Leita í fréttum mbl.is

Frábær helgi!

Það hefur sko ýmislegt skemmtilegt verið gert hér síðustu daga og verður tíminn fram að jólum enga stund að líða með þessu áframhaldi.

Helgin var tekin með trompi, fimmtudagskvöldið fórum við til vinafólks okkar í mosanum, Rakelar og Svavars, og borðuðum með þeim pizzu og spiluðum Mr. og Mrs. Alveg snilldarspil sem ég væri sko til í að spila aftur og þá lengur. Á föstudaginn fór Raggi á jólahlaðborð með bekknum sínum en ég tók því rólega heima með Hermanni þangað til Kolla vinkona og Gunna vinkona hennar frá Íslandi komu í heimsókn. Það var frábært að sjá þær og gátum við spjallað lengi vel yfir jólabjór og smákökum. 


Hermann og Viðar með fánaLaugardagurinn var tekinn snemma, fórum á fætur fyrir 8 og vorum lögð af stað kl 9 til Óðinsvé í H.C. Andersen jólabæinn. Við vorum í samfloti með Kollu og fjölskyldu og Rakel og fjölskyldu. Við lentum reyndar í því óhappi að það sprakk dekk hjá okkur á hraðbrautinni......í annað skiptið síðan við fluttum út sem það springur hjá okkur á hraðbrautinni!!! Kolla og Emil litli voru með okkur í bíl og varð Emil svolítið hræddur þegar þetta gerðist og talaði lengi um þetta á eftir, enda aldrei lent í svona greyið. Hermann aftur á móti spáði ekkert í þetta frekar en þegar þetta gerðist síðast. Sem betur fer er hann Raggi minn enginn glanni á bíl og gat því örugglega hægt á sér og farið út í kant á hraðbrautinni, ég hefði ekki viljað vera í einum af bílunum sem aka á 150 eða meira!!

Hermann og Viðar í hringekjunni

Deginum eyddum við í Óðinsvé og gengum við um allan jólabæinn og einnig stóran hluta af miðbænum. í H.C. Andersenbænum var hægt að skoða margt fallegt jóladót, krakkarnir fóru í hringekju og svo var hægt að fara á hestakerrur og margt fleira. Einnig var fullt af fólki að sýna listir sínar, á gamla vísu. Allt í anda H.C. Andersen. Þrátt fyrir kulda og strekking þá var dagurinn frábær í alla staði.

Í gær, sunnudag, fórum við í Bilka og kíktum á Coca cola-lestina og fórum svo í heimsókn til Sigga frænda og Hrannar. Sátum lengi með þeim og borðuðum danskar eplaskífur og smákökur og spjölluðum lengi vel.....alveg yndislegt:) 

Raggi og Hermann Veigar

Við fjölskyldan bíðum bara jólanna, erum nánast búin að öllu, ætlum að senda seinustu jólasendinguna til Íslands á morgun og svo er stutt þangað til Raggi kemst í jólafrí. Hermann er mikið jólabarn og hefur gaman af öllum jólaljósunum og talar mikið um jólapakkana. Hann fer kátur og glaður á leikskólann á hverjum morgni og fagnar mér glaður og kátur þegar ég sæki hann eftir ávaxtastundina á leikskólanum. 
Algjör gullmoli þetta barn:) 

Takk fyrir góða helgi kæru vinir**


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sælar

Helginn hefur verið mjög skemmtileg hjá þér. Gaman að sjá hvað gegnur vel hjá ykkur í DK, Hermann dafnar vel. Hvernig er í vinnuni hjá þér? 7.9.13 þá hefur ekki sprungið hjá okkur á hraðbrautini.

Skemmtið ykkur vel um jólin

kveðja frá london 

Þórunn guðrún (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 11:57

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hó hó hó. Yndisleg helgi hjá ykkur. Ég hefði GARGAÐ ef ég væri á hraðbraut og dekkið sprungið..je minn eini sko.  Já, og Hermann er algjör gullmoli. Ég keypti mér flug til ykkar en að vísu var bara hægt að fá til Köben. Kem 13. febrúar- 18 febrúar, verða ekki útsölur þá??? Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 10.12.2007 kl. 14:47

3 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

En gaman að heyra hvað þið hafið skemmt ykkur vel. Já hann Hermann er algjör engill tek undir það !

Kristbjörg Þórisdóttir, 10.12.2007 kl. 21:49

4 identicon

Já Berta mín þið eigið sko stórann gullmola og ég veit að þið kunnið að elska og meta hann mikið. Helgin hefur verið skemmtileg hjá ykkur eins og við var að búast hafið það sem best.  Þín mamma.

Sigríður Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 01:49

5 identicon

ja hermann er sko algjor gullmoli og betra barn til ad vera med i sinni umsja er varla ad finna (ad ollum odrum bornum i fjolskyldunni olostudum)....sakna ykkar allra mjog mikid og jolin a islandinu verda sko skrytin a ykkar triggja....

knus og kossar fra Gwatemala..

asta

astan (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 03:25

6 identicon

Sæl Berta mín. 

Ég sé að þú hefur sett inn góða tengla fyrir mig þegar ég kem út.  He he.  Ég er búin að vera að skoða tenglana hjá þér og er að reyna að ákveða hvað mig langar að gera á meðan við verðum úti.

Hlakka til að hitta ykkur.  Sérstaklega að sjá hvað Hermann hefur stækað mikið frá því við sáumst síðast.

Knús og kossar

Elín Hulda (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband