Leita í fréttum mbl.is

Í fréttum er þetta helst......

Eitt er víst að ég fæ ekki verðlaun fyrir fjölda bloggfærslna á viku...en hér kemur smá uppdeit á góðar og slæmar fréttir síðustu daga.

Á föstudaginn vann Raggi ásamt hópnum sínum hönnunarkeppni í skólanum, en það var alþjóðleg vika þar sem ensku og dönsku línunni var blandað saman og fólk blandað í hópa af báðum línum. Hóparnir áttu allir að hanna tómstundarhús fyrir skólann og voru tveir arkitektar og 2 eldri nemar fengnir til að dæma verkin. Hópurinn hans Ragga ásamt 2 öðrum hópum voru með þrjár bestu hannanirnar og kom Raggi heim úr skólanum fljúgandi á bleiku skýi.....já eða bjór-skýi því auðvitað var haldið upp á sigurinn með því að kíkja á skólabarinn eftir verðlaunaafhendinguna:)

Helgin leið allt of hratt....fengum Hlyn, Jón Inga og Hafstein í mat áJeff Dunham laugardaginn og var voða gaman að fá þá. Þeir feðgar kynntu okkur fyrir Jeff Dunham...sem er bara mest fyndni búktalari ever og var mikið hlegið yfir honum. Mæli með því að þið kíkjið á hann á Youtube.com:) Á sunnudaginn var planið að eyða deginum í Árósum með Rakel, Svavari og strákunum, kíkja með þeim á skauta, fara út að borða og kíkja á Kiddu vinkonu líka. En því miður þurfti Raggi að veikjast og því ekkert skemmtilegt gert þann daginn:(

Í gær fór blessaður bíllinn okkar í 80. þús. km. tjékk og smur. Búið var að segja okkur að kostnaðurinn yrði rúmlega 3000 danskar krónur nema eitthvað stórvægilegt kæmi í ljós....sem við áttum ekki von á að yrði. Um hádegisbilið hringdu þeir frá umboðinu/verkstæðinu með gleðitíðindin!! Allar bremsur í klessu og þyrfti að skipta um allt heila draslið. Ekki nóg með það heldur vildu þeir líka money_fly[1]skipta um púst og fyrir þetta þyrfti að punga út 15.000 dkr. eða um 250.000 ísl. krónum. Raggi náði til að fá þá til að sleppa viðgerð á pústi en að sjálfsögðu yrðu bremsurnar að vera í lagi þannig að lokareikningurinn varð 11.500 dkr. eða um 190.000 kr.! Eftir þessar "gleðifréttir" þá ætlaði ég að leggjast í nett þunglyndi en aðeins nokkrum mínútum síðar kom "pósturinn Páll" með pakka handa okkur frá Svenna bróður og fjölskyldu og var pakkinn fullur af íslenskri mæru þannig að það létti mína lund þó nokkuð.....ef í hart fer þá á ég allavegana fullt af nammi til að hugga mig við, hehe:)  Takk fyrir okkur elsku Svenni, Marzenna og litla sæta Sandra María.....já og takk elsku íslenska efnahagskerfi fyrir að hafa skitið á ykkur síðustu vikur!!!

Í dag var svo foreldraviðtal í leikskólanum hjá Hermanni Veigari. Þar fengum við mikið hrós fyrir yndislegan og ljúfan dreng:)  Honum myndi ganga vel í öllu, aðlagast börnum og pædagogum vel og allt væri eins og það ætti að vera. Það eina sem þarf að fylgjast með hjá honum er blessað málið....því þrátt fyrir að hann tali allan daginn þá virðist enginn skilja hann!! Þar sem íslenskan var ekki komin á gott skrið þegar við fluttum út þá verður erfiðara fyrir hann að læra að tala dönsku og aðskylja þessi tvö mál, þannig að það blandast allt saman hjá honum. Þar sem hann er nú bara rétt orðinn 3ja þá er þetta ekkert áhyggjuefni en í haust verður skoðað hvort hann þurfi talpædagog til að hjálpa sér. Kemur í ljós. En að öðru leyti allt frábært:)

Eftir hádegið í dag var komin sól og blíða þannig að ég skellti mér út á stéttina í no019-sun-cartoonsólbað, með Séð og heyrt í kjöltunni og naut þess að láta sólina gefa mér orku....ég held að ég hafi verið sólarsella í fyrra lífi....svei mér þá!! Það sem sólin getur gefið manni mikla orku:)

Á morgun ætlar hún Kidda vinkona úr Árósum kannski að koma til mín í heimsókn og verður æðislegt að hitta hana. Kiddu kynntist ég lauslega hjá SSR (mínum fyrrverandi vinnustað) en svo hittumst við í haust þegar hún kom til að hjálpa Kollu og Hlyn að flytja og eftir það höfum við verið mjög nánar. Við erum jafn gamlar, verðum báðar þrítugar í maí og hreinlega smellum saman eins og "flís við rass".  Vá hvað ég hlakka til að hitta hana:)

Svo er heilsan bara upp á sitt besta þannig að ég held að plúsarnir þessa dagana séu bara miklu fleiri en mínusarnir og því bara hægt að vera þakklátur fyrir allt og alla og njóta lífsins:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Eigðu góða daga með Kiddu, bið að heilsa henni! Gott að fá góðar fréttir af góðu fólki.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.4.2008 kl. 23:20

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hahahaha, allt dáldið gott hjá mér núna...!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.4.2008 kl. 23:21

3 identicon

Við erum að verða þrítugar!! Það er nú bara brandari....Þórunn varð örugglega tvítug í gær og skellti sér í mjólkurbúðina! Éggetsvosvariðþað!

Hulda (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 00:01

4 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hæ hæ. Já, allt kostar nú..svo eitt er víst. Skemmtu þér rosalega vel með Kiddu, ég bið kærlega að heilsa henni. Smelltu Framsóknar koss á hana frá mér. Tungumálið hjá Hermanni á alveg eftir að koma..bíddu bara. Já, Berta mín. Held að þú hafir verið SÓL í fyrra lífi. Takk kærlega fyrir spjallið í gær. Gott og gaman að heyra í þér. Hafið það gott. Koss knús.

Guðmundur Þór Jónsson, 2.4.2008 kl. 00:41

5 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Tek undir með Gumma elskan. Þú ert algjör sól , svo yndisleg og þið öll fjölskyldan.

Tusind tak for i aften, det var rigtig sjovt. (Ekki ritskoða þessa dönsku mína haha).

Luvya

Kristbjörg Þórisdóttir, 2.4.2008 kl. 21:25

6 identicon

Hver er þrítug?  Ég er örugglega bara rétt rúmlega 26! Amk eru ekki 10 ár frá því við röltum um bæinn í björgunarvestum ha er það nokkuð???

En mikið er ég sammála þér með að það sé leiðinlegt að borga fyrir viðhald á bílnum!! En það er sennlega okkur fyrir bestu að hafa þessar græjur í lagi!

Knús á ykkur öll krúttin mín!
Þórunn H og kó

Þórunn á mjólkurbílnum (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 09:24

7 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Takk elsku vinir fyrir kommentin og takk fyrir æðislegan dag í gær Kidda mín

Berta María Hreinsdóttir, 3.4.2008 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband