Leita í fréttum mbl.is

Meiri lyf og Hamburg.

Þrátt fyrir að litli prinsinn minn hafi fengið pensilínskammt í síðustu viku þá hafði það ekkert að segja við sýkingunni í eyranum á honum. Í dag fékk hann því annan, sterkari skammt af pensilíni. Ekki alveg það sem ég óskaði en greyið getur ekki verið svona þangað til hann fer til sérfræðingsins í lok mánaðarins. Hann finnur ekki til en þetta að sjálfsögðu pirrar hann mikið og fylgir þessu mikil lykt....hann klórar sér í eyranu endalaust og eru næturnar ekki undanskyldar. Þegar hann fær síðan "jukkið" á puttann þá reynir hann að klína því í koddann sinn, sængina eða vegginn, hálfsofnandi, eða það sem verra er....í andlitið á mér!!  Yndislegt að vakna við mergsmyrslun á fésið....eða þannig!! Ekki bætir úr skák að með endalausu klóri sínu þá gerir hann sár í eyrað sem verður viðkvæmt og því ekki alltaf auðvelt að þrífa eyrað, sem þarf að gera nokkrum sinnum á dag!! Ég ætla rétt að vona að þetta nýja lyf virki vel....ekki hægt að bjóða litla kalli upp á þetta lengur. En eitt skilur maður ekki......hvaðan kemur allt þetta "jukk"?? Er bara endalaus forði í svona litlum haus....maður spyr sig!!!

KnúturEn nú styttist í að Raggi eigi afmæli....og erum við búin að bóka hótel í Hamburg afmælishelgina hans. Það er frí í skólanum á föstudeginum og þar sem við förum nú eitthvað lítið (eða ekkert) í sumar þá ákváðum við að skella okkur í helgarferð til Hamburgar og njóta okkar. Við erum búin að plana að fara í dýragarðinn Hagenbeck sem er stærsti dýragarður Evrópu (að mér skilst). Í þessum dýragarði er frægi ísbjörninn Knútur og þar er einnig vatnaveröld þar sem hægt er að skoða sjávardýr neðansjávar. Hermann á pottþétt eftir að finnast þetta æðislegt og hlökkum við mikið til:)

Annars er bara allt rólegt, við hjónin sitjum og horfum á fótboltaleik (já eða Raggi horfir og ég kíki annað slagið), en það er Liverpool og Arsenal sem eru að keppa og er Raggi hreinlega að missa sig. Stekkur annað slagið uppúr sófanum með tilheyrandi látum en sem betur fer eru Poolararnir einu marki yfir núna og Raggi kominn með bjór í hendi til að fagna....eins gott að staðan breytist ekki Arenal í vil!!

Svo er sumarið handa hornsins....sólin skín nánast daglega en samt kólnar mikið á næturna og þurfti ég t.d. að skafa bílinn í gærmorgun þar sem ég setti hann ekki í bílskýlið yfir nóttina. Það er orðið bjart snemma á morgnana og dimmir seinna á kvöldin þannig að geðheilsan er líka á uppleið með vaxandi sól:) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi batnar Hermanni fljótt! Ferlegt að hafa svona endalaust "jukk" en gott að hann finni ekki til! Góða skemmtun í Hamburg, svo frábært að þvælast aðeins það bætir líka geðheilsuna  :D Kærar kveðjur úr Kalí.

Hulda (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 20:03

2 identicon

Hæ elsku fjölskylda. Tékka alltaf á ykkur, en kvitta ekki of oft ;o) Gaman að fylgjast með...Leiðinlegt að heyra með þetta eyrnavesen á stubbaling :o/ En vonandi hafið þið það sem allra best....Knús frá okkur....Kv. Jóna og co ;o)

Jóna Björg Pálmadóttir (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 21:33

3 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Raggi minn, Arsenal á eftir að RÚSTA þessum leik...púlarar geta EKKI NEITT. I love you. En leiðinlegt að heyra þetta með eyrað á kútnum, vonandi gengur þetta upp hjá sérfræðingnum í eitt skipti fyrir öll. Glæsilegt hjá ykkur að fara til Hamborgar, þið eigið eflaust njóta ykkur vel þar og skemmta ykkur vel. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 9.4.2008 kl. 22:15

4 identicon

Gummi minn.....

Liverpool vann leikinn daginn áður en þú kommentar hér........

Og by the way, orð geta sært   (grátur)

En góð tilraun samt   hehehe

You´ll never walk alone

Raggi (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 06:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband