Leita í fréttum mbl.is

Öðruvísi jól!!

Það má heldur betur segja að jólin hjá okkur hafi verið með öðru sniði en venjulega. Engin matarboð verið um jólin og enginn komið til okkar. Hljómar frekar sorglega en við látum það ekkert á okkur fá, höfum bara notið þess að vera þrjú í kotinu, leikið okkur og talað svolítið í símann til Íslands. Einnig erum við svo heppin að hafa Kollu og fjölskyldu hér í Mosanum þannig að við höfum kíkt til þeirra í kaffi:) Hermann Veigar að sækja pakka til að opna

En það er margt sem ég sakna.....að borða með fjölskyldunni á aðfangadag og opna pakkana með þeim, kíkja til ömmu Obbu og afa Óa á aðfangadagskvöld, fara í kaffiboðið til tengdó á jóladag, fjölskylduboðið til Beggu og Valla á annan í jólum, matarboðið til Kalla frænda á annan og borða góða kjúklinginn hans en þó sakna ég þess mest að gista ekki hjá mömmu og pabba í Heiðargerðinu og geta spjallað við mömmu langt fram eftir á kvöldin, gera Sudoku eða krossgátur eða jafnvel grípa í spil. 

En svona breytist lífið við að flytja í annað land langt frá sínum nánustu, þrátt fyrir að við Raggi höfum búið í Reykjavík síðustu 8 ár þá höfum við nánast alltaf eytt jólunum á Húsavík. Í hittifyrra vorum við reyndar í Reykjavík en þá komu tengdó og Ásta mágkona og voru með okkur á jólunum og var það alveg frábært. Við fórum síðan norður til að vera yfir áramótin, enda áramótin sá tími sem Ragga finnst skemmtilegastur en allt útlit er fyrir að við verðum þrjú í kotinu þessi áramót. Raggi er reyndar búinn að kaupa smá flugelda þannig að honum og Hermanni á ekki eftir að leiðast meðan þeim er skotið upp:) 

Á morgun fáum við gesti í mat til okkar og hlökkum við mikið til. Siggi bróðir pabba og fjölskylda ætla að borða með okkur íslenskt lambalæri frá mömmu og pabba og íslenskt hangikjöt frá tengdó:) Það verður því íslenskt veisla í boði okkar, mömmu og tengdó, hehe:) Við höfum sko heldur betur fengið að finna fyrir því hvað við eigum góða að þessi jólin. Allir hafa sent okkur ýmislegt góðgæti með jólapökkunum, svo ekki sé talað um allt kjötið frá foreldrum mínum og tengdaforeldrum. Við höfum aldrei átt svona mikla mæru eins og núna og hlægjum í hvert sinn sem við opnum nammiskápinn, hehe:) Það er greinilegt að fólk reynir að gera okkur aðskilnaðinn aðeins auðveldari og kunnum við vel að meta það.
Seinasta sending jólanna barst okkur áðan......jólapakki til Hermanns frá Arnóri frænda hans og Bjöggu og fullt af nammi líka fyrir okkur fullorðna fólkið:)  Einnig kom skemmtilegur pakki frá tengdapabba....bók handa Ragga (sem Raggi hreinlega henti sér ofan í með bros á vör) og stór Cocoa puffs poki. Á meðan Raggi var fastur í bókinni þá hlupum við Hermann Veigar strax að eldhúsborðinu, náðum okkur í diska og borðuðum FULLAN disk af Cocoa puffs í morgunmat. NAMM!!  Takk æðislega fyrir okkur Bjögga, Arnór og tengdó**

Planið í dag er að fara í Leikland í Vejle með Hermann og leyfa honum að fá smá útrás.

Að lokum vil ég bara þakka æðislega fyrir allar gjafirnar og góðgætið sem við höfum fengið sent um jólin.....við erum svo sannarlega blessuð af yndislegum vinum og ættingjum og því ekki yfir neinu að kvarta heldur þakka ég Guði fyrir að eiga svona góða að.  Þið eruð frábær**


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hæ hæ. Mikið rosalega eigið þið góða að, ég segi nú ekki annað. Já, ég skil að þetta er soldið öðruvísi jól en hafa verið hjá ykkur. Hermann á eftir að njóta sín í dag..trúi ekki öðru sko. Það eru 47 dagar í mig, GET EKKI BEÐIÐ. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 28.12.2007 kl. 10:43

2 identicon

Hæ elsku Berta mín..

Það er svolítið öðrvísi að vera ekki með fjölskylduna sína yfir jólin og áramótin

Það er búið að vera alveg yndislegt hjá okkur en mig hlakkar nú samt til að hitta ykkur öll aftur...

Bið voða vel að heilsa öllum og ef það er eitthvað sem ykkur vantar sendu þá bara sms og við reddum því....

Bæjó Rakel 

Rakel (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 11:23

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gleðilega jólarest, elsku Berta, njótið bara að vera ekki heima svona einu sinni....! (Mér fannst þetta líka undarlegt, í fyrsta skipti sem ég var "ein"...)

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.12.2007 kl. 00:44

4 identicon

Hæ elsku Berta mín..

Það hefur verið  öðruvísi hjá okkur  að hafa ykkur ekki um jólin mig hefur vantað kvöldspjallið okkar og svo margt annað sem við höfum gert saman. Þakka fyrir jólapakkana og allar hlýu kveðjurnar sem þú sendir okkur. Vona að þið eigið ánægjuleg áramót. Bið að heilsa fólkinu okkar,  þín mamma. 

Sigga mamma. (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 00:49

5 identicon

hæ elsku Berta!

Ég þakka ykkur æðislega fyrir gjöfina sem þið senduð okkur;D Ekkert smá flott.

en já ég skil þig, mér finnst skrítið að vera ekki hjá mömmu og pabba á jólunum, var hvorki þar á aðfangadag og verð ekki á áramótunum.

En ég gat nú reyndar verið með öllum ættingjunum og þeim sem mér þykir vænt um, nema ykkur:S :)

en áramótin verða ekkert smá skrítin, það er varla sett jólaskraut í gluggana hérna..

en við fengum annan aðfangadag í gær, fullt af pökkum:D sem var ekkert nema æðislegt:D

En ég hlakka til að sjá ykkur um páskana eða sumarið :D

Lovjú!

þín Karo;*

Karolína (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband