Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt ár......

og takk fyrir það gamla kæru ættingjar og vinir.

Áramótin voru með því rólegri sem þekkjast á þessum bænum. Við vorum þrjú í kotinu og höfðum það kósý. Kíktum á áramótabrennu Fjölskyldan á áramótabrennunniÍslendingafélagsins hér í hverfinu og fannst Hermanni gaman að sjá stóra eldinn en þó voru flugeldarnir mest spennandi og sprengdum við alla flugeldana okkar strax eftir brennuna svo Hermann gæti verið með:) Venjan á þessum tíma er að vera á gamlárskvöld á Baughólnum hjá tengdó, borða kalkún, horfa á skaupið og sprengja svo upp fyrir "allt of mikinn" pening með allri stórfjölskyldunni:) Á nýjársdag hefur venjan verið að borða með mömmu og pabba í Heiðargerðinu og öllum systkinum mínum og systkinabörnum þannig að við erum vön miklum mannfagnaði og skemmtilegheitum á þessum tíma og verð ég að viðurkenna að mikill söknuður var í mínu hjarta í gær. En ekki þýðir að væla yfir því sem ekki verður breytt þannig að við gerðum þessi áramót bara okkar og nutum þess að vera bara þrjú saman:)

Planið var að borða með Kollu og fjölskyldu í kvöld en því var aflýst vegna hlaupabóluveikinda á þeim bænum. Afgangar voru því borðaðir hér í kvöld og er planið að horfa á áramótaskaupið á eftir og jafnvel grípa í spil ef "nennan" verður fyrir hendi:) En skólinn hjá Ragga byrjar strax á morgun og því fríið búið hjá honum.

Árið 2007 hefur verið með því viðburðaríkasta hjá okkur fjölskyldunni, og stendur þetta uppúr:
Við Raggi fórum til Los Angeles í mars og upplifðum hluti sem við héldum að við myndum aldrei gera, eins og t.d. að keyra að Hollywood skiltinu, labba Rodeo Drive, skoða allar stjörnurnar á Hollywood Boulevard, fara í Universal Studio, skoða ríka hverfið í Beverly hills, fara út að borða á SPAGO og margt fleira. Ástæða ferðarinnar var sú að ég, Kolla og Hlynur, ásamt 2 öðrum þroskaþjálfum/samstarfskonum fórum á stærstu ráðstefnu í heimi í LA og upplifðum margt nýtt og spennandi sem er að gerast í málaflokki fatlaðra. Allt hitt sem við sáum og upplifðum í leiðinni var stór "bónus" þar ofan á:)
Í maí útskrifaðist Raggi sem meistari í húsasmíði en hann var búinn að vera í kvöldskóla með fullri vinnu (og meira en það) í 4 ár, fyrst kláraði hann sveininn og svo meistarann:) Við héldum reyndar enga veislu þar sem Hermann var á spítala vegna eyrnasýkingar af völdum læknis sem fór of harkalega í eyrað á honum við merghreinsun. Veikindi Hermanns urðu til þess að hann þurfti að fara í aðgerð þar sem að sýking fór í beinið bak við eyrað á honum og stóð til að setja dren þar inn. Sem betur fer virkuðu sýklalyfin í æð mjög hratt þannig að nóg var að setja rör í eyrað á honum. Drengur sem aldrei hefur fengið í eyrun, né veikst yfir höfuð, fékk rör í eyrað og var með sýklalyf í æð í 6 daga á spítala, en það er svo sem vel sloppið miðað við það sem hefði getað orðið.
Laugardaginn 7. júlí giftum við Raggi okkur með pompi og prakt í Húsavíkurkirkju. Var dagurinn í alla staði æðislegur og eftirminnilegur. 
Þann 9. ágúst lögðum við af stað með Norrænu til Danmerkur en þangað fluttum við því Raggi ákvað að halda áfram á menntabrautinni og les núna byggingarfræði í Vitus Bering. Margt breyttist við að flytja til Danmerkur og erum við enn að aðlagast nýjum og breyttum lífsvenjum en hingað til hefur mest allt gengið vel.

Árið 2008 verður án efa skemmtilegt hjá okkur því við eigum von á mjög mörgum vinum og ættingjum til okkar í heimsókn, strax í febrúar, um páskana og svo verður fullbókað hjá okkur í sumar, þannig að það ekki hægt að líta á nýja árið nema með tilhlökkun í hjarta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. En leiðinlegt með matarboðið, en gengur betur næst. Hlakka rosalega til að koma í febrúar. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 1.1.2008 kl. 20:30

2 identicon

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla kæra fjölskylda

Við erm hérna upp á Skaga og erum að láta stjana við okkur, bara notalegt

Vonandi hefur gengið allt vel með hann Odd :)

Sjáumst hress og kát á sunnudaginn

Rakel Linda og strákarnir

Rakel Linda (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 20:55

3 identicon

Hæhæ og Gleðilegt ár og takk fyrir allt gamalt!

Við verðum að fara að finna tíma til að kíkja á ykkur, nú er enginn afsökun því Hafþór gaf mér gjafabréf frá icelandair í jólagjöf :)

Hafið það gott og heyrumst vonandi fljótlega :)

kv

Hobba og Hafþór

Hobba og Hafþór (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 22:42

4 Smámynd: Anna Gísladóttir

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla

Anna Gísladóttir, 2.1.2008 kl. 22:08

5 identicon

hæhæ elsku þið!

gleðilegt nýtt ár og takk æðislega fyrir það gamla.

ég verð að fara að spjalla við þig um tíma sem ég og elís getum komið til ykkar... get ekki beðið!!!:D

við hittumst einhverntiman a msn heiminum og ræðum þetta þá :D

Elska ykkur!:*

Ykkar Karolína.. og auðvitað Elís :D

Karolina (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband