Leita í fréttum mbl.is

Öðruvísi jólasiðir!

Þegar maður flytur í annað land þá þarf maður að aðlagast mörgu nýjum venjum og siðum. Nú eru það jólasveinarnir....já eða jólasveinninn og jólaálfarnir. Hér í Danmörku er bara einn jólasveinn og kallast hann "Julemænd". Hins vegar eru margir jólaálfar eða "Julenisser". Julenissarnir eru litlir kallar sem gefa gjafir og eru líka pínu stríðnir, eins og íslensku jólasveinarnir. Hér fyrir neðan getið þið lesið aðeins um nissana en ég fann þetta á netinu og kemur Ísland þarna við sögu:)

nisse og julemanden

Nisser og eller lignende væsner er ældre end kristendommen i Danmark. Den ældste beretning om et nisselignende væsen, findes i Olav Tryggvessons saga. Her fortælles om en islandsk bonde, der hed Kodran. Denne bonde havde en "årmand", som boede i en sten og gav gode råd om gårdens drift. Imidlertid fik den kristne præst nys om Kodran og hans overnaturlige hjælper, og fordrev årmanden ved hjælp af bl.a. salmesang og vievand, som han ikke kunne tåle, fordi det skoldede ham. Og Kodran, han blev omvendt til kristendommen.

 

Annað sem er öðruvísi er að dönsk börn byrja ekki að fá í skóinn 13 dögum fyrir jól eins og á Íslandi. Hér er venja að gefa börnunum gjafir allan desembermánuð, og fá mörg hver gjafir á hverjum degi....þó ekki í skóinn. Hef ég heyrt að á sumum íslenskum heimilum hér í Danmörku hafi þurft að taka upp þessa venju því ekki er nú gaman fyrir íslensku börnin að heyra það að hin börnin í skólanum hafi fengið gjöf frá jólasveininum!!
Hermann fékk litla fjarstýrða gröfu frá Stekkjarstaur í skóinn sinn í nótt, Stekkjastaur gerði vel við hann þar sem þetta var fyrsta nóttin og varð að vera eitthvað spennandi í skónum:) Hermann varð yfir sig ánægður og fór með gröfuna á leikskólann í morgun (á leikskólanum hér mega börn koma með dót á hverjum degi ef þau vilja) og urðu strákarnir á deildinni þvílíkt æstir í að fá að prófa. Þeir hreinlega hentu í Hermann öllum bílunum sem þeir voru að leika sér með og fengu þannig að prófa gröfuna. Þetta var eiginlega frekar spaugilegt, Hermann sat með marga nýja bíla í fanginu, misstóra og flotta og brosti hringinn.....enda fannst honum hann hafa stórgrætt á þessum viðskiptum:) 

Sú venja er á leikskólanum hjá Hermanni að hvert barn fær að taka með sér bangsa heim yfir eina nótt í desember. Þessi bangsi heitir Julius og er "Nissefar" eða álfapabbi. Það var þvílík gleði hjá mínum manni þegar hann fékk að vita að Julius ætti að fara með honum heim í dag, enda hafa báðir vinir hans, Emil og Viðar, fengið Julius með heim. Julius hefur því verið með okkur í dag og fylgdu honum einnig piparkökur í "kramarhúsi" sem Hermann bjó til á leikskólanum og voru þessar kökur borðaðar á methraða þegar Hermann kom heim (NB! ég fékk að smakka eina og Raggi enga). Juliusi fylgir bók sem við eigum að skrifa í hvað Julius og Hermann voru að gera og svo er lesið upp á bókinni á morgnana með hinum krökkunum í leikskólanum.

Það var því mikil gleði á þessum bæ í dag.....í fyrsta skiptið keyptum við stórt, lifandi jólatré og fékk Hermann að skreyta tréð með okkur og Juliusi:) Á meðan hlustuðum við á jólalög og skemmtum okkur vel.....það urðu reyndar pínu afföll af jólakúlum, en hvað er það á milli vina!!?:) Já jólin eru heldur betur að koma hjá okkur:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð

 Gaman að lesa um jólaundirbúninginn ykkar, greinilegt að þið hafið það gott þarna í útlandinu.

En Berta, værir þú til í að senda mér heimilisfangið ykkar? Bara algjörlega búin að glata því!! ef þú vilt ekki setja það hérna á bloggið þá bara senda á arna@hi.is. Takk takk :)

 Kv. Arna (í Álfaborgunum)

Arna (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 22:28

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

En æðislegt að heyra þetta. Mikið nýtt og spennandi. Hermann er fæddur business kall. Hafðu það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 12.12.2007 kl. 23:59

3 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Skemmtileg færsla. Það fá greinilega fleiri gistingu en bara ég (Julius). Það fylgdi þó engin bók með mér hehe .

Kristbjörg Þórisdóttir, 13.12.2007 kl. 14:13

4 identicon

Gaman að heyra um aðra jólasiði, hérna fá börn í jólasokkinn 25 des. Á jólatréinu hérna hverfa vængirnir á englunum. Hafið það sem allra best um jólinn.

Jólaknús frá London 

Þórunn Guðrún (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband