Leita í fréttum mbl.is

Jólakveðja

Jólasteikin er komin í ofninn, búið að strauja jólafötin og allt klárt fyrir jólabaðið:) 

Dagurinn hefur heldur betur verið fljótur að líða, vöknuðum í bítið eins og vanalega, fengum okkur að borða og svo var barið á gluggana af þvílíkri áfergju.....jólasveinarnir semsagt mættir á svæðið:)
Þegar Hermann heyrði lætin þá stoppaði hann í smá stund og vissi ekki hvort hann ætti að þora til dyra, en þegar við sögðum honum að þetta væru jólasveinarnir þá stökk hann fram í dyr og fagnaði þeim. Jólasveinarnir (eða julemanden eins og Hermann segir) færðu honum jólapakka sem Hermann var ekki lengi að opna. Smíðasett var það heillin og var hamarinn mundaður í þónokkurn tíma eftir það.

Í hádeginu var okkur boðið í möndlugraut til Halls og Steinunnar........mmmm.....það var sko ALVÖRU grjónagrautur, með rúsínum, rjóma og lifrarpylsu......gerist þetta eitthvað betra?!  Eftir góða stund með þeim þá fórum við á næsta bæ....eða til Kollu og Hlyns, áttu kósý stund með þeim yfir McIntoshi og fleiru góðgæti. Komum passlega heim til að setja steikina í ofninn, léttreyktur lambahryggur verður í matinn í kvöld og hjemmelavaður ís í eftirrétt:)

Þrátt fyrir góðan dag, jólaskapið og æðislega vini, þá er ekki laust við að það sé smá söknuður í hjartanu. Að vera svona langt frá fjölskyldunni á þessum tíma er ekki það sem maður óskar sér.....ekki þegar maður á svona yndislega fjölskyldu eins og við Raggi eigum. En við hugsum til allra í dag og þökkum Guði fyrir alla sem við eigum að, nær eða fjær. Í dag er sá dagur sem allir eiga að gefa sér tíma til að biðja bænir og þakka fyrir allt sem maður á. Þá sérstaklega fyrir fjölskylduna og vinina. Það er ekki sjálfsagt að eiga góða að og finnur maður svo sannarlega fyrir því þegar maður er svona langt í burtu frá þeim sem maður elskar.

Við viljum óska öllum vinum okkar og ættingjum gleðilegra jóla og farsældar á nýju áriHeart
Njótum jólanna og sýnum þeim nánustu að við metum þá og virðum. Þá er tilgangi jólanna náð.

Jólakveðja frá Horsens,
Berta, Raggi og Hermann Veigar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæru vinir :)

Gleðileg jól...ég vona að þið hafið haft það gott í gær á aðfangadag og eigið eftir að hafa það gott yfir hátíðina..

Við erum búin að hafa það voða gott....alveg eins og þegar ég var lítill..hjá mömmu á jólunum :

Viðar Örn biður að heilsa Hermanni vini sínum og þakkar voða vel fyrir gjöfina, við erum stax búin að spila Spidermann spilið..

Svavar biður að heilsa Ragga og hlakkar voða til aða hitta hann :)

Og ég bið að heilsa Bertu og hlakka rosa til að hitta þig aftur þegar ég kem heim til Danmerkur :)

 Jólakveðjur frá Hveragerði

Rakel Linda og strákarnir 

Rakel Linda og strákarnir (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 10:56

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Gleðileg jól og hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 25.12.2007 kl. 13:03

3 identicon

Sæl og blessuð elsku Berta mín.  Mikið var gaman að sjá þig loksins.  Enda búið að vera mikil tilhlökkun hjá mér að sjá þig loksins.  Við viljum þakka fyrir frábærar veitingar sem voru ekki að verri endanum.  Kjúklingaréttur alla Berta, mmmm og frábærar heimabakaðar smákökkur. Við sjáum nú hvað þær féllu vel í kramið hjá syninum.  He, he, he. 

Allavega þökkum við alveg kærlega fyrir okkur og eigum pottþétt að koma við aftur næst þegar við komum til Danaveldis.  Þeir félagar voru algjörir snillingar saman. 

Við viljum óska ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Mikið af kossum og knúsi frá okkur í Árhus. 

Elín Hulda (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 21:28

4 identicon

Elsku Berta, Raggi og Hermann Veigar!

Okkar bestu jólakveðjur til ykkar yfir hafið:) Það eru sannarlega orð að sönnu að jólin eru til að njóta með fjölskyldu og vinum bæði nær og fjær!
Við vonum að þið hafið það sem allra best og að dönsku jólin færi ykkur gleði í hjarta.

Jólaknús,

Þórunn + Nonni og fjölsk.

Þórunn Harðar (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband