálinu! En eftir smá tíma verður hann farinn að verða leiður yfir því að það sé að koma helgi og hann geti ekki farið í leikskólann ;)  Gæti svo trúað að þetta tæki oft meira á mömmurnar heldur en börnin.... ;)

Hulda (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 17:06

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hæ hæ. Já, veistu hann Hermann hefur gott af þessu. Þetta á ekki eftir að standa lengi yfir. Og svo er bara besta mál að eiga tvo félaga sem búa alveg við mann. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 6.11.2007 kl. 22:33

3 identicon

Ég skal trúa því að þetta sé erfitt... mér finnst afar erfitt að fara frá Herði og hef ég þó aldrei verið lengur í burtu en rúmar 2 klst! (jú fyrir utan á bekkjarmótinu í sumar) En hann er nú svo lítill ennþá:)

Vonandi gengur vel á leikskólanum hjá Hermanni og í vinnunni hjá þér heillin;)

Knús til ykkar allra!!!

Þórunn & co.

Þórunn Harðar (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 10:01

4 identicon

skil þig ósköp vel berta mín, eins og að slíta úr manni hjartað stundum að þurfa að fara frá þeim þegar þau eru ósátt, en er viss um að þetta er erfiðara fyrir okkur en þau.  Ef ég þekki minn pjakk rétt, þá verður hann ekki lengi að komast yfir þetta :)
söknum ykkar mikið,
elsa, kiddi og börnin (hljómar þetta ekki fullorðins??) :)

elsa (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband