Leita í fréttum mbl.is

Ég fékk nöfnu:)

Litla frænka mín, dóttir Svenna "litla" bróður og Marzennu var skírð í dag. Því miður komumst við ekki í skírnina, enda himinn og haf á milli okkar, en við vorum með þeim í anda:)

Ég var búin að biðja Erlu systur mína að senda mér sms um leið og nafnið kæmi á prinsessuna, enda mjög spennt að heyra.  Nafnið kom mér heldur betur á óvart......SANDRA MARÍA SVEINSDÓTTIR.
Mér finnst þetta ofsalega fallegt nafn og er voða stolt yfir því að hún hafi fengið Maríu-nafnið mitt:) Sandra er út í loftið og mjög fallegt líka. Og ekki er verra að hún hafi flotta skammstöfun...SMS:)

Elsku Svenni og Marzenna.....innilega til hamingju með daginn og fallega nafnið. Við hugsum til ykkar og söknum. Þúsund kossar til litlu "nöfnu" frá okkur**


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

En fallegt af fá nöfnu...innilegar hamingjuóskir með það. SMS skammstöfun..það er skondið verð ég að segja. Hafið það gott og gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.

Guðmundur Þór Jónsson, 30.12.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband