Leita í fréttum mbl.is

Prinsessa Sveinsdóttir komin í heiminn:)

Fékk símtal í gærkvöldi frá pabba um að Svenni bróðir og Marzenna væru komin upp á fæðingardeild á Akureyri. Marzenna var skráð í dag, 1. desember, og sú litla lét sko ekki bíða eftir sér. Var mætt á skothraða klukkan rúmlega 2 í nótt og til í slaginn:) Hún var 51 cm og 16,5 mörk.......alveg fullkomin:) Ég var reyndar viss um að Marzenna gengi með strák.....en ég hafði greinilega rangt fyrir mér!

Elsku Svenni og Marzenna.....innilega til hamingju með litlu dúlluna ykkar, vildi óska að ég gæti komið og knúsað ykkur, en það verður að bíða betri tíma. Hlakka þvílíkt til að sjá myndir af prinsessunni:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Gísladóttir

Innilega til hamingju með til frænku

Anna Gísladóttir, 1.12.2007 kl. 19:45

2 Smámynd: Anna Gísladóttir

...... með litlu frænku átti þetta auðvitað að vera

Anna Gísladóttir, 1.12.2007 kl. 19:45

3 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hæ hæ, innilegar hamingjuóskir með litlu frænku þína. Lætur einhver bíða eftir sér í þinni fjölskyldu.hehe. Skil að þig hlakki til að knúsa og sjá litlu. Hafðu það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 1.12.2007 kl. 19:50

4 identicon

Hæ Berta mín!

Hjartanlega til hamingju með litlu frænku:) Það er nú ekki alltaf hægt að hafa rétt fyrir sér með svona gisk... hihi!

Vonandi heilsast þeim vel og ykkur sömuleiðis:) Bestustu kveðjur frá Húsavík, Þórunn & co.

Þórunn Harðar (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 11:55

5 identicon

Hæ hæ litla fjölskylda !

Til hamingju með litlu frænku ykkar

Kv frá Lindu og co úr Keflavík

Berglind (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 20:01

6 identicon

Til hamingju með litlu frænku :)

Vonandi er jólalegra hjá ykkur en okkur hér í ammeríku! Hlökkum mikið til að fara heim og sjá öll jólaljósin

Hulda (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband